Auglýsing um prestskosningu í Staðastaðarprestakalli

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur samkvæmt lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997, með síðari breytingum, og starfsreglum um val og veitingu prestsembætta nr. 1109/2011, ákveðið að kosning sóknarprests í Staðastaðarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmi fari fram milli kl. 10:00-18:00, laugardaginn 2. nóvember 2013 í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi.

Kjörskrá liggur frammi til sýnis á biskupsstofu, Laugavegi 31, Reykjavík á skrifstofutíma og hjá prófasti Vesturlandsprófastsdæmis, að Borg á Mýrum, frá 9. október til og með 1. nóvember 2013. Kjörskráin verður einnig birt á vef þjóðkirkjunnar.

Kærur til breytinga á kjörskrá þurfa að hafa borist kjörstjórn að biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík fyrir miðnætti föstudaginn 18. október 2013. Kærur má senda á netfangið hanna.sampsted hjá kirkjan.is.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram frá 21. október til og með 1. nóvember 2013 á biskupsstofu, frá kl. 09:00 til 16:00 og hjá prófasti Vesturlandsprófastsdæmi, að Borg á Mýrum, samkvæmt samkomulagi.

Reykjavík, 1. október 2013
f.h. kjörstjórnar vegna almennra prestskosninga
Hjördís Stefánsdóttir, formaður.