Vefsíður um kirkju og trúmál

Klúbburinn: Spilakvöld

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 20/11/2019 - 22:58

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára, verður á sínum stað kl. 18:00 á morgun. Við munum hittast í Kristniboðsalnum og spila nokkur vel valin spil saman. Við munum líka fá svar við spurningunni: Hver var Jesús eiginlega? Sjáumst!

Samkoma í kvöld, 20. nóvember

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 20/11/2019 - 13:10

Á samkomu í Kristniboðssalnum í kvöld kl 20 mun Skúli Svavarsson fjalla um hina nafnlausu eiginkonu Lots og einnig fáum við fréttir af starfinu. Eftir samkomu er boðið upp á kaffi og kruðerí. Allir hjartanlega velkomnir

Utanríkisráðuneytið styrkir nýtt menntunarverkefni í Pókot í Keníu

Kristniboðssambandið - Fim, 14/11/2019 - 22:41

Á mánudag undirrituðu Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK, og Vilhjálmur Wiium hjá þróunarsamvinnusviði utanríkisráðuneytisins samning um byggingar við þrjá framhaldsskóla í norðurhluta Pókothéraðs á starfssvæði sem áður heyrði undir Kongelai. Byggðar verða heimavistir við tvo stúlknaskóla, lokið við heimavist við þann þriðja og byggður matsalur með eldhúsi. Mun þetta bæta úr brýnni þörf og efla stúlkur til náms.

Framlag ráðuneytisins er 17 og hálf milljón, framlag SÍK tæpar tvær milljónir og framlag heimamanna rúmar tvær milljónir. Á myndinni takast þeir í hendur, Ragnar og Vilhjálmur, að lokinni undirritun við vegg ráðuneytisins með heimsmarkmiðum SÞ.

Jólabasar á laugardag

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 13/11/2019 - 16:35

Árlegur jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum á laugardag, 16. nóvember, kl. 14-17 í Kristniboðssalnum. Fjöldi muna verður til sölu, smákökur og annað bakkelsi, happdrætti, kaffi og vöfflur.

Ljósbrot kemur í heimsókn á söngsamkomu

Kristniboðssambandið - Þri, 12/11/2019 - 13:39

Annað kvöld , miðvikudaginn 13. nóvember verður samkoma þar sem áhersla verður á mikinn almennan söng og einnig mun kvennakór KFUK, Ljósbrot koma og syngja undir strjórn Keith Reed. Ásta Bryndís Schram, fromaður Kristniboðssambandsins hefur hugleiðingu.

Efti samkomuna er boðið upp á kaffi og meðlæti og því tilvalið að setjast niður og njóta samfélagsins. Allir hjartanlega velkomnir

Kaffisala og samkoma á Kristniboðsdaginn

Kristniboðssambandið - Fim, 07/11/2019 - 16:15

Kristniboðsdagurinn er sunnudaginn 10. nóvember. Samkvæmt venju munu starfsmenn Kristniboðssambandsin heimsækja nokkrar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu til að segja frá starfinu og predika. Í kristniboðssalnum mun Kristniboðsfélag karla halda sína árlegu kaffisölu til styrktar starfinu. Kaffisalan hefst kl 14 og stendur til kl 17. Verð fyrir fullorðna er 2500kr og 1000kr fyrir börn. Þegar kaffisöluni lýkur, eða kl 17, verður svo samkoma í salnum þar sem Bjarni Gíslason, kristniboði og framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kikrjunnar talar og Bryndís Reed mun syngja einsöng við undirleik Keith Reed. Á samkomunni er boðið upp á túlkun yfir á ensku og sunnudagaskóli er fyrir börnin á meðan henni stendur. Allir hjartanlega velkomnir

Klúbburinn: Keiluferð

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 06/11/2019 - 20:29

Klúbburinn verður á sínum stað á morgun. Farið verður í keilu í Keiluhöllinni, Egilshöll. Mæting verður kl. 18 við aðalinnganginn að Keiluhöllinni. Boðið verður upp á að hittast kl. 17:00 á skrifstofu Kristniboðssambandsins, 2. hæð, og taka þaðan strætó (nr. 4 frá Miklubraut v/ Kringlu) með Ólafi Jóni og Dagnýju. Foreldrar eru beðnir að boða komu barns síns í strætó og keilu með því að senda tölvupóst á olafur@sik.is og gefa þar með leyfi sitt fyrir ferðinni. Eftir keilu-leikinn eru foreldrar beðnir að sækja börn sín kl. 19:30, Egilshöll.

Við biðjum þátttakendur að greiða 500 kr. fyrir keiluna.

Sími Ólafs Jóns er s. 616 6152 ef þarf að ná í hann á morgun.

