Trú.is

Hvað er Guð að sýsla?

Trú.is - pistlar - mánud., 06/05/2019 - 15:41
Ég sá að prestur nokkur þakkar Guði fyrir að hafa náð að verða edrú; hætta að drekka áfengi. Í fallegum pistli greinir presturinn okkur frá því hvað það þýði fyrir hana að vera án áfengis, hvernig nýtt líf sé – hvaða áskoranir fylgi því að vera edrú. Hún kemst að ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

En hann var mjög stór

Trú.is - postilla - sun, 21/04/2019 - 10:51
Páskarnir fjalla að miklu leyti um slíka steina og hvernig við mætum þeim. Ætlum við sjálf að ráðast á þá eða eigum við okkur þann bandamann í Jesú, í Guði, sem veitir okkur styrk til að sigrast á slíkum fyrirstöðum? Þannig var það í páskasögunni fyrstu. Steininum hafði verið velt frá – en hann var mjög stór.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Jesús gefur okkur hlutdeild í upprisu sinni

Trú.is - postilla - sun, 21/04/2019 - 10:51
Kristin trú getur hjálpað okkur við það verkefni vegna þess að kristin trú er trú vonar og kærleika. Hún er trú hugarfarsins sem eru grunnur verkanna. Hún er trú ábyrgðar gagnvart öllu því sem skapað er. Hún er trú ljóssins og lífsins.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Gleymskan er náðarmeðal hugans.

Trú.is - postilla - fös, 19/04/2019 - 15:36
Sorgin og missirinn og þjáningin varð að eiga sitt rými sínar hugsanir, sem leita farvegs skilnings, sem þegar upp er staðið frá þjáningunni er óskiljanleg. Framandi eins og að heyra að maður hafi verið krossfestur í fjarlægu landi löngu áður en afi og amma fæddust og af því tilefni skyldi ekki vera með neinn galsa. Það væri ekki tilhlýðilegt.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Gleðilega páska

Trú.is - pistlar - Miðv.d., 17/04/2019 - 15:26
Fjöldi fólks leggur leið sína til annarra landshluta eða landa í dymbilvikunni og um páskahelgina. Þar sem hugur minn er gjarnan við Ísafjarðardjúp minnist ég þess hvernig bærinn minn Ísafjörður breyttist á þessum dögum á uppvaxtarárum mínum. Skíðavikan var fastur liður og þar sem ekki var mikið um ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Tímar hrörnunar

Trú.is - postilla - mánud., 15/04/2019 - 17:36
Við lifum jú á tímum hrörnunar. Líftími þess sem við neytum og sjáum er sjaldnast langur. Tækin bila, gott ef það er ekki innbyggt í þau að þau missa þrótt og mátt innan ákveðins tíma.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Í fyllingu tímans

Trú.is - pistlar - mánud., 08/04/2019 - 10:42
„Allt hefur sinn tíma“ stendur á góðum stað. Það gildir um lífið allt,- og fátt virðist hafa meira gildi nú um daga en tíminn. En það er svo yndislegt með tímann að stund tekur við af annarri með nýjum tækifærum. Algengt er að reikna tíma sinn á láréttri línu, en ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Í fyllingu tímans

Trú.is - pistlar - lau, 06/04/2019 - 20:12
„Allt hefur sinn tíma“ stendur á góðum stað. Það gildir um lífið allt,- og fátt virðist hafa meira gildi nú um daga en tíminn. En það er svo yndislegt með tímann að stund tekur við af annarri með nýjum tækifærum. Algengt er að reikna tíma sinn á láréttri línu, en ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Séð með augum annarra

Trú.is - postilla - sun, 10/03/2019 - 10:56
Þegar við stöndum andspænis listaverki – þá fáum við einstakt tækifæri til að víkka út okkar eigin vitund og sjónsvið.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Ný vefslóð fyrir pistla og postillur

Trú.is - pistlar - Þri, 05/03/2019 - 18:32
Pistlar og postillur eru á kirkjan.is. Valhnappur á forsíðu. Skráning er hætt á tru.is og verður framvegis á þjónustuvef. Prestar geta skráð pistla og postillur á þjónustuvef kirkjunnar.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Prédikun á konudaginn í Lágafellskirkju

Trú.is - pistlar - fös, 01/03/2019 - 11:17
Til þjónustu við lífið Náð sé með ykkur og friður, frá Guði sem hefur skapað okkur og endurleyst, og gætir og leiðir allar stundir. Amen. Á degi sem tileinkaður er Biblíunni höfum við heyrt texta lesna hér frá altarinu sem allir fjalla um orð Guðs sem „er lifandi og kröftugt og beittara ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Logandi runnar

