Vel heppnað námskeið

Námskeið um kyrrðarbæn var haldið í Ingjaldshólskirkju í dag, laugardaginn 8. september. Samdómaálit viðstaddra var að vel til tókst. Kærar þakkir til allra sem hjálpuðu til með námskeiðið. Vonandi verður það til að áfram verður unnið með kyrrðarbæn (centering prayer) á svæðinu og fleiri námskeið í hugleiðingu.