Samkoma í kvöld 6. nóv

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 06/11/2019 - 10:31

Umfjöllun um kvenpersónur Biblíunar heldur áfram og á samkomunni í kvöld mun Bjarni Gíslason fjalla um Söru, konu Abrahams. Einnig fáum við fréttir af kristniboðsstarfinu. Samkoman hefst kl 20 og að henni lokinni er boðið upp á kaffi og kruðerí. Verið hjartanlega velkomin

Hvar liggja tækifærin? – hugmyndafundur um kristilega fjölmiðlun

Kristniboðssambandið - Þri, 05/11/2019 - 15:24

Í haust fengum við góðan gest frá Bandaríkjunum, Ron Harris frá MEDIAlliance í Texas, kristniboðssamtök sem stuðla að útbreiðslu fagnaðarerindisins í gegnum ljósvakamiðla nútímans. Þessi samtök koma ma. að þjálfun starfsfólks SAT7 sjónvarpskristniboðsins sem Kristniboðssambandið styrkir. Í tilefni af heimsókn Rons í haust var boðað til fundar fyrir áhugafólk um notkun ljósvakamiðla í boðun fagnaðarerindisins. Á fundinn mætti góður hópur fólks úr hinum ýmsu kirkjum og myndaðist góð stemmning og eining á fundinum og mikill áhugi á að gera eitthvað meira á þessu sviði hér á landinu okkar. Ákveðið var að stofna facebookhóp sem er opinn öllum áhugasömum og einnig að stoppa ekki þarna heldur að hittast aftur og halda áfram hugmyndavinnu og umræðum. Því er boðað aftur til fundar núna laugardaginn 9. nóvember í Kristniboðssalnum og eru allir velkomnir á fundinn sem áhuga hafa á málefninu. Með ljósvakamiðlum er átt við sjónvarp, útvarp og dagblöð en ekki síst hina nýju miðla, samfélagsmiðlana sem allir hafa aðgang að. Facebook, Instagram, Snapchat, podcast, Youtube og svo má afram telja

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

11:00 Helga Vilborg Sigurjónsdóttir frá Kristniboðssambandinu
býður fólk velkomið
Hafsteinn G. Einarsson útvarpsstjóri Lindarinnar, færir
okkur fréttir af ráðstefnu MediaAlliance í október.

11:45 Hádegisverður (allir leggja 1.000 kr. í púkkið)

12:20 ERINDI úr ýmsum áttum.
13:15 Kaffihlé
13:20 Skipt í vinnuhópa.
14:00 Samantekt. Talsmenn hópa tjá sig um helstu niðurstöður
og næstu skref.
14:30 Lok

Skrifstofan lokuð í dag 4. nóv

Kristniboðssambandið - mánud., 04/11/2019 - 10:36

Vegna veikinda og orlofa starfsfólks verður skrifstofan lokuð ídag, mánudaginn 4. nóvember. Basarinn í Austurveri er opinn kl 11- 18 og getur sinnt flestum erindum kristniboðssambandsins. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Vegna veikinda fellur tónlistarhópur fyrir foreldra og börn niður í dag og einnig verður ekki prjónklúbbur í dag vegna forfalla

Fundur hjá Kristniboðsfélagi karla

Kristniboðssambandið - mánud., 04/11/2019 - 10:31

Í kvöld mánudaginn 4. nóvember verður fundur hjá Kristniboðsfélagi karla. Fundurinn hefst kl 20 og á dagskrá er biblíulestur í umsjá Skúla Svavarssonar. Athygli er vakin á því að fundurinn verður að þessu sinni í kennslustofunni á 2. hæð

Allir karlar velkomnir

Sunnudagssamkoma 3. nóvember

Kristniboðssambandið - fös, 01/11/2019 - 13:24

Þemað á sunnudagssamkomunum í október var Í augum Guðs og nú spurjum vð spurningarinnar: Er Guð blindur?
Ræðumaður: Daníel Steingrímsson
Helga Vilborg leiðir lofgjörðina
Sunnudagaskóli fyrir börnin á meðan samkomu stendur
Eftir samkomu er seldur matur á vægu verði: Fullorðnir kr. 1000 börn 6- 15 ára: 500, börn yngir en 6 ára: frítt, hámark 2500 á fjölskyldu
Allir hjartanlega velkomnir

Samkoma í kvöld- Mirjam

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 30/10/2019 - 09:17

Áfram heldur umfjöllun um persónur Biblíunnar og á samkomu í kvöld mun Helga Vilborg Sigurjónsdóttir fjalla um Mirjam. Samkoman hefst kl 20 og að henni lokinni er upplagt að setjast niður með góðan kaffibolla og meðlæti og njóta samfélagsins. Allir hjartanlega velkomnir

Landsmóti 2019 lokið

ÆSKÞ - Þri, 29/10/2019 - 14:42

Landsmóti 2019 er nú lokið. Gekk mótið frábærlega og voru þátttakendur og leiðtogar til fyrirmyndar. Mótsnefnd vill þakka öllum sem komu á mótið eða tóku á einhvern þátt í undirbúningi og skipulagningu kærlega fyrir samvinnuna og samveruna.

