Kirkjur í Þjóðkirkjunni

Eftirvænting á kyrrðarstund

Grensáskirkja - 7 klukkutímar 21 mín síðan

Kyrrðarstund þriðjudaginn 26. maí var helguð innilifunaríhugun um síðustu stundir upprisins Jesú með lærisveinunum og eftirvæntingunni eftir krafti heilags anda. Kyrrðarstundirnar halda áfram næstu fimm þriðjudaga, út júní.

Posted by Grensáskirkja on Tuesday, 26 May 2020 Efni kyrrðarstundar 26. maí 2020 var uppstigning Jesú

Hvítasunnudagur í Digraneskirkju

Digraneskirkja - 8 klukkutímar 52 mín síðan

Á Hvítasunnudag, sunnudaginn 31. maí verður Guðsþjónusta í Digraneskirkju kl. 11:00. 
Sr. Helga Kolbeinsdóttir og Lára Bryndís Eggertsdóttir organisti leiða stundina ásamt félögum úr kór Hjallakirkju.
Guðsþjónustan er sameiginleg fyrir Hjallakirkju og Digraneskirkju. 

Vegna aðstæðna er ekki gengið til altaris

Að guðsþjónustu lokinni verður boðið upp á kleinur og konfekt. 

Verið velkomin.

Guðspjall dagsins: Jóh 14.23-31a
Jesús svaraði: „Sá sem elskar mig varðveitir mitt orð og faðir minn mun elska hann. Til hans munum við koma og gera okkur bústað hjá honum. Sá sem elskar mig ekki varðveitir ekki mín orð. Orðið, sem þér heyrið, er ekki mitt heldur föðurins sem sendi mig.
Þetta hef ég talað til yðar meðan ég var hjá yður. En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni mun kenna yður allt og minna yður á allt það sem ég hef sagt yður. Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Þér heyrðuð að ég sagði við yður: Ég fer burt og kem til yðar. Ef þér elskuðuð mig yrðuð þér glöð af því að ég fer til föðurins því faðirinn er mér meiri. Nú hef ég sagt yður það áður en það verður svo að þér trúið þegar það gerist. Ég mun ekki framar tala margt við yður því höfðingi heimsins kemur. Í mér á hann ekkert. En heimurinn á að sjá að ég elska föðurinn og geri eins og faðirinn hefur boðið mér.

Fermingardagar og fermingarfræðsla veturinn 2020-2021

Akureyrarkirkja - 9 klukkutímar 16 mín síðan
Skráning í fermingarfræðslu í Akureyrarkirkju veturinn 2020-2021 opnar fimmtudaginn 28. maí kl. 10.00.Við viljum vekja athygli á mikilvægi þess að skrá fermingarbörnin (árg. 2007) sem fyrst, þó ekki sé búið að ákveða fermingardaginn, svo hægt sé að k...

Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar

Akureyrarkirkja - 11 klukkutímar 16 sek síðan
Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju þriðjudaginn 2. júní kl. 17.00. Venjuleg aðalfundarstörf Engar kosninga Hvetjum sóknarbörn til að mæta.

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnu 31. maí

Grafarvogskirkja - 11 klukkutímar 29 mín síðan

Hátíðarguðsþjónusta verður að morgni hvítasunnudags kl. 11:00 í Grafarvogskirkju.

Prestur er Sigurður Grétar Helgason og organisti er Hákon Leifsson. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

Verið öll velkomin!

Góðverkavika 8. – 12. júní í Akureyrarkirkju fyrir börn í 4.-6. bekk.

Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi - 11 klukkutímar 31 mín síðan

Öll börn sem eru í 4. – 6. bekk grunnskóla eru velkomin að taka þátt í GÓÐVERKAVIKU Akureyrarkirkju. Verkefnin miða öll að því að gera góðverk fyrir umhverfið og náungann og einnig þau sjálf líka!  Við munum spjalla, föndra, fara í leiki, vera með brúðuleikrit, sinna garðyrkju í Lystigarðinum, spila bingó, gefa gleðikort í miðbænum,  fara í ratleik og margt, margt fleira.  Í lokin fá svo allir kveðjuskjal og smá glaðning. Skemmtileg sumarvika, alveg ókeypis fyrir káta krakka. Ekki láta þig vanta

