Ingjaldshólskirkja

Nýr kirkjuvörður á Ingjaldshóli

Helga Guðrún Sigurðardóttir tók við starfi kirkjuvarðar á Ingjaldshóli sl vor.
Hún tekur á móti pöntunum vegna leigu á safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju.
Síminn hjá henni er 847-9499.

Vetrarstarf að hefjast

Kirkjukór Ingjaldshólskirkju hefur vetrarstarf sitt fimmtudaginn 4. september kl 18:00 í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju.

Æfingar munu í vetur miðast við þann tíma.

Hvetjum alla sem hafa gaman af söng að mæta og syngja með okkur í vetur.

Helgiganga með keltneskum brag í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli

Laugardaginn 28. júní verður efnt til helgigöngu í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli í samstarfi við Átthagastofu Snæfellsbæjar, lista og menningarnefnd Snæfellsbæjar, Ingjaldshólskirkju og Starfshóp þjóðkirkjunnar um helgistaði á föruleiðum.

Gengið verður frá Öndverðarnesi að Gufuskálum. Mæting er við Ingjaldshólskirkju kl. 13 og þaðan ekið að Gufuskálum í eigin bílum (eða keyra beint að Gufuskálum) og ekið út á Öndvarðarnes í rútu þar sem fyrsta helgistundin verður haldin. Þaðan verður gengið í áföngum eftir ströndinni að Gufuskálum, ýmist í þögn eða samræðum. Áð verður reglulega, haldnar stuttar helgistundir sem sr. Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur, og sr. Gunnþór Þ. Ingason, prestur á svið þjóðmenningar, stýra. Sæmundur Kjartansson segir sögur af merkum atburðum, minnisstæðu fólki ásamt þjóðlegum fróðleik sem tengist leiðinni og lífi fólks að fornu og nýju. Göngufólk les ritningarorð og fornsögutexta.

Þetta er í þriðja sinn sem slík helgiganga er farin í Þjóðgarðinum og í þetta sinn með nokkuð öðru sniði en áður.

Eftir gönguna verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarheimili kirkjunnar á Ingjaldshóli.

Gengið er um fornan varðaðan stíg og eru allir hjartanlega velkomnir.

Nauðsynlegt er að vera vel skóaður og hafa drykkjarvatn með sér sem og annað nesti. Ekkert þátttökugjald.

Hvítasunnuguðsþjónustur

Hátíðarguðsþjónusta verður haldin í Ólafsvíkurkirkju á hvítasunnudag kl. 11.
Fermt verður í athöfninni.
Sjá nánar hér.
 
Hátíðarguðsþjónusta verður haldin  í Ingjaldshólskirkju sama dag kl. 13.
Fermt verður í athöfninni.
Sjá nánar hér.

Fermingar á skírdag

Fermingarbörn í Ingjaldshólskirkju 17. apríl 2014 kl. 11:
Baldur Olsen, Hraunási 7, Hellissandi
Gabríel Máni Jónsson, Munaðarhóli 12, Hellissandi
Ingibjörg Eygló Þorsteinsdóttir, Háarifi 53 Rifi, Hellissandi
Ívar Reynir Antonsson, Hraunási 13, Hellissandi
Kristín Olsen Óskarsdóttir, Munaðarhóli 6, Hellissandi
Súsanna Sól Vigfúsdóttir, Selhóli 6, Hellissandi
Trausti Leó Gunnarsson, Naustabúð 11, Hellissandi

Fermingarbörn í Ólafsvíkurkirkju 17. apríl 2014 kl. 13:
Marsibil Lísa Þórðardóttir, Ennisbraut 6a, Ólafsvík
Birgir Vilhjálmsson, Sandholti 20, Ólafsvík
Brynjar Vilhjálmsson, Sandholti 20, Ólafsvík
Þórhalla Ylfa Gísladóttir, Grundarbraut 50, Ólafsvík

Helgihald í dymbilviku og um páska

Skírdagur, 17. apríl:
Messa verður í Ingjaldshólskirkju kl. 11.
Messa verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 13.

Föstudagurinn langi, 18. apríl:
Guðsþjónusta án prédikunar verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 14.

Páskadagur, 20. apríl:
Hátíðarguðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 8:30 árdegis.
Hátíðarguðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju kl. 10.
Hátíðarguðsþjónusta verður á Jaðri kl. 14:30.

Staða organista í Ingjaldshólssókn laus til umsóknar

Ingjaldshólssókn óskar að ráða organista og kórstjóra í 20% starf. Messur eru einu sinni í mánuði og kóræfingar einu sinni í viku. Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl. Umsækjandi þarf að geta hafið störf  í ágúst 2014. Allar nánari upplýsingar gefur sóknarprestur sr.

Síður

Subscribe to RSS - Ingjaldshólskirkja