Snæfellsbær

Ólafsvíkurvaka í sól og blíðu – myndir

Snæfellsbær - Þri, 09/07/2019 - 15:01

Fjölmenni var á bæjarhátíðinni Ólafsvíkurvöku sem fór fram um helgina. Veðrið lék við íbúa og gesti sem nutu dagskrár í sól og blíðu. Dagskrá hófst skömmu eftir hádegi á föstudegi og lauk með dansleik Stjórnarinnar í félagsheimilinu Klifi aðfararnótt sunnudags.

Dagskrá var með eindæmum glæsileg og flestir viðburðir vel sóttir.

Við leyfum nokkrum myndum að fylgja og vekjum athygli á að hægt er að smella á þær til að skoða í hærri upplausn.

 

The post Ólafsvíkurvaka í sól og blíðu – myndir appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Veruleg fjölgun Íslendinga á tjaldsvæðum

Snæfellsbær - fös, 05/07/2019 - 10:42

Tjaldsvæðið á Hellissandi í lok júní 2019

Íslendingum hefur fjölgað verulega á tjaldsvæðum Snæfellsbæjar það sem af er sumri. Í nýliðnum júnímánuði töldu Íslendingarnir sem dvöldu á tjaldsvæðunum 501 manns samanborið við 131 í sama mánuði í fyrra, eða rétt ríflega 380% fjölgun milli ára.

Heildargestum í júní fækkaði þó lítillega milli ára og skýrist það að hluta til vegna þess að útilegukortið er ekki í notkun á tjaldsvæðunum þetta árið. Hlutfall íslenskra gesta er þó töluvert hærra, 15% í ár samanborið við 3% í fyrra.

Þess má geta að tjaldsvæðin eru bæði á fallegum stöðum. Á Hellissandi er það í Sandahrauni, með útsýni yfir Snæfellsjökul og Krossavík, í næsta nágrenni við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Í Ólafsvík er það staðsett neðst í fallegri hlíð við útjaðar bæjarins með gott útsýni yfir dalinn.

Á tjaldsvæðinum má finna eftirfarandi þjónustu:

 • Klósett (aðgengi fyrir fatlaða)
 • Sturta (aðgengi fyrir fatlaða í Ólafsvík)
 • Heitt og kalt vatn
 • Eldunaraðstaða
 • Vaskarými
 • Úrgangslosun
 • Rafmagn/rafmagnstenglar
 • Internet
 • Leikvellir
 • Gönguleiðir

Hér má nálgast verðskrá fyrir 2019.

The post Veruleg fjölgun Íslendinga á tjaldsvæðum appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Samvera er besta forvörnin

Snæfellsbær - Fim, 04/07/2019 - 10:27

Sumarið er tími tækifæra fyrir fjölskylduna að verja meiri tíma saman og safna góðum minningum.

Niðurstöður rannsókna sýna að börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun og viljum við því taka upp erindi frá SAMAN-hópnum og hvetja foreldra og forráðamenn til að verja tíma með börnum sínum. Samvera er besta forvörnin.

Fjölskyldur geta fengist við ýmislegt sem þarf ekki að kosta mikið eða jafnvel ekki neitt og viðfangsefnin þurfa jafnframt ekki að vera flókin; aðalmálið er að fjölga samverustundum, taka þátt í leik með börnunum og hafa gaman saman.

Jafnframt eru samræður foreldra og barna og unglinga mikilvægur þáttur þar sem foreldrar og börn ræða sjónarmið sín og hugmyndir.

Gefum okkur tíma til að safna góðum fjölskylduminningum í sumar.

Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að börn og unglingar foreldra sem beita ákveðnum aðferðum í uppeldi, svokölluðum leiðandi uppeldisháttum, sýna síður merki um þunglyndi, kvíða og áhættuhegðun, s.s. vímuefnaneyslu og afbrotahneigð. Leiðandi uppeldi ýtir jafnframt undir þroska, virkni, sjálfstæði, sjálfsaga og sjálfstraust hjá börnum og unglingum. Það sem einkennir leiðandi foreldra er að þeir krefjast þroskaðrar hegðunar af börnum sínum og unglingum, sýna mikla umhyggju en setja um leið skýr mörk.

Foreldrar eru einnig bestu lestrarfyrirmyndir barna sinna svo við hvetjum til þess að öll fjölskyldan lesi saman. Benda má á Sumarlæsisdagatal Menntamálastofnunar sem inniheldur 31 skemmtilega leið að lestri. 

