Vefsíður um kirkju og trúmál

Björn Inge og UL á samkomu 18. september

Kristniboðssambandið - 5 klukkutímar 9 mín síðan

Á samkomu annaðkvöld, miðvikudaginn 18. september fáum við að heyra frá ferð sem hópur ungmenna fór til Noregs í sumar. Undanfarin ár hefur íslenskum ungmennum verið boðið af ungliðahreyfingu NLM, sem eru systursamtök okkar í Noregi, að taka þátt í landsmóti þeirra sem í sumar var haldið í Kongeparken í Stavanger. Tæplega 20 ungmenni á aldrinum 16- 20 ára fóru á mótið ásamt farastjórum og var einn þeirra Björn Inge Furnes Aurdal sem er starfsmaður Kristilegu Skólahreyfingarinnar. Hann mun einnig vera ræðumaður kvöldsins. Eftir samkomu er kaffi og meðlæti að venju. Allir hjartanlega velkomnir!

Heimsókn frá Bandaríkjunum

Kristniboðssambandið - fös, 13/09/2019 - 14:31

Ron Harris forseti MEDIAlliance samtakanna í Dallas, Texas er í heimsókn hér á landi nú um helgina. MEADIAlliance eru kristniboðssamtök sem vinna að því að þjálfa og leiðbeina kristnu fólki í kirkjum um allan heim í að nota ljósvakamiðla (sjónvarp, útvarp, net og samfélagsmiðla) við boðun fagnaðarerindisins. Á morgun laugardaginn 14. september gefst áhugasömum að koma í Kristniboðssalinn kl 11- 13 þar sem Ron mun segja frá starfsemi MEDIAlliance en einnig vill hann fræðast um stöðu mála á þessu sviði í krikjum og kristilegum samtökum hér á Íslandi og finna út hvernig MEDIAlliance getur sem best komið að liði en til stendur að teymi frá þeim komi hingað til lands á næsta ári og haldi ráðstefnu um þetta málefni. Ron mun síðan tala á samkomu í Kristniboðssalnum sunnudaginn 15. september kl 17.

Ron Harris ásamt Hafsteini Einarssyni útvarpsstjóra á kristilegu útvarpsstöðinni Lindinni í morgun

Klúbburinn hefst í kvöld

Kristniboðssambandið - Fim, 12/09/2019 - 10:53

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir börn í 6.-8. bekk hefur göngu sína í kvöld kl 18. Við byrjum á því að fara í nokkra hressa leiki og svo verður Kristniboðssambandið kynnt á meðan við bökum pítsu. Samverunni lýkur kl. 19:30.

Meira um Klúbbinn:
Samverur verða aðra hverja viku kl. 18-19:30 í húsakynnum Kristniboðssambandins, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð. Biblíusögur, bænir, leikir, föndur og margt fleira þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér: www.sik.is/born-og-ungmenni/ og í síma 5334900.

Umsjónarmaður Klúbbsins er Ólafur Jón Magnússon, sérsþjónustuprestur og starfsmaður SÍK. Hægt er að senda honum fyrirspurnir á olafur@sik.is.

Kjötsúpukvöld og söngsamkoma í kvöld

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 11/09/2019 - 13:59

Í kvöld, miðvikudaginn 11. september kl 18, heldur Kristniboðsfélag karla sitt árelga kjötsúpukvöld. Kjötsúpan kostar 2000 kr á manninn og rennur allur ágóði í kristniboðsstarfið. Kl 20 hefst svo samkoma þar sem mikið verður sungið og Ragnar Gunarsson, framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins hefur hugleiðingu. Allir hjartanlega velkomnir

Fagnaðarerindið á öldum ljósvakans- heimsókn frá Bandaríkjunum

Kristniboðssambandið - mánud., 09/09/2019 - 14:20

13.- 17. september nk. eigum við von á góðum gesti frá Bandaríkjunum en það er Ron Harris frá MEDIAlliance kristniboðssamtökunum í Dallas, Texas. MEDIAlliance samtökin vinna að kristniboði út um allan heim með því að kenna og leiðbeina kirkjum og kristilegum samtökum hvernig nýta má sem best ljósvakamiðla þe. fjölmiðla ýmiskonar, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, til boðunar fagnaðarerindissins. Til stendur að teymi frá MEDAlliance komi hingað til lands á vordögum og verði með ráðstefnu en Ron Harris sem er formaður og stofnandi samtakana kemur hingað núna til að undirbúa þessa ráðstefnu. Laugardaginn 14. september verður fundur með honum í Kristniboðssalnum kl. 11- 13 þar sem hann vill hitta sem flesta leiðtoga í kirkjum og kristilegu starfi og aðra sem áhuga hafa á málefninu til að geta betur áttað sig á stöðunni hér í þessum efnum og hvernig teymi frá MEDIAlliance myndi nýtast best hér. Hann mun einnig heimsækja útvarpsstöðina Lindina og einhverjar kirkjur og sunnudaginn 15. september kl 17 mun hann tala á samkomu í Kristniboðssalnum. Allir eru velkomnir á fundinn 14. sept. en gott væri ef þátttakendur sendu línu á helga.vilborg@sik.is til að skrá sig þar sem boðið verður upp á léttan hádegisverð.

