Helgihald um jólin
Primary tabs
Margt verður í boði í kirkjum prestakallsins um jólin.
Í fyrsta sinn í mörg ár verður boðið upp á miðnæturguðsþjónustu á jólanótt í Ólafsvíkurkirkju.
Helgistund verður á dvalar- og hjúkrunarheimilnu Jaðar á jóladag og í ár verður aftansöngur á aðfangadagskvöld í Ingjaldshólskirkju.
Í Ingjaldshólskirkju mun hljómsveitin Ungmennafélagið sjá um tónlist í jólaguðsþjónustunni annan í jólum og notað verður léttara form.
24. desember aðfangadagskvöld
- kl. 18 aftansöngur í Ingjaldshólskirkju.
- kl. 23 miðnæturguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.
25. desember jóladag
- kl. 14 helgistund á Jaðri.
- kl. 21 ljósaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju.
26. desember annan í jólum kl. 14 hátíðarguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju.
31. desember gamlársdag kl. 16 hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.
Komum saman í kirkjunum okkar á fæðingarhátíð frelsarans og um áramót.
- Deila á Facebook
- Facebook Like
- Google Plus One
- Skráðu þig inn til að skrifa ummæli
- 16093 séð