Kirkjur í Þjóðkirkjunni

Rafræn skráning í barna og æskulýðsstarf

Selfosskirkja - 1 klukkutími 42 mín síðan

Nú er opið fyrir skráningar í barna og æskulýðsstarf kirkjunnar. Fylgið þessari slóð og finnið viðeigandi hóp.

https://selfosskirkja.skramur.is/login.php

Máttugur miðvikudagur

Lindakirkja - 7 klukkutímar 16 mín síðan

Máttugur miðvikudagur: lofgjörð og bænastund verður miðvikudaginn 18. sept. kl. 20 í safnaðarsal Lindakirkju. Þetta eru hugljúfar og notalegar stundir þar sem sungin eru lofgjörðarlög, flutt hugvekja og/eða vitnisburður og einnig er boðið upp á fyrirbæn. Í lok stundarinnar gefst tækifæri til að staldra við, fá sér kaffisopa og spjalla.

Allir hjartanlega velkomnir

Guðsþjónusta í Lágafellskirkju

Lágafellskirkja - 7 klukkutímar 20 mín síðan

Guðsþjónusta verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 22. september kl. 11:00. Sr. Kristín Pálsdóttir mun koma sem gestaprestur og leiða helgihaldið. Það er ánægjulegt þar sem Kristín hefur í tvígang starfað hér um lengri tíma og fögnum við því að hún þjóni í Lágafellskirkju. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur að venju undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Verið öll velkomin til kirkju!

Sunnudagur 22. september -Fjölskylduguðþjónusta.

Glerárkirkja - 7 klukkutímar 34 mín síðan

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00 í umsjá Sunnu Kristrúnar djákna og Margrétar Árnadóttur kórstjóra. Undirleik annast Valmar Väljaots organisti. Stundin verður með óhefbundnu sniði. Við sýnum kærleika í verki innandyra sem utan. Kirkjukaffi að stund lokinni.

Fyrsta kyrrðarstundin í vetur!

Hallgrímskirkja - 8 klukkutímar 29 sek síðan

Hvern fimmtudag kl. 12 yfir vetrartímann er ljúf kyrrðarstund í hádeginu. Kyrrð er góð fyrir sál og líkama. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgelið í kyrrðarstundinni 19. september kl. 12.

Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir hugleiðir. Allir velkomnir.

Eftir kyrrðarstund mun Kristinn kirkjuvörður bera fram súpu í Suðursal.

Foreldramorgnar í kórkjallara

Hallgrímskirkja - 8 klukkutímar 36 mín síðan

Foreldramorgnar verða í kórkjallaranum, miðvikudaginn 18. september kl. 10 – 12 eins og alla miðvikudaga í vetur.
Foreldrar eða forráðamenn eru hjartanlega velkomin með krílin og krúttin. Umsjón hafa Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.

Uppskerumessa, sunnudagaskóli og Selmessa

Grafarvogskirkja - 8 klukkutímar 47 mín síðan

Á sunnudag verður uppskerumessa í kirkjunni kl. 11. Þar þökkum við fyrir gott og gjöfult sumar, uppskeru sumarsins verður safnað saman og hún síðan boðin upp eftir messu. Kirkjugestir mega gjarnan koma með eitthvað sem tengist uppskeru haustsins, t.d.  dæmis grænmeti, kartöflur, ávexti, brauð, kökur, sultur eða hvað annað sem því dettur í hug. Góðgætinu verður stillt upp í kór kirkjunnar, það borið út að lokinni messu og síðan boðið upp. Ágóðinn af uppboðinu rennur í líknarsjóð Grafarvogskirkju. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar í messunni, organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

Á neðri hæð kirkjunnar verður sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Hólmfríður Frostadóttir og undirleikari er Stefán Birkisson. Söngvar, sögur, myndband og límmiðar.

Selmessa verður í Kirkjuselinu í Spöng kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.