Ron Harris, formaður MEDIAlliance

Kristniboðsfélag karla 9. sept

Kristniboðssambandið - mánud., 09/09/2019 - 13:52

Í kvöld kl 20 verður fundur í kristniboðssalnum hjá Kristniboðsfélagi karla. Efni fundarins er biblíulestur í umsjá Skúla Svavarssonar, kristniboða

Allir karlar velkomnir

Kjötsúpukvöld 11. september

Kristniboðssambandið - mánud., 09/09/2019 - 13:35

Miðvikudaginn 11. september kl 18 heldur Kristniboðsfélag karla sitt árlega kjötsúpukvöld. Verðið er 2000 kr á mann og rennur allur ágóði til kristniboðsstarfins. Allir velkomnir

Sunnudagsamkoma 8. september

Kristniboðssambandið - lau, 07/09/2019 - 19:51

Yfirskrift samkomunnar á morgun 8. september er: Hvað er náð?
Ræðumaður er Skúli Svavarsson, kristniboði
Sigurður Bjarni Gíslason leiðir lofgjörðina Mæðgurnar Helga Vilborg og Margrét Helga syngja
Sunnudagaskóli fyrir börnin í umsjá Ásu Hrannar Magnúsdóttur
Boðið upp á túlkun á ensku
Kröftug lofgjörð, kærleiksríkt samfélag og fyrirbæn
Eftir samkomuna er í boði að kaupa ljúffenga máltíð gegn vægu gjaldi.
Allir hjartanlega velkomnir!

Sunnudagssamkomur í kristniboðssalnum eru á vegum Kristniboðssambandsins og Salts kristins samfélags

Nýtt æskulýðsstarf fyrir börn hefst 12. september

Kristniboðssambandið - Fim, 05/09/2019 - 16:13

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir börn í 6.-8. bekk hefur göngu sína fimmtudaginn 12. september kl 18. Samverur verða aðra hverja viku kl. 18-19:30 í húsakynnum Kristniboðssambandins, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð. Biblíusögur, bænir, leikir, föndur og margt fleira þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar hér: www.sik.is/born-og-ungmenni/ og í síma 5334900.

Umsjónarmaður Klúbbsins er Ólafur Jón Magnússon, sérsþjónustuprestur og starfsmaður SÍK. Hægt er að senda honum fyrirspurnir á olafur@sik.is.

Samkoma í kvöld 4. september- Bæn Hönnu

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 04/09/2019 - 09:52

Á samkomunni í Kristniboðssalnum í kvöld kl 20 mun Halldóra Lára Ásgeirsdóttir hafa hugleiðingu um bæn Hönnu. Söngur, lofgjörð, bæn og samfélag. Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir hjartanlega velkomnir.

Íslenskukennslan byrjar á morgun- Icelandic classes starting tomorrow

Kristniboðssambandið - mánud., 02/09/2019 - 16:59

Á morgun kl 9:30 hefst íslenskukennsla fyrir útlendinga í Kristniboðssalnum aftur eftir sumarfrí. Kennt verður á þriðjudögum og föstudögum kl 9:30- 11:30 Kennari verður Helga Vilborg Sigurjónsdóttir en henni til aðstoðar er hópur sjálfboðaliða. Nýir nemendur eru alltaf velkomnir að bætast í hópinn.

Free Icelandic classes for foreigners are starting in Kristiboðssalurinn again tomorrow at 9:30. The classes will take place on Tuesdays and Fridays from 9:30- 11:30. Teacher is Helga Vilborg Sigurjónsdóttir and a group of volunteers will be assisting her. New students are always welcome to join the classes.

why learn a foreign language_Spanish Schools in Mexico at Chac-mool Spanish Schools

Sunnudagssamkoma 1. september

Kristniboðssambandið - fös, 30/08/2019 - 15:35

Yfirskrift samkomunnar er Fyrirgefur Guð allt?
Ræðumaður er Haraldur Jóhannsson
Boðið upp á túlkun yfir á ensku
Sunnudagaskóli fyrir börnin í umsjá Hörpu Vilborgar Schram
Eftir samkomuna verður seldur ljúffengur matur á vægu verði
Kærleiksríkt samfélag
Allir hjartanlega velkomnir

Sunnudagssamkomur í Kristniboðssalnum eru á vegum Salts kristins samfélags og Kristniboðssambandsins

Basarinn og Jaírus á samkomu í kvöld

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 28/08/2019 - 09:16

Á samkomunni í kvöld, miðvikudaginn 28. ágúst kl 20, mun Karl Jónas Gíslason kristniboði og kaupfélagsstjóri Basarsins segja frá starfsemi nytjamarkaðsins okkar í Austurveri. Hann mun einnig vera með hugleiðingu um Jaírus.

