Orðskv. 4:10-15

Laugardagur, 6 júlí, 2013 - 18:15

Hlustaðu, sonur minn, og gefðu gaum að orðum mínum, 
þá verða æviár þín mörg. 
Ég vísa þér veg spekinnar 
og leiði þig á braut ráðvendninnar, 
á göngunni verður leið þín ekki þröng 
og hlaupirðu muntu ekki hrasa. 
Varðveittu leiðsögnina og slepptu henni ekki, 
varðveittu hana því að hún er líf þitt. 
Farðu ekki brautir ranglátra 
og gakktu ekki á vegi vondra manna. 
Sneiddu hjá honum, farðu hann ekki, 
snúðu frá honum og farðu fram hjá.