Árdegismessa

Hallgrímskirkja - 8 klukkutímar 52 mín síðan
Árdegismessa

Miðvikudaginn 18. september kl. 8 mun sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messa ásamt messuþjónum.
Tilvalið tækifæri til að byrja daginn snemma í góðu samfélagi. Morgunmatur eftir messu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Kolefnisjöfnun í Skálholti

Hallgrímskirkja - 9 klukkutímar 15 mín síðan

Á Degi náttúrunnar 16. september og innan Tímabils sköpunarverksins í kirkjunni var haldið í Skálholt síðdegis með langferðabíl frá Snæland Grímssyni. Um 20 manns frá Hallgrímskirkju, 11 frá Biskupsstofu með biskup í fararbroddi og 3 úr Breiðholtssókn voru með í för.
Í Skálholti tóku á móti okkur Kristján Björnsson vígslubiskup, séra Halldór Reynisson, formaður umhverfisnefndar kirkjunnar, og Hreinn Óskarsson, skógræktarstjóri Suðurlands.
Við fengum fræðslu um grunnatriði í plöntun, svokallaða gróðursetningargeispu, sem er mikið galdraverkfæri,  og tilkomumikl plöntuvesti sem settu svip á mannskapinn. Svo héldum við út á afmarkaðan reit fyrir ofan Sumarbúðir þjóðkirkjunnar þar sem 200 birkiplöntur, 200 furugræðlingur, 200 sitkagreni plöntur og 200 asparstilkar voru gróðursettir í rofabörð og áburði dreift yfir. Að lokinni gróðursetningu sameinuðust allir í helgunarathöfn eftir nýju messusniði sem sérsamið hefur verið til athafna af þessu tagi. Veðrið var bjart og sólríkt, loftið tært og svalt og haustfegurðin alltumlykjandi. Síðan var haldið í Sumarbúðir í ljúffengan kvöldskatt hjá Skálholtskokki þar sem Helga K. Diep úr Hallgrímssöfnuði lagði til sætmeti eins og henni einni er lagið. Komið tilbaka að Hallgrímskirkju um kl. 21 eins og áætlað var.

Þessi ferð í Skálholt var einstaklega vel heppnuð og mun lengi geymast í minni. Hér er um að ræða brautryðjendastarf sem framhald  verður á og breiðist vonandi út meðal safnaða. Á næsta ári verður væntanlega hægt að reikna út nákvæmt kolefnisspor fyrir Hallgrímssöfnuð og planta í samræmi við það. Ég tel þó öruggt við höfum amk jafnað kolefnismetin fyrir árið 2019 með gróðursetningunni í Skálholti eins og umhverfisnefnd Hallgrímskirkju ætlaðist til og sóknarnefnd ákvað á síðasta ári.

Frá Hallgrímskirkju fóru m.a. Júlíana, Bára, Ása, Helga, Sesselja, Guðrún , Ásdís, Einar Karl, Steinunn, Ásthildur, Jóna, Dagný, séra Irma Sjöfn, Jóna Guðrún, Sveinn Helga, Hjördís og Broddi.

Einar Karl

 

 

Tólf spora starfið hefst miðvikudaginn 25. september

Árbæjarkirkja - 9 klukkutímar 26 mín síðan

Tólf spora starfið hefst að nýju 25. september og verður í allan vetur. Tólf spora starfið hentar öllum sem í einlægni vilja vinna með tilfinningar sínar í þeim tilgangi að öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu með því að leita styrks í kristinni trú. Þetta er einstætt tækifæri til sjálfsskoðunar og sjálfsstyrkingar í góðra vina hópi. Fyrst eru þrír kynningarfundir þar sem fólk hefur tækifæri til að kynna sér prógrammið. Það eru allir velkomnir á þessa fundi og ekki þörf á að skrá sig fyrirfram. Fyrsti opni fundurinn verður miðvikudaginn 25. september kl. 19:00. Næsti opni fundurinn verður 2. október, þriðji opni fundurinn er 9. október en á fjórða fundi 16. október verður hópunum lokað og reiknað með að þau sem mæta þá ætli að vera með fram á vorið. (Best er að mæta á alla opnu fundina) Fundirnir verða síðan vikulega á miðvikudögum kl. 19:00-21:00 á efri hæð kirkjunnar.

 

Félagstarf eldriborgara miðvikudaginn 18.september kl: 13:10.

Guðríðarkirkja - 12 klukkutímar 16 mín síðan
Félagstarf eldriborgara. Helgistund í kirkjunni, söngur og gaman. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen heimsækir okkur og fjallar um þróun dægurtónlistar á Íslandi í tali og tónum. Kaffiveitingar kr. 700.- Hlökkum til að sjá ykkur. sr. Leifur Ragnar, Hrönn og Lovísa.

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 22. september

Fella- og Hólakirkja - 13 klukkutímar 13 mín síðan

Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar.

Fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega boðuð til messunnar.

Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.

Eftir messu er fundur með foreldrum fermingabarna.

Molasopi og hressing eftir messu.

Allir hjartanlega velkomnir.

Starf fyrir 1-3 bekk

Kópavogskirkja - mánud., 16/09/2019 - 18:36

Kirkjustarf fyrir 1-3 bekk hefst fimmtudaginn 19. september kl. 15:30-16:30 og er í safnaðarheimilinu Borgum.

Guðsþjónusta 23. september kl.11:00

Kópavogskirkja - mánud., 16/09/2019 - 18:35

Guðsþjónusta verður í Kópavogskirkju sunnudaginn 23. september kl. 11:00. Sr. Sighvatur Emil Karlsson, settur héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja undir stjórn Hrafnkels Karlssonar. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu Borgum.

Bænastund fellur niður 17. september

Kópavogskirkja - mánud., 16/09/2019 - 18:33

Fyrirbænastund þann 17. september fellur niður vegna Aðalsafnaðarferðar í Borgarfjörð

Málþing um málefni eldri borgara í Ástjarnarkirkju

Ástjarnarkirkja - mánud., 16/09/2019 - 16:50

Ástjarnarkirkja og Félag eldri borgara í Hafnarfirði standa fyrir málþingi í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju að Kirkjuvöllum 1, Hafnarfirði, þriðjudaginn 24. september næstkomandi frá klukkan 14.00 – 16.00. Húsið opnar kl.13.30

Á þinginu verður fjallað um málefni er snúa að daglegu lífi eldri borgara.

Dagskrá málþingsins:

  • Sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, settur sóknarprestur Ástjarnarkirkju setur þingið.
  • Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra verður með framsögu.
  • Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara verður með framsögu.
  • Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdarstjóri Landssambands lífeyrissjóða verður með framsögu.
  • Ingibjörg Sverrisdóttir, frá Gráa Hernum verður með framsögu.
  • Kaffihlé.
  • Fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri verður Sigurður Björgvinsson, varaformaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði.

Verið öll hjartanlega velkomin á spennandi málþing og vill Ástjarnarkirkja sérstaklega hvetja eldriborgara til að fjölmenna!

Fermingarfræðsla þriðjudaginn 17. september

Hafnarfjarðarkirkja - mánud., 16/09/2019 - 14:31

Kl 16 kemur hópur i, börn úr Öldutúnsskóla.
Kl 17 kemur hópur 2, börn úr Hvaleyrarskóla og Áslandsskóla.

Talmeinafræðingur kemur í heimsókn á foreldramorgun

Grafarvogskirkja - mánud., 16/09/2019 - 14:16

Hólmfríður Árnadóttir talmeinafræðingur kemur í heimsókn í Kirkjuselið (í Spöng) á foreldramorgun miðvikudaginn 18. september kl. 10-12 og ræðir um málþroska barna og mikilvægi þess að tala við börn.

Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10 – 12 í Kirkjuselinu í Spöng. 

Góð aðstaða er fyrir vagna.

Verið velkomin!

 

Helgihald

Kirkjan okkar - mánud., 16/09/2019 - 14:05

Guðsþjónustur og helgistundir í prestakallinu veturinn 2019-20:

Birt með miklum fyrirvara um breytingar.

 

Sjá tengill.

 

Kirkjuskóli í Hrepphólum og helgistund í Hruna

Hrunaprestakall - mánud., 16/09/2019 - 13:44

Fyrsta kirkjuskólasamveran verður í Hrepphólakirkju laugardaginn 21. september kl. 11.  Sniðin sérstaklega að yngstu kynslóðinni og forráðafólki þeirra.  Biblíusaga, söngur, bæn og gleði.  Umsjón með kirkjuskólanum hafa Óskar prestur og Jóna Heiðdís djáknakandídat.    Á sunnudagskvöldinu 22. sept verður síðan helgistund kl. 20 í Hrunakirkju.  Söngur, orð og bæn.  Umsjón með stundinni hafa Óskar prestur og Stefán organisti.  Sjáumst í kirkju um helgina!

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í Þjóðkirkjunni