Dagatölin hafa einnig verið gefin út á ensku og pólsku.

Dagatölin eru öll til án texta þannig að hægt er að fylla inn í þau með eigin hugmyndum. 

Hér má finna fróðleik sem gagnast foreldrum við læsisuppeldi:

Gleðilegt samveru og lestrarsumar!

The post Samvera er besta forvörnin appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Leikskólakennari óskast

Snæfellsbær - Miðv.d., 03/07/2019 - 15:54

Leikskóli Snæfellsbæjar auglýsir stöðu leikskólakennara lausa til umsóknar.

Um er að ræða stöðu leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, frá og með 14. ágúst 2019.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennararéttindi
 • Góð íslenskukunnátta
 • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Hreint sakavottorð

Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu kemur til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður.

Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Atvinnuumsókn má finna á vef Snæfellsbæjar og umsókn má skila á netfang leikskólans leikskólar@snb.is.

Nánari upplýsingar veitir:

Inga Stefánsdóttir, leikskólastjóri. S: 6910383

 

The post Leikskólakennari óskast appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Dagskrá Ólafsvíkurvöku 2019

Snæfellsbær - mánud., 01/07/2019 - 10:40

Bæjarhátíðin Ólafsvíkurvaka verður haldin hátíðleg 4. – 7. júlí n.k. og er dagskrá með glæsilegasta móti. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri og vandaðri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Dagskrá má sjá hér að neðan. Þá má smella hér til að ná í dagskrá í pdf formi.

Góða skemmtun!

Fimmtudagur 4. júlí:

Bæjarbúar hittast í sínum hverfum og skreyta.

Kl. 21:00 Tónleikar með Lay Low í Frystiklefanum.

Föstudagur 5. júlí:

Kl. 14 – 15 Krakka Crossfit á sparkvellinum. KrakkaWod fyrir 6 – 15 ára á vegum CF SNB.

Kl. 16:00 Skákkennsla í íþróttahúsi Snæfellsbæjar.
Hrafn Jökulsson. Skráning á staðnum. Allur aldur.

Kl. 17 – 19 Hoppukastalar opnir við Sáið.

Kl. 17:30 Dorgveiðikeppni Sjósnæ og grillveisla á bryggjunni eftir keppni í boði Hafkaups.

Kl. 19:30 – 20 TM boltaþrautir og vítaspyrnukeppni fyrir krakka á sparkvellinum.
Úrslit fara svo fram í hálfleik Víkings og Aftureldingar ca. 20:45.

Kl. 20:00 Víkingur – Afturelding á Ólafsvíkurvelli.

Kl. 22 – 00 Garðpartý í Sjómannagarðinum.
Trausti Leó og Lena haldi uppi fjörinu í boði Olís-Rekstrarlands.

Kl. 00 – 03 Lifandi tónlist fram eftir nóttu á Sker Restaurant.

Laugardagur 6. júlí:

Kl. 9:30 Kassinn Þín Verslun Golfmót á Fróðárvelli.

Ræsing á öllum teigum. Minnum á skráningu á golf.is

Kl. 9:30 Skákmót í íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Allir aldurshópar.

Kl. 11:30 – 13 Ólafsvíkurdraumurinn.
Skemmtilegur leikur fyrir fjölskyldur eða vinahópa, mæting í Átthagastofu. Skráning á staðnum, 3 – 5 í hverju liði. Lið verða ræst út kl. 12:00 stundvíslega.

Kl. 12 – 13:30 Átthagaganga
Leiðsögn Sævar Þórjónsson og Jenný Guðmundsdóttir. Gengið verður frá bílastæðinu við kirkjugarð Ólafsvíkur.

Kl. 13 – 17 Dagskrá við Sáið.

 • Markaður og sölubásar
 • Frisbígolf
 • Sápubolti
 • Hestamannafélagið Hringur teymir undir börnum
 • Húsdýragarður

Kl. 13 – 17 Byssusýning í boði Skotveiðifélagsins Skotgrundar, Snæfellsnesi.
Í húsnæði Hobbitans á Ólafsbraut 19.

Kl. 14 Hátíðardagskrá á Þorgrímspalli:

 • Kynnir er Guðmundur Jensson
 • Kristinn Jónasson, bæjarstjóri, setur hátíðina
 • Pæjudans
 • Eir og Melkorka taka lagið
 • Samúel sýnir töfrabrögð
 • Alda Dís syngur nokkur lög
 • Verðlaunaafhendingar
 • Herra Hnetusmjör tekur nokkur lög

Kl. 16 – 17 BMX Brós verða með sýningu á plani fyrir framan Fiskmarkað Íslands.

