Átta sækja um Staðastað

Átta umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Staðastaðarprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út 26. september síðastliðinn.

Umsækjendur eru:

  • Arnaldur Máni Finnsson, guðfræðingur
  • Séra Bára Friðriksdóttir
  • Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur
  • Elín Salóme Guðmundsdóttir, guðfræðingur
  • Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur
  • Ólöf Margrét Snorradóttir, guðfræðingur
  • Páll Ágúst Ólafsson, guðfræðingur
  • Séra Ursula Árnadóttir

Sóknarbörn í Staðastaðarprestakalli hafa farið fram á almenna prestskosningu í prestakallinu í stað þess að valnefnd velji sóknarprestinn. Slíkt er leyfilegt ef þriðjungur atkvæðisbærra sóknarbarna í prestakallinu fer fram á það.

Ákveðið er að kosning sóknarprests í Staðastaðarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi fari fram milli kl. 10:00-18:00, laugardaginn 2. nóvember 2013 í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi.

 

Frétt af kirkjan.is.