Kaffi og meðlæti í boði eftir samkomuna og allir hjartanlega velkomnir

Fundur í Kristniboðsfélagi karla í kvöld 26. ágúst

Kristniboðssambandið - mánud., 26/08/2019 - 10:23

Fyrsti fundur í Kristniboðsfélagi karla á þessu hausti verðu á heimili Kristjáns og Huldu, Svölutjörn 8 Reykjanesbæ 26. ágúst og hefst kl.20. Aðrir fundir verða haldnir í Kristniboðssalnum annan hvern mánudag, frá og með 9. september.  Á fundum er ýmist biblíulestrar eða annað uppbyggilegt og fræðandi efni. Kristniboðsfélag karla er kærleiksríkt samfélag.

Allir karlmenn eru velkomnir.

1,2,og3! Sunnudagssamkoma 25. ágúst

Kristniboðssambandið - fös, 23/08/2019 - 14:20

Ræðumaður er Guðlaugur Gunnarsson
Kynning á vetrarstarfinu í Kristniboðssalnum
Lofgjörð og kærleiksríkt samfélag
Samvera fyrir börnin
Allir hjartanlega velkomnir

Sunnudagssamkomur í Kristniboðssalnum eru á vegum Kristniboðssambadsins og Salts kristins samfélags

Kristniboðsfélög karla og kvenna hefja starfsemi eftir sumarfrí

Kristniboðssambandið - Fim, 22/08/2019 - 09:38

Kristniboðsfélag karla heldur fyrsta fund vetrarins mánudagskvöldið 26. ágúst kl 20. Þessi fyrsti fundur verður haldinn heima hjá Kristjáni og Huldu, Svölutjörn 8 í Reykjanesbæ. Fyrsti fundurinn Kristniboðssalnum verður svo mánudaginn 9. september kl 20 og svo annan hvern mánudag eftir það. Allir karlar velkomnir

Kristniboðsfélag kvenna heldur sinn fyrsta fund þetta misserið fimmtudaginn 19. september og svo annan hvern fimmtudag eftir það. Samverurnar hefjast með kaffi kl. 16 og svo hefst sjálfur fundurin kl 17. Allar konur velkomnar

Samkoma í kvöld

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 21/08/2019 - 09:43

Almenn samkoma verður í Kristniboðssalnumí kvöld, miðvikudaginn 21. ágúst, kl 20. Sveinbjörg Björnsdóttir hefur vitnisburð, Helga Vilborg Sigurjónsdóttir hefur hugleiðingu og Bjarni Gunnarsson verður við flygilinn. Samskot verða tekin til kristniboðsstarfsins. Kaffi og bakkelsi í boði eftir samkomuna. Allir hjartanlega velkomnir

Sunnudagssamkoma 18. ágúst kl 17

Kristniboðssambandið - fös, 16/08/2019 - 12:33

Vitnisburðarsamkoma- Hvað hefur Guð gert fyrir mig?

Á samkomunni gefst tækifæri til að vitna um það sem Guð hefur gert í lífi okkar. Það er mikil blessun og uppörvun fólgin í því að heyra hvernig Guð mætir einstaklingum í kringum okkur í daglegu lífi og einnig blessun að fá að vitna fyrir öðrum.

Sigurður Bjarni Gíslason leiðir lofgjörðina.

Samvera verður fyrir börnin á meðan samkoman stendur yfir í umsjá Margrétar Helgu Kristjánsdóttir

Sunnudagssamkomur í Kristniboðssalnum eru á vegum Salts kristins samfélags og Kristniboðssambandsins

Allir hjartanlega velkomnir!

Haustmarkaður 7. september

Kristniboðssambandið - Fim, 15/08/2019 - 12:15

Árlegur haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður haldinn laugardaginn 7. september kl 12- 16 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60
Til sölu verður brakandi ferskt grænmeti og ávextir, heimabakað brauð, kökur og sultur og ýmis annar varningur.
Eftir innkaupin er svo upplagt að setjast niður og fá sér kaffi og vöfflur með rjóma sem verður til selt verður á staðnum.
Haustmarkaðurinn er liður í fjáröflun Kristniboðssambandsins en allar vörurnar eru gjafir frá fyrirtækjum og einstaklingum og rennur ágóðinn óskiptur til starfsins.

Samkoma í kvöld: Bænamaðurinn Nehemía

Kristniboðssambandið - Miðv.d., 14/08/2019 - 10:13

Velkomin á samkomu í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, kl. 20. Við syngjum saman, Erlend Straume sem nýfluttur er til landsins frá Noregi segir frá sjálfum sér og trú sinni og Ragnar Gunnarsson hefur hugvekju um bænamanninn Nehemía. Kaffi og meðlæti eftir samkomuna.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Vefsíður um kirkju og trúmál