Kl. 20:30 Skrúðgöngur úr hverju hverfi leggja af stað og sameinast í Sjómannagarðinum.

Kl. 21 Sjómannagarðurinn

 • Hverfaatriði
 • Brekkusöngur með Jóni Sigurðssyni
 • Verðlaunaafhendingar

Kl. 00 Dansleikur í Félagsheimilinu Klifi með Stjórninni.
Húsið opnar kl. 23:00. Miðaverð 3900. 18 ára aldurstakmark.

The post Dagskrá Ólafsvíkurvöku 2019 appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Opnun tilboða í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar

Snæfellsbær - Miðv.d., 26/06/2019 - 14:50

Í dag voru opnuð tilboð í uppbyggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi. Búið er að grafa fyrir húsi, grafa og fylla í bílastæði og setja upp heildargirðingu fyrir svæðið.

Þrjú tilboð bárust í byggingarútboðið eins og sjá má hér að neðan. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 461.126.638.- 

Heildartilboðsverð með vsk:

 1. Eykt Tilboð hljóðar upp á kr. 716.266.031.-
 2. Framkvæmdafélagið Arnarhvoll Tilboð hljóðar upp á kr. 737.793.341.-
 3. Ístak Tilboð hljóðar upp á 621.983.190.-

Tilboðin liggja nú á borði Framkvæmdasýslu Ríkisins og Ríkiskaupa sem taka þau fyrir.

The post Opnun tilboða í byggingu Þjóðgarðsmiðstöðvar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Snæfellsjökulshlaupið verður um helgina

Snæfellsbær - mánud., 24/06/2019 - 13:51

Snæfellsjökulshlaupið verður haldið í níunda skipti n.k. laugardag, 29. júní. Sem fyrr hefst hlaupið á Arnarstapa kl. 12 á hádegi og búast má við fyrstu keppendum í mark í Ólafsvík um 90 mínútum síðar.  Vakin er athygli á því að Ólafsbraut verður lokuð að hluta rétt á meðan þátttakendur skila sér í mark.

Snæfellsjökulshlaupið hefur vakið mikla athygli frá því það var haldið fyrst og er hlaðið viðurkenningum. Það er jafnan talað um það sem eitt af skemmtilegri hlaupum landsins og hefur það verið kosið eitt af þremur bestu utanvegahlaupum landsins skv. kosningu á vefsíðunni hlaup.is í fimm af þessum árum, þ.á m. besta utanvegahlaup landsins 2012 og 2016.

Hlaupið er um 22 km leið í einstakri náttúrufegurð; frá Arnarstapa, yfir Jökulhálsinn og til Ólafsvíkur. Fyrstu átta kílómetrana er hækkun um ca. 700 metra en eftir það tekur hlaupaleiðin að lækka smá þar til komið er á jafnsléttu við Ólafsbraut í Ólafsvík.

Áhugasamir geta skráð sig til leik með því að smella hér, forskráning opin til fimmtudags 27. júní. Einnig hægt að skrá sig á staðnum.

Áfram Rán og Fannar!

Ljósmynd fengin af Facebook-síðu Snæfellsjökulshlaupsins.

The post Snæfellsjökulshlaupið verður um helgina appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Götulistahátíð á Hellissandi – myndir

Snæfellsbær - mánud., 24/06/2019 - 12:42

Um helgina var mikið líf og fjör á götulistahátíð á Hellissandi þar sem listamenn frá öllum heimshornum í bland við heimamenn skemmtu gestum og gangandi með listsýningum af öllum toga. Fjöldi gesta lagði leið sína á Hellissand og tóku þátt í þessari fyrstu götulistahátíð sem haldin hefur verið hér í Snæfellsbæ.

Við leyfum nokkrum myndum að fylgja.

The post Götulistahátíð á Hellissandi – myndir appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Frisbígolfvellir í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi

Snæfellsbær - fös, 21/06/2019 - 13:17

Nýlega var ákveðið að setja upp aðstöðu til að spila frisbígolf í Ólafsvík, á Hellissandi og Rifi. 

Frisbígolf er íþrótt sem nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi en það er í samræmi við það sem er að gerast um allan heim. Íþróttin er einföld og felst í því að koma frisbídisk í mark í sem fæstum köstum. Markið er karfa eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var í Tröð á Hellissandi.

