Söfnun velunnara fyrir Ólafsvíkurkirkju

Velunnarar kirkjunnar hafa farið að stað með söfnun svo hægt sé að mála Ólafsvíkurkirkju að innan og aulýst hana í Jökli.

Hér er auglýsing þeirra:

Nú þarf að mála kirkjuna! Við undirritaðir höfum ákveðið að opna reikning í Landsbankanum í Ólafsvík vegna málningarframkvæmda. Nauðsynlegt er að mála kirkjuna að innan og gera við rakaskemmdir. Kirkjan var síðast máluð að innan 1992 og finnst okkur kominn tími til að mála kirkjuna og halda henni við svo að sómi sé að fyrir bæjarbúa og aðra sem í kirkjuna koma. Reikningsnúmerið er 0194-05-401286 Kennitalan er 500269-4999 Hvetjum við alla bæjarbúa og fyrirtæki að leggja okkur lið.

Pétur Bogason, meðhjálpari Sævar Þórjónsson, fyrrverandi formaður sóknarnefndar