Ólafsvíkurkirkja

Pétri þökkuð störfin við guðsþjónustu

Pétur Bogason var þakkað fyrir sín góðu og einstöku störf sem meðhjálpari og áður kirkjuvörður í Ólafsvíkurkirkju við guðsþjónustu á sunnudag.

Þau störf hefur hann unnið af mikilli trúfesti og fórnfýsi.

Hvítasunnuguðsþjónustur

Hátíðarguðsþjónusta verður haldin í Ólafsvíkurkirkju á hvítasunnudag kl. 11.
Fermt verður í athöfninni.
Sjá nánar hér.
 
Hátíðarguðsþjónusta verður haldin  í Ingjaldshólskirkju sama dag kl. 13.
Fermt verður í athöfninni.
Sjá nánar hér.

Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvikur All you need is love

Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvikur, All you need is love, verða haldnir fimmtudaginn 8. maí í Ólafsvíkurkirkju kl. 20.

Aðgangseyrir: 1.500,- kr.

Kaffi og kærleikshressing á eftir.

Flutt verða fjölbreytt og yndisleg lög um ÁSTINA.

Mætum öll með ást og frið í hjarta.

Fermingar á skírdag

Fermingarbörn í Ingjaldshólskirkju 17. apríl 2014 kl. 11:
Baldur Olsen, Hraunási 7, Hellissandi
Gabríel Máni Jónsson, Munaðarhóli 12, Hellissandi
Ingibjörg Eygló Þorsteinsdóttir, Háarifi 53 Rifi, Hellissandi
Ívar Reynir Antonsson, Hraunási 13, Hellissandi
Kristín Olsen Óskarsdóttir, Munaðarhóli 6, Hellissandi
Súsanna Sól Vigfúsdóttir, Selhóli 6, Hellissandi
Trausti Leó Gunnarsson, Naustabúð 11, Hellissandi

Fermingarbörn í Ólafsvíkurkirkju 17. apríl 2014 kl. 13:
Marsibil Lísa Þórðardóttir, Ennisbraut 6a, Ólafsvík
Birgir Vilhjálmsson, Sandholti 20, Ólafsvík
Brynjar Vilhjálmsson, Sandholti 20, Ólafsvík
Þórhalla Ylfa Gísladóttir, Grundarbraut 50, Ólafsvík

Helgihald í dymbilviku og um páska

Skírdagur, 17. apríl:
Messa verður í Ingjaldshólskirkju kl. 11.
Messa verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 13.

Föstudagurinn langi, 18. apríl:
Guðsþjónusta án prédikunar verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 14.

Páskadagur, 20. apríl:
Hátíðarguðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 8:30 árdegis.
Hátíðarguðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju kl. 10.
Hátíðarguðsþjónusta verður á Jaðri kl. 14:30.

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar og kirkjugarða Ólafsvíkursókna er fyrirhugaður mánudaginn 28. apríl kl. 20 í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju. Dagskrá er meðal annars skýrsla stjórnar, reikningar 2013, kosningar og önnur mál.

Helgihald um jólin

Margt verður í boði í kirkjum prestakallsins um jólin.

Í fyrsta sinn í mörg ár verður boðið upp á miðnæturguðsþjónustu á jólanótt í Ólafsvíkurkirkju.

Helgistund verður á dvalar- og hjúkrunarheimilnu Jaðar á jóladag og í ár verður aftansöngur á aðfangadagskvöld í Ingjaldshólskirkju.

Í Ingjaldshólskirkju mun hljómsveitin Ungmennafélagið sjá um tónlist í jólaguðsþjónustunni annan í jólum og notað verður léttara form.

Síður

Subscribe to RSS - Ólafsvíkurkirkja