Grafarvogssókn óskar eftir varamönnum í kjörnefnd

Grafarvogskirkja - 12 klukkutímar 6 mín síðan

Laus eru nokkur sæti varamanna í kjörnefnd Grafarvogssóknar.​

Kjörnefnd er virkjuð þegar lausar eru stöður presta í sókninni og þegar biskup og vígslubiskupar eru kosnir. ​

Skilyrði fyrir setu í kjörnefnd er að viðkomandi þurfa að vera skráð í þjóðkirkjuna, vera yfir 16 ára og búa í Grafarvogssókn.​

Sjá nánar í starfsreglum um Val og  veitingu prestembætta nr. 144/2016
https://kirkjan.is/library/Files/Starfsreglur/Starfsreglur%20um%20val%20og%20veitingu%20prestsembætta%20nr.%20144-2016,%20sbr.%201051-2018%20o.fl.pdf

Áhugasamir eru beðnir um að senda póst fyrir kl. 12 þann 26.5.2020 á formadur@grafarvogskirkja.

Skráning fermingarbarna hafin fyrir fermingar 2021

Ástjarnarkirkja - mánud., 25/05/2020 - 21:52

Búið er að opna fyrir skráningu fermingarbarna fyrir árið 2021. Hægt er að komast í skráningaformið með því að þrýsta á hér.

Starfsfólk Tjarnaprestakalls hvetur öll börn sem eru fædd á árinu 2007 til að skrá sig í skemmtilegt og líflegt fermingarstarf sem hefst með sumarnámskeiði 17. ágúst – 20. ágúst næstkomandi.

Dagskrá næsta vetrar er spennandi. Lögð verður áhersla á náungakærleika, vináttu, samkennd, auðmýkt, líkamsvirðingu (e. body positivity), almenna sjálfsstyrkingu og kristindóminn, svo fátt eitt sé nefnt. Við fræðumst um dæmisögur Jesú úr Guðspjöllunum og hvernig við getum nýtt boðskap Jesú Krists í okkar persónulega lífi.

Fastir liðir fermingarfræðslunnar eru meðal annars:

  • Árlegt sumarnámskeið í ágúst.
  • Fermingarferð í Vatnaskóg (gist í eina nótt).
  • Árleg söfnun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar sem endar með pizzuveislu (nóvember).
  • Aðventustund með piparkökum og heitu súkkulaði (síðasti fermingarfræðslutími fyrir jól).
  • Aðstoð við jólaball Ástjarnarkirkju (20. desember).
  • Samverukvöld fermingarbarna og foreldra í kirkjunni sem endar með mini-fermingarveislu.

Auk þessa bröllum við ýmislegt í fermingarfræðslutímum og fáum til okkar ýmsa góða gesti sem hafa mikið og gott fram að færa.

Fermingarfræðslan fer að jafnaði fram fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar klukkan 16:30, nema annað sé tekið fram með góðum fyrirvara.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda tölvupóst á Nóa prest (Sr. Arnór) í póstfangið arnor@astjarnarkirkja.is

 

Hátíðarguðsþjónusta hvítasunnudag 31. maí kl 11

Hafnarfjarðarkirkja - mánud., 25/05/2020 - 15:21
Hafnarfjarðarkirkja

Til staðar fyrir íbúða Hafnarfjarðar í blíðu og stríðu í yfir 100 ár.

Nýjustu færslurnar Fylgstu með á Facebook

Leikjanámskeið KFUM og KFUK

Lindakirkja - mánud., 25/05/2020 - 14:16

KFUM og KFUK verður með leikjanámskeið í Lindakirkju í sumar. Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu KFUM og KFUK: https://www.kfum.is/sumarstarf/leikjanamskeid/

Eins og hindin þráir vatnslindir

Grensáskirkja - mánud., 25/05/2020 - 14:00


Gangadi um Elliðaárdalinn í birtu og yl sumarsins kom þetta fallega biblíuvers í hugann þegar ég gekk framhjá iðandi fossinun:


Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. -Sálmur 42.2.

Já Guð er svo sannarlega allstaðar. Megi kærleiksríkur Guð blessa ykkur í sumar.

