Kirkjuafmæli í ár

Tvö kirkjuafmæli verða í ár.

Ingjaldshólskirkja var vígð 11. október 1903 og er talin elsta steinsteypta kirkja heims. Hún verður því 110 ára í ár.

Brimilsvallakirkja var vígð 28. október 1923 og er fyrsta kirkjan á Brimilsvöllum. Brimilsvallakirkja verður því 90 ára í ár.

Fyrirhugað er að halda upp á afmælin, á Brimilsvöllum í uppskeruguðsþjónustunni 25 ágúst eða sunnudaginn 27. október. og á Ingjaldshóli 13. október. Þó ekki sé um aldar eða hálfrar aldar afmæli verður alla vega eitthvað gott með kaffinu og ástæða til að minnast tímamótanna.

Nánar auglýst síðar.