Kirkjukór Ólafsvíkur

Viltu taka þátt í gefandi og góðu stafi í kirkjunni okkar?

Nú er tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar.

Það vantar fólk til að starfa með sóknarpresti í sunnudagaskóla, sex til níu ára (STN/kirkjuprakkarar), tíu til tólf ára (TTT) og unglingastarfi (æskulýðsfélagið).

Hvert starf eru einu sinni í viku, nema unglingastarfið annað hvert miðvikudagskvöld í Ólafsvíkurkirkju.  TTT er á ......dögum í Ólafsvíkurkirkju kl. 14:10-15 og sunnudagaskólinn í Ingjaldshólskirkju kl. 11 á sunnudögum og í Ólafsvíkurkirkju eftir áramót.

Ekki þarf að binda sig í sunnudagaskólann allar helgar.  Gott að fá sem flesta til að aðstoða.  

Farið verður af stað með STN starf ef umsjónarmenn fást til þess.  

Ekki þarf að vera með í öllu starfinu frekar en menn vilja, má þess vegna velja eitt starf.

Allar upplýsingar eru hjá sóknarpresti.

 

Það vantar einnig nýja félaga í kóranna okkar.  Hér eru upplýsingar um Kór Ingjaldshólskirkju og hér um Kirkjukór Ólafsvíkur.

 

Tökum þátt í gefandi og góðu stafi í kirkjunni okkar.

Kirkjukór Ólafsvíkur auglýsir eftir söngfólki

Kæru bæjarbúar. Nú er nýtt starfsár Kirkjukórs Ólafsvíkur að hefjast og leitað er eftir nýjum félögum í kórinn. Viljum við hvetja þá sem hafa áhuga að syngja með okkur að hafa samband við Veronicu Osterhammer stjórnanda kórsins eða að mæta á æfingu sem verða á hverjum fimmtudagi í vetur kl 20,00 í Safnaðarhemili Ólafsvíkurkirkju. Fyrsta æfingin er fimmtudagskvöldið 11. sept. Einnig er hægt að hafa samband við þau Erlu Höskuldsdóttur, Guðlaugu Ámundadóttur og Pétur S. Jóhannsson. Það er margt á döfinni hjá kórnum ma tónleikaferð til Þýskalands næsta haust auk jóla og vortónleika. Sjáumst hress og kát.

Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvikur All you need is love

Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvikur, All you need is love, verða haldnir fimmtudaginn 8. maí í Ólafsvíkurkirkju kl. 20.

Aðgangseyrir: 1.500,- kr.

Kaffi og kærleikshressing á eftir.

Flutt verða fjölbreytt og yndisleg lög um ÁSTINA.

Mætum öll með ást og frið í hjarta.

Kirkjukór Ólafsvíkur heldur jólatónleika og gefur út disk

Starfið hjá Kirkjukór Ólafsvíkur er fjölbreytt þessa dagana. Kórinn æfir af fullum krafti fyrir jólatónleika sem haldnir verða fimmtudaginn 12. desember í Ólafsvíkurkirkju kl. 20:30.  

Frá Kirkjukór Ólafsvíkur

Um leið og við minnum kórfélaga á að vetrarstarfið er að hefast, óskum við eftir nýjum félögum í kórinn.

Æfingar eru á fimmtudagskvöldum í safnaðarheimilinu kl. 20.

Komið endilega og takið þátt í skemmtilegu starfi fyrir ykkur sjálf, og samfélagið.

Subscribe to RSS - Kirkjukór Ólafsvíkur