Orðskviðirnir 20:9-13

Laugardagur, 3 ágúst, 2013 - 11:30

Hver getur sagt: „Ég hef haldið hjarta mínu hreinu, 
ég er hreinn af synd?“ 
Tvenns konar vog og tvenns konar mál, 
hvort tveggja er Drottni andstyggð. 
Jafnvel má þekkja af verkum barnsins 
hvort athafnir þess eru hreinar og einlægar. 
Eyrað sem heyrir og augað sem sér, 
hvort tveggja hefur Drottinn skapað. 
Elskaðu ekki svefninn svo að þú verðir ekki snauður, 
opnaðu augun, þá muntu mettast af brauði.