Atburðir

Kirkjudagur aldraðra í Ólafsvíkurkirkju

Sameiginleg messa safnaðanna í Snæfellsbæ verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 14 á uppstigningardag, 30. maí.
Kirkjudagur aldraða.

Sóknarprestarnir þjóna fyrir altari og ræðumaður verður séra Arnaldur Máni Finnsson. Altarisganga.

Eldri borgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Rúta fer frá N1 á Hellissandi kl. 13:40 fer um Rif og kemur við á Jaðri.

Vinafélag eldri borgara býður upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu.  Félögin sem sjá um kaffið á vegum þess eru Slysavarnadeildin Sumargjöf, Kvenfélag Ólafsvíkur og Rauði kross Íslands, Snæfellsbæjardeild.

 

Æfing fyrir kórfélaga í kirkjukórum Snæfellsbæjar verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 13  sama dag.

Uppstigningardagur

Litur: Hvítur.

Textaröð: B

Lexía: Slm 110.1-4

Pistill: Ef 1.17-23

Guðspjall: Lúk 24.44-53

Sálmar: 504, 30, 167; Heyr mína bæn, 47, 241, 526.

Hestamannaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju

Haldin verður hestamannaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju sunnudaginn 19. maí klukkan 14.

Hópreið verður til kirkju frá hesthúsunum í Fossárdal kl. 13.

 

4. sunnudagur eftir páska (cantate)

Litur: Hvítur.

Lexía: 5Mós 1.29-33

Pistill: 1Jóh 4.10-16

Guðspjall: Jóh 15.12-17

Sálmar: 591, 29 (1.v.), 718; Á sprengisandi, vikivaki.

Almennur bænadagur í Ingjaldshólskirkju

Guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 12. maí klukkan 14.

Almennur bænadagur að vori.

 

3. sunnudagur eftir páska (iubilate)

 

Litur: Hvítur.

 

Textaröð: B

 

Lexía: Slm 126

Pistill: 2Kor 4.14-18

Guðspjall: Jóh 14.1-11

Sálmar: 367, 41, 408; 366, 357.

Aðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar

Aðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar og kirkjugarðs  er fyrirhugaður mánudaginn 20. maí kl. 20 í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju.

Dagskrá er meðal annars skýrsla stjórnar og sóknarprests, reikningar 2018, kosningar og önnur mál.

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar og kirkjugarða Ólafsvíkursóknar er fyrirhugaður mánudaginn 13. maí kl. 20 í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju.

Dagskrá er meðal annars skýrsla stjórnar og sóknarprests, reikningar 2018, kosningar og önnur mál.

 

ATHUGIÐ BREYTTAN FUNDARTÍMA.