Trú.is - postilla - sun, 10/02/2019 - 12:06
Við erum í sporum Móse sem leit hinn logandi runna og úr honum komu boðin um rjúfa vítahringinn, fara úr þrælahúsinu yfir til hins fyrirheitna lands. Logandi runnar og tré, reykjarstókar sem standa upp úr púströrum og strompum ættu með sama hætti að tala til okkar.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Pollapredikun

Trú.is - postilla - sun, 27/01/2019 - 11:02
Það er ekki allt sem sýnist og víst eru hugmyndir okkar um trúna margvíslegar. Ég tefli þessari útgáfu fram, innblásinn af andtaktugri dótturdóttur minni þar sem hún stóð frammi fyrir pollinum góða á göngustígnum.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Ræða Ingva K. Skjaldarsonar á alþjóðlegri bænaviku

Trú.is - pistlar - Fim, 24/01/2019 - 14:19
Ég heilsa ykkur í dag á þessum drottins degi í Jesú nafni. Það er mér bæði ljúft og skylt að flytja ykkur boðskap dagsins því eins og segir í Guðspjalli dagsins þá er andi Drottins yfir mér af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju 2. sd. e. þrettánda, 20. janúar 2019

Trú.is - pistlar - Fim, 24/01/2019 - 11:06
Prédikun flutt við vísitasíu í Seltjarnarneskirkju 2. sd. e. þrettánda, 20. janúar 2019. 1. Sam. 3:1-10; Róm. 1:16-17; Lúk. 19:1-10. Við skulum biðja: Miskunnsami Guð í kærleika þínum er kraftur til umbreytingar. Leyfðu okkur að komast að raun um, að þú getur látið gleði vaxa upp úr sorginni, frið og ...
Flokkar: Vefurinn trú.is

Þú ert nóg…

Trú.is - postilla - Miðv.d., 23/01/2019 - 16:11
Það getur verið kalt á toppnum og með réttu eða röngu var Sakkeus af sínu eigin heimafólki álitinn svindlari, svíðingur. En er það ekki stórkostlegt hvernig kærleiki Guðs er alltaf dýpri og sterkari en okkar mannlegu skoðanir á fólki? „Því að Guð er meiri en hjarta okkar og þekkir allt“ (1 Jóh 3.20).
Flokkar: Vefurinn trú.is

Samkirkjuleg bænavika og fimm upphrópanir

Trú.is - postilla - mánud., 21/01/2019 - 11:43
Mig langar til að vekja athygli ykkar á vikunni og hvetja ykkur til að taka þátt. Bænahópur á netinu á Facebook/Bænavika 18-25 janúar. Ef þið komist á bænastundirnar þá er það fínt en ekki síður að taka þátt í daglegri bæn. Það er bæði heimsráð kirkna og kaþólska kirkjan sem standa að þessari framkvæmd. Í meira en öld hefur kristið fólk komið saman til bæna í Jesú nafni af þessu tilefni.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Niðursokkinn í eigin hugsanir

Trú.is - postilla - sun, 20/01/2019 - 12:26
Einmana nashyrningurinn í dýragarðinum í Berlín verður eins og prestur í lítilli kirkju sem söfnuðurinn hafði svikið.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Forvitni um Guð

Trú.is - postilla - Miðv.d., 16/01/2019 - 15:46
Ég ætla í dag að reyna útskýra texta dagsins sem eru miklu nærtækari og ágengari en virðist í fyrstu. Við sem viljum vera kristin þurfum að lesa biblíuna með opnum huga. Það eru til ágæta leiðbeiningar um það sem eiga eftir að koma fram í máli mínu. Það er forvitnilegt viðfangsefni að læra um Guð.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Múrinn

Trú.is - postilla - sun, 13/01/2019 - 15:10
Voldugi maðurinn sem fann upp gasklefana eða voldugi maðurinn sem vill byggja múr? Er einhver munur hér á í grundvallaratriðum? Báðir með sama markmið því þeir ala á ótta og hræðslu í garð fólks af ákveðnum þjóðfélagsstigum eða trúarbrögðum. Það er óttinn sem sameinar þá og það er óttinn sem sundrar öllum öðrum.
Flokkar: Vefurinn trú.is

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Vefurinn trú.is