Við höfum þegar hafið undirbúning og skipulagningu fyrir landsmót 2020, en það verður haldið á Sauðárkróki. Þeir sem hafa ábendingar eða vilja leggja eitthvað af mörkum í tengslum við það endilega hafið samband.

Þá er hægt að nálgast óskilamuni í Neskirkju, en áður en þið mætið á svæðið er best að kíkja á myndir af því sem við höfum: Óskilamunir 2019 og senda póst á joninasif@aeskth.is til að ganga úr skugga um að einhver geti tekið á móti ykkur.

 

The post Landsmóti 2019 lokið appeared first on Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar.

Vel heppnuð afmælishátíð að baki

Kristniboðssambandið - sun, 27/10/2019 - 20:24

Hátíðarsamkoma vegna 90 ára afmælis SÍK í ár var haldin sunnudaginn 20. október í Lindakirkju og var sótt af um 300 manns. Dagskráin var fjölbreytt og margir hafa haft orð á því hve vel hafi tekist til. Í samskot komu á 4 hundrað þúsund krónur. Við þökkum öllum sem glöddust með okkur þennan dag. Kynnar á samkomunni voru formenn kristniboðsfélaga karla og kvenna í Reykjavík, þau Elísabet Jónsdóttir og Halldór Konráðsson. Á meðfylgjandi mynd sést einnig vegleg blómaskreyting sem barst frá KFUM og KFUK á Íslandi en mikið samstarf hefur verið á milli þessara samtaka í áratugi.

Landsmót gengur vel

ÆSKÞ - lau, 26/10/2019 - 10:54

Nú er líður senn að því að landmót sé hálfnað. Ferðalagið að mótið gekk í stórum dráttum vel þrátt fyrir að smá tafir hafi verið á rútum vegna veðurs og smávægilegrar bilunar.

Þátttakendur hafa verið til sóma og tekið virkan þátt í dagskrá mótsins, en þau hafa meðal annars farið í ratleik um Ólafsvík, Sundlaugar partý, fræðslu, helgistund og kvöldvöku.

Maturinn á mótinu er í höndum kvennfélagsins, þær hafa hrósað þátttakendum fyrir kurteisi og dugnað við frágang.

Við hlökkum til framhaldsins og vonum að mótið verði gleðilegt fyrir alla.

Vegna nýrra persónuverndarlaga er minna um myndir af mótinu en oft áður, en þó mun einhverjar myndir birtast á instagram síðunni okkar undir merkinu #Landsmot og #SkapandiLandsmot

The post Landsmót gengur vel appeared first on Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar.

Lansmót ÆSKÞ hefst í dag

ÆSKÞ - fös, 25/10/2019 - 14:18

Nú er loksins komið að því sem allir bíða eftir lungað úr árinu. Landsmót ÆSKÞ hefst í dag. Rúturnar eru allar lagðar af stað og nálagst Ólafsvík hratt og örugglega.

Skipulagning mótsins hefur gengið vel og það er spennandi tilhugsun að taka á móti þátttakendum og leiðtogum. Við sem stöndum að mótinu höfum lagt töluverða vinnu í undirbúning en þó er það þannig að mótið stendur og fellur með öllum þeim frábæru leiðtogum sem taka koma með hópa á mótið.

Við hlökkum til að hitta ykkur öll og eiga góða helgi saman.

The post Lansmót ÆSKÞ hefst í dag appeared first on Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar.

Klúbburinn í kvöld: Naómí, Rut og leiklist

Kristniboðssambandið - Fim, 24/10/2019 - 14:12

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára, verður á sínum stað kl. 18 í kvöld. Við munum fjalla um vináttu Rutar og Naómí og sögu þeirra. Við munum líka fara í spuna-/leiklistarleiki og setja upp stuttan leikþátt út frá biblíusögu. Öll börn á aldrinum 11-13 ára velkomin!

Fræðslukvöld um Esterarbók

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 23/10/2019 - 09:08

Í kvöld, miðvikudaginn 23. október kl. 20, verður fræðslukvöld í Kristniboðssalnum. Hermann Bjarnason talar um Ester drottningu og Esterarbók. Eftir stundina er boðið upp á kaffi og kruðerí. Allir hjartanlega velkomnir

Fundur hjá Kristniboðsfélagi karla

Kristniboðssambandið - mánud., 21/10/2019 - 14:13

Í kvöld, mánudaginn 21. október verður fundur hjá Kristniboðsfélagi karla í Kristniboðssalnum kl 20. Ræðumaður er sr. Ólafur Jóhansson. Allir karlar velkomnir

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Vefsíður um kirkju og trúmál