Eins og hindin þráir vatnslindir…

Gangadi um Elliðaárdalinn í birtu og yl sumarsins kom þetta fallega biblíuvers í hugann þegar ég gekk framhjá iðandi fossinun:Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. -Sálmur 42.2.

Posted by Fossvogsprestakall – Barna- og æskulýðsstarf on Monday, 25 May 2020

Miðnætur-útimessa á hvítasunnudag

Laugarneskirkja - mánud., 25/05/2020 - 11:10

Á hvítasunnunni fagnar kirkja Krists á jörð afmæli sínu. Við í Laugarneskirkju höldum upp á daginn með miðnætur-útimessu í tóftum hinnar fornu Laugarneskirkju kl. 23 að kvöldi hvítasunnudags, 31. maí.

Tóftirnar eru við mót Sæbrautar og Klettagarða.

Í Laugarnesi hefur verið kirkja frá 13. öld og minnumst við því
með staðarvalinu stofnun heilgrar kirkju í faðmi sögu okkar sjálfra .

Gengið verður frá Laugarneskirkju kl. 22:40, en einnig er hægt að mæta beint á staðinn sjálfan kl. 23.

Fermingarbörn ársins 2020 og ársins 2021 eru sérstaklega boðin velkomin og hvött til að mæta.

Sr. Davíð Þór Jónsson og sr. Hjalti Jón Sverrisson leiða stundina og leika létta og aðgengilega tónlist á gítar og ukulele.

Gleðistund í gefandi umhverfi og góðum félagsskap, sem ekki veitir af eftir það sem við höfum gengið í gegn um sem samfélag.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Hvítasunnudagur, 31. maí

Egilsstaðaprestakall - mánud., 25/05/2020 - 10:40

Egilsstaðakirkja: 

Hátíðarguðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Kór Egilsstaðakirkju

Ássókn í Fellum – Kirkjuselið í Fellabæ:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 11:00 – Ferming. Sr. Ólöf Margrét Snorradóttir. Organisti Drífa Sigurðardóttir. Kór Áskirkju.

Seyðisfjarðarkirkja:

Göngumessa kl. 11:00 í lok hreyfiviku, í samstarfi við Gönguklúbb Seyðisfjarðar og heilsueflandi samfélag. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Verið velkomin til kirkju á hátíð heilags anda!

Andlát og útför

Húsavíkurkirkja - mánud., 25/05/2020 - 08:55

Látin er Kristjóna Þórðardóttir, á Laxamýri. Hún lést á LSH fimmtudaginn 14.maí. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju föstudaginn 29. maí kl. 14.00.

Andlát og útför

Húsavíkurkirkja - mánud., 25/05/2020 - 08:49

Látinn er Gísli Vigfússon, til heimilis að Höfðavegi 3. Hann lést laugardaginn 16.maí. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 30.maí  kl. 12.30

Félagstarf eldriborgara miðvikudaginn 27.maí kl: 12:00.

Guðríðarkirkja - sun, 24/05/2020 - 11:25
Félagsstarf eldriborgara  Miðvikudaginn 27.maí kl: 12:00 bjóðum við ykkur kæru félagar í helgistund í kirkjunni og söng. Síðan förum við inn í safnaðarheimili og borðum saman súpu og brauð, kaffi og konfekt á eftir kr. 1000 á mann. Hlökkum til að sjá ykkur. Kær kveðja. sr. Leifur Ragnar, sr. Pétur, Hrönn og Lovísa.  

Já, það verður Guðsþjónusta í Grensáskirkju 24. maí kl. 11!

Grensáskirkja - lau, 23/05/2020 - 13:17

Já nú höldum við bara áfram að koma saman í kirkjunni. Nemendur úr Suzukiskóla Reykjavíkur spila fyrir okkur. Áfram megum við vera 50 samtals og gætum að 2ja metra reglunni, handþvotti og sprittun. Við notum annan hvern bekk en þau sem búa á sama heimili mega að sjálfssögðu sitja saman. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuhópi 4 og 5, Ástu Haraldsdóttur organista og nokkrum kórfélögum. Í Bústaðakirkju verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Daníels djákna, Sóleyjar, Jónasar og sr. Maríu.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í Þjóðkirkjunni