Atburðir

Landsmót ÆSKÞ í Snæfellsbæ og guðsþjónusta

Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar verður haldið í Snæfellsbæ helgina 25.-27. október. Mikið verður um að vera á þessu stærsta móti ársins í þjóðkirkjunni. Vel á þriðja hundrað unglingar taka þátt. Mótið verður sett í Klifi á föstudagskvöld af biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttir. Mótinu verður slitið með glæsibrag í guðsþjónustu í Ólafsvíkurkirkju klukkan 11, sunnudaginn 27. október. Vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, prédikar. Félagar úr hljómsveitinni Melophobia sjáum um tónlistina. Allir velkomnir í guðsþjónusta.

Kvöldguðsþjónusta með Taize

Kvöldguðsþjónusta með Taize verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 20 sunnudaginn 20. október.

18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð - Dagur heilbrigðisþjónustunnar.

Frá klukkan 20 á sunnudag 20. október verður ókeypis dagskrá í kirkjunni fyrir alla í boði unglinganna okkar í æskulýðsfélaginu.  Þau eru með kærleiksmaraþoni að safna áheitum fyrir þátttöku á landsmót ÆSKÞ  í Snæfellsbæ 25.-27. október.

 

Maraþonið hefst með kvöldguðsþjónustu kl. 20 þar sem stemningin verður létt og ljúf.

 

Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu (um 20:45) og  bingó, andlitsmálningu og gott skap. Allt að kostnaðarlausu.

 

Gengið verður um og gerð góðverk laugardaginn 19. október, líklega frá um 14-15, meðal annars hjálpað til við bílaþvott á planinu hjá ÓK, boðið upp á að þvo bíla á Hellu, Hellissandi og viðskiptavinir aðstoðaðir í Kassanum og Hraðbúðinni.

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: 5Mós 10.12-14

Pistill: 1Jóh 2.7-11

Sálmar: 956, 748, 835; 749, (+884 almenn kirkjubæn), 913.

Messa í Ólafsvíkurkirkju

Messa í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 6. október kl. 14. Altarisganga

Kökubasar eftir athöfn á vegum æskulýðsfélagsins. Safnað er í ferð á landsmót Æskulýðsfélaganna hér í Snæfellsbæ 25.-27. október.

 

16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: Slm 130

Pistill: Fil 1.20-26

Guðspjall: Jóh 11.19-27

Sálmar: 865,875,54; 848,714, 886, 56.

Messa í Ingjaldshólskirkju

Messa í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 6. október kl. 11.

Kökubasar eftir athöfn á vegum æskulýðsfélagsins. Safnað er í ferð á landsmót Æskulýðsfélaganna hér í Snæfellsbæ 25.-27. október.

 

16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: Slm 130

Pistill: Fil 1.20-26

Guðspjall: Jóh 11.19-27

Sálmar: 297 (1.-4.v.), 3 (1.v.), 38 (1.,2., 4.v.); 402, 587 (1.-4.v.), 241, 56.

Framhaldsaðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar

Framhaldsaðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar og kirkjugarðs  er fyrirhugaður mánudaginn 7. október kl. 20 í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju.

Dagskrá er meðal annars kosningar og önnur mál.