Þingmálafundir

Þingmálafundir fyrir Vesturlandsprófastsdæmi verða haldnir mánudaginn 24. september í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju og í félagsheimilinu Brún, Bæjarsveit þriðjudaginn 25. september og hefjast báðir klukkan 20:30.

Kirkjuþings fulltrúar Vesturlandsprófastsdæmis, sr. Óskar Ingi Ingason og Birna G. Konráðsdóttirm boða til fundarins en þar verða kynnt þau mál sem fyrirhugað er að leggja fyrir kirkjuþingið í haust.

Auk þess verða umræður um fyrirhugaða breytingu um stjórnarskrá.

Áhugasamir eru hvattir til að koma og kynna sér kirkjuþingsmál og ræða við kirkjuþingsfulltrúa sína.

Boðið verður upp á léttar veitingar.