 • Í Ólafsvík eru fjórar holur í Sjómannagarðinum. Frisbídiska má nálgast á Kaldalæk á opnunartíma.
 • Á Hellissandi eru fjórar holur í Tröð. Frisbídiska má nálgast í Hraðbúðinni N1 á opnunartíma.
 • Á Rifi verða settar upp fjórar holur eftir helgi. Frisbídiska verður hægt að nálgast í Frystiklefanum.

„Frisbígolfvellirnir“ eru opnir allan sólarhringinn þannig að þeir sem eiga frisbígolfdiska geta að sjálfsögðu stundað þessa íþrótt þegar þeim hentar að því gefnu að sýnd verði tillitsemi við íbúa í nærliggjandi húsum.

Eru bæjarbúar hvattir til að nýta sér aðstöðuna og prófa þessa skemmtilegu íþrótt sem hægt er að stunda á öllum aldri.

The post Frisbígolfvellir í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Opnun listasýningarinnar Nr. 3 Umhverfing

Snæfellsbær - Fim, 20/06/2019 - 12:41

Verk eftir Þórdísi Öldu Sigurðardóttir í Sjómannagarðinum á Hellissandi.

Ein stærsta samlistasýning sem sett hefur verið upp á Íslandi opnar víðs vegar á Snæfellsnesi um helgina. Listasýningin ber heitið Nr. 3 Umhverfing og er haldin á vegum Akademíu skynjunarinnar í samstarfi við Svæðisgarðinn Snæfellsnes.

Sýningin er einstök að því leyti að óskað var sérstaklega eftir einstaklingum sem eiga rætur að rekja á Snæfellsnes og má því segja að flestir listamanna tengist Snæfellsnesi með beinum hætti, en markmið verkefnisins er einmitt að setja upp myndlistarsýningar á verkum myndlistarmanna í þeirra „heimabyggð”.

Opnunarhátíð sýningarinnar verður haldin samhliða opnun nýrrar Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki og stendur frá kl. 12 – 14 í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi laugardaginn 22. júní.

Áhugasamir eru hvattir til að líta við á opnun gestastofunnar og listasýningarinnar á Breiðabliki um helgina.

The post Opnun listasýningarinnar Nr. 3 Umhverfing appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Götulistahátíð á Hellissandi um helgina

Snæfellsbær - Miðv.d., 19/06/2019 - 15:05

Næstu helgi verður haldin fyrsta alþjóðlega götulistahátíðin í Snæfellsbæ. Það er Frystiklefinn sem hefur unnið að skipulagi hátíðarinnar síðstu mánuði og hefur nú birt dagskrá, sjá meðfylgjandi mynd.

Hátíðin er hluti af samningi sem Frystiklefinn og Snæfellsbær gerðu með sér í upphafi þessa árs. Samningurinn felur m.a. í sér að Frystiklefinn haldi alþjóðlegar hátíðir á sviði kvikmynda-, tónlistar- og götulistaverka sem íbúar Snæfellsbæjar geta sótt sér að kostnaðarlausu. Hátíðin um helgina fellur í síðastnefnda flokkinn.

Götulistahátíðin verður haldin á Hellissandi um n.k. helgi og má búast við lifandi stemningu um allan bæ. Skipulögð dagskrá fer þó að mestu leyti fara fram við Höskuldará þar sem verða leiksýningar, danssýningar, tónlistaratriði, andlitsmálun, hoppukastalar, ærslabelgur, flóamarkaður og ýmislegt fleira. Þá má ekki gleyma að minnast á öll listaverkin sem máluð hafa verið á hús í bænum, en þau telja nú um 30 talsins og það nýjasta, á húsgafli gamla íþróttahússins á Hellissandi, hefur nú þegar vakið mikla athygli.

Stuð og stemning á Hellissandi um helgina – höfuðborg götulistaverka á Íslandi.

The post Götulistahátíð á Hellissandi um helgina appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Pétur Steinar Jóhannsson er Snæfellsbæingur ársins 2019

Snæfellsbær - Þri, 18/06/2019 - 21:52

Við hátíðlega athöfn í Sjómannagarðinum á þjóðhátíðardaginn hlaut Pétur Steinar Jóhannsson nafnbótina Snæfellsbæingur ársins 2019.

Höfðu sumir á orði að viðeigandi væri að Pétur Steinar tæki við nafnbótinni í Sjómannagarðinum í Ólafsvík, enda hefur hann unnið ötult starf við útgáfu á Sjómannablaðinu til áratuga og lagt á sig óeigingjarna vinnu við endurbætur á Sjómannagarðinum sjálfum.

