Þarft þú að láta skíra?

Ef þú þarft að láta skíra skalt þú hafa samband við sóknarprest og panta tíma sem fyrst.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar til foreldra fyrir skírnarviðtal:

Til foreldra:

  • Skila þarf upplýsingum til prests um nafn barns og kenninafn, fæðingarstað, netfang beggja foreldra og síma, sem og nafn og kennitölu skírnarvotta. Það er oftast gert í viðtali vikunni á undan skírn. 
  • Skráningin verður send þjóðskrá rafrænt eftir athöfn og eru foreldrar beðnir í netpósti um staðfestingu áður en skráningin kemur fram í þjóðská.
  • Hér er ritningarlestur fyrir skírnarvotta.
  • Skírnarvottar (guðfeðgin) skulu vera tveir til fimm, að jafnaði þrír. Þeir þurfa að vera skírðir og að minnsta kosti tveir lögráða.
  • Ef báðir foreldrar eru ekki í sama trúfélagi er barnið sjáfkrafa skráð utan trúfélaga.  Þarf þá að fylla út þetta form til að skrá í rétt trúfélag.
  • Hægt er að fá einfalt skírnarkerti hjá kirkjunni.
  • Samkvæmt gjaldskrá ríkisins er greitt vegna skírnar krónur 6.701,-, auk kílómetragjald vegna aksturs, allt að 24 km í þéttbýli, 60 í dreifbýli, samanlagt allt að 13.301 krónur.  Ekki er greitt ef skírt er í guðsþjónustu.

 
Upplýsingar: