Æskulýðsfélagið

Starfið er hafið eftir stutt frí.

Sunnudagaskólinn verður á sunnudögum í Ólafsvíkurkirkju klukkan 11.

Tíu til tólf ára starfið (TTT) verður í Ólafsvíkurkirkju á fimmtudögum klukkan 14:15 (eftir skóla).

Æskulýðsfélagið fundar annað hvert miðvikudagskvöld kl. 19:30 í Ólafsvíkurkirkju og næst 29. janúar.

Æskulýðsfélagið vann farandsbikar á landsmóti

Æskulýðsfélag Ólafsvíkur- og Ingjaldshólskirkna (vinnuheiti ÆSK SNÆ) fór á landsmót ÆSKÞ (Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar) 25. til 27. október 2013.  Mótið var hið stærsta hingað til og voru yfir 640 unglingar og leiðtogar á mótinu sem haldið var í Keflavík.

Unglingar úr Snæfellsbæ á landsmót Þjóðkirkjunnar

Fjölmennasta landsmótið til þessa – safna fyrir fátæka á Íslandi

Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar verður sett í Reykjanesbæ á morgun. Í ár verða 640 þátttakendur á landsmótinu, 500 þáttakendur ásamt á annað hundrað leiðtogum og sjálfboðaliðum. Þetta er fjölmennasta landsmótið sem hefur verið haldið til þessa. Að þessu sinni ætla unglingarnir í æskulýðsfélögunum að fræðast um fátækt og baráttuna gegn henni og safna fé til að styrkja Framtíðarsjóð Hjálparstarfs kirkjunnar.

19 unglingar, ásamt 3 leiðtogum, fara úr æskulýðsfélagi kirkjunnar okkar í Snæfellsbæ.

 

 

Æskulýðsfundur verður næst miðvikdagskvöldið 23. október

Næsti æskulýðsfundur verður næst miðvikdagskvöldið 23. október kl. 19:30.

Ekki verður fundur í kvöld, 16. október.

Loka klukkutími maraþonsins

Nú er lokin á lestrinum, unglingarnir vonandi ánægðir, en við erum himinlifandi yfir áheitunum.   Kærar þakkir!  

Lúkasarguðspjall í Biblíulestrarmaraþoni

Lúkasarguðspjall lesið með jólaguðspjallinu og öllu því sem því tilheyrir.

Börnin að taka til niðri og þvo upp.  Allt á fullu.

Nú er Markúsarguðspjall lesið

Nú er lesið Markúsarguðspjall.

Aðeins meira líf af færast yfir safnaðarheimili, öll vöknuð.  

Síður

Subscribe to RSS - Æskulýðsfélagið