Það er menningarnefnd Snæfellsbæjar sem hefur veg og vanda af útnefningunni ár hvert, en að þessu sinni óskaði nefndin einnig eftir tilnefningum frá íbúum Snæfellsbæjar. Var það samróma niðurstaða nefndar og íbúa að Pétur Steinar Jóhannsson ætti viðurkenningu skilið fyrir framlag sitt til bæjarins.

Er Pétri hrósað í hvívetna fyrir að skrá sögu sjómennsku hér í Snæfellsbæ og halda henni á lofti. Við óskum Pétri innilega til hamingju með nafnbótina og teljum hann vel að henni kominn.

Ljósmynd: Jóhannes Ólafsson/Steinprent

The post Pétur Steinar Jóhannsson er Snæfellsbæingur ársins 2019 appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Kristfríður Rós er fjallkona Snæfellsbæjar 2019

Snæfellsbær - Þri, 18/06/2019 - 15:11

Fjallkona Snæfellsbæjar árið 2019 er Kristfríður Rós Stefánsdóttir.

Hún steig á svið við hátíðlega athöfn í Sjómannagarðinum í Ólafsvík í dag og flutti ljóð Einars Benediktssonar, Til fánans, í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní.

Til fánans

Rís þú, unga Íslands merki,
upp með þúsund radda brag.
Tengdu í oss að einu verki
anda, kraft og hjartalag,
Rís þú Íslands stóri, sterki
stofn með nýjan frægðardag.

Skín þú, fáni, eynni yfir
eins og mjöll í fjallahlíð.
Fangamerkið fast þú skrifir
fólks í hjartað ár og síð.
Munist hvar sem landinn lifir
litir þína alla tíð.

Meðan sumarsólir bræða
svellin vetra um engi og tún
skal vor ást til Íslands glæða
afl vort undir krossins rún,
djúp sem blámi himinhæða,
hrein sem jökultindsins brún.

Einar Benediktsson

The post Kristfríður Rós er fjallkona Snæfellsbæjar 2019 appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Dagskrá 17. júní

Snæfellsbær - fös, 14/06/2019 - 16:58

Glæsileg hátíðardagskrá er fyrir alla fjölskylduna á 17. júní í Snæfellsbæ. Sérstök athygli er vakin á því að dagskráin verður í Sjómannagarðinum í Ólafsvík.

Kl. 10:30 Landsbankahlaup.

 • 5 ára og yngri hlaupa 500 metra.
 • 6-8 ára hlaupa 1,3 km
 • 9-11 ára hlaupa 2,5 km
 • 12-16 ára hlaupa 3,5 km

Kl. 13:00 Unglingadeildin Drekinn málar krakka í íþróttahúsinu og undirbýr fyrir skrúðgöngu.

Kl. 13:45 Skrúðganga frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar.

Kl. 14:00 í Sjómannagarðinum í Ólafsvík

 • Kynnir hátíðarinnar: Sigyn Blöndal
 • Hátíðin sett: Svandís Jóna Siguarðardóttir
 • Ávarp Fjallkonu
 • Helgistund: Sr Arnaldur Máni Finnsson ásamt kirkjukórum í Snæfellsbæ
 • Snæfellsnes sterkar stelpur sýna dans
 • Ræða nýstúdents: Unnur Eir Guðbjörnsdóttir
 • Tónlistaratriði: Hlöðver Smári Oddsson
 • Snæfellsbæingur ársins tilnefndur
 • Hestaeigendafélagið Hringur kemur ríðandi inn í bæinn og leyfir börnum að fara á bak.
 • Sjoppa, hoppukastalar og frisbygolf og kassaklifur í umsjón Unglingadeildarinnar Drekans.

Kl. 16:00 á Ólafsvíkurvelli

 • Víkingur Ólafsvík tekur á móti Keflavík í Inkasso-deildinni.

Gleðilega hátíð!

The post Dagskrá 17. júní appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Kvennahlaup ÍSÍ á morgun, 15. júní

Snæfellsbær - fös, 14/06/2019 - 15:58

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður í Ólafsvík 15. júní og verður hlaupið frá Sjómannagarðinum kl. 11:00.

Í ár er 30 ára afmæli Kvennahlaupsins en þetta er í 29. skiptið sem það er haldið í Ólafsvík.

Vegalengdir sem eru í boði eru 2,5 km. og 5 km. Forsala í sundlauginni. Þátttökugjald fyrir 12 ára og yngri er 1.000 kr. og fyrir 13 ára og eldri er gjaldið 2.000 kr. Kvennahlaupsbolur, buff, Kristall og Nivea vörur fylgja þátttökugjaldi og einnig verður frítt í sund. Að auki verður ávaxtaveisla í boði eftir hlaup og glæsilegir happdrættisvinningar dregnir út.

Elfa E. Ármannsdóttir og Sigríður Þórarinsdóttir sjá um hlaupið.

The post Kvennahlaup ÍSÍ á morgun, 15. júní appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Fjallkonur í Snæfellsbæ

Snæfellsbær - fös, 14/06/2019 - 10:33

Fjallkonan kemur fram við hátíðlega athöfn þann 17. júní ár hvert hér í Snæfellsbæ og að neðan má sjá lista yfir fjallkonur ársins allt til ársins 1998. Eins og sjá má vantar nokkur ár í heimildir bæjarins og leitar Snæfellsbær því til íbúa eftir upplýsingum um þau ár sem standa auð.

Upplýsingar um fjallkonur og myndir (frá öllum árum) má senda á snb@snb.is eða í gegnum skilaboð á Facebook síðu Snæfellsbæjar.

Fjallkonur í Snæfellsbæ:

Fyrir 1998: ??

1998: Erla Kristinsdóttir

1999: Svanhildur Egilsdóttir

2000: Klara Bragadóttir

2001: Kristín Arnfjörð

2002:

2003:

2004: Íris Jónasdóttir

2005:

2006: Elfa Magnúsdóttir

2007:

2008: Irma Dögg Þorgrímsdóttir

2009: Hjördís Björnsdóttir

2010: Kolbrún Ívarsdóttir

2011: Marta Pétursdóttir

2012: Valgerður Hlín Kristmannsdóttir

2013: Alda Dís Arnardóttir

2014: Sigurbjörg Jóhannesdóttir

2015: Kolbrún Halla Guðjónsdóttir

2016: Rakel Sunna Hjartardóttir

2017: Thelma Kristinsdóttir

2018: Birgitta Rún Baldursdóttir

2019: ???

Ljósmynd: Frá 17. júní 2013 /af

The post Fjallkonur í Snæfellsbæ appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Laust starf á Krílakoti

Snæfellsbær - Fim, 13/06/2019 - 09:40

Snæfellsbær auglýsir til umsóknar laust starf á leikskólanum Krílakoti.

Auglýst er eftir starfsmanni sem hefur áhuga á að vinna með börnum, er skapandi og ábyrgðafull/ur í starfi. Viðkomandi starfsmaður þarf að vera námsfús og sveigjanlegur með fullt af þolinmæði. Hann/hún þarf að geta stýrt samverustundum sem og hópastarfi, lesið og sungið. Því þarf íslenskukunnátta að vera viðunandi.

Starfshlutfall er 100% og vinnutími frá 8:00 – 16:00 alla virka daga. 

Umsóknarfrestur er til 21. júní 2019. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 14. ágúst n.k.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu.

Frekari upplýsingar veita Inga Stefánsdóttir og Hermína Lárusdóttir í síma 433 6925 á milli 9:00 – 12:00. Umsóknarform má finna á meðfylgjandi hlekk:

Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir í 3. mgr. 6gr: „Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakarvottorð eða heimilid leikskólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.“

The post Laust starf á Krílakoti appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Laus staða á höfninni

Snæfellsbær - Fim, 13/06/2019 - 09:27

Hafnir Snæfellsbæjar auglýsa hér með eftir hafnarstarfsmanni til starfa við Ólafsvíkurhöfn. Viðkomandi mun einnig þurfa að vinna við aðrar hafnir Snæfellsbæjar. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst og vera orðnir 20 ára gamlir.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Dala og Snæfellsnessýslu og Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júní 2019 og skulu umsóknir sendar til hafnarstjóra.

Nánari upplýsingar gefur hafnarstjóri í síma 433-6922 og 863-1153, netfang bjorn@snb.is.

Ljósmynd: Ólafsvíkurhöfn, Sindri Snær Matthíasson

The post Laus staða á höfninni appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Sumarfrí :-)

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 12/06/2019 - 22:28
Við óskum öllum gleði- og sólríkra daga í sumar um leið og við þökkum fyrir ánægjulegt og viðburðaríkt skólaár. Skólinn verður settur á ný fimmtudaginn 22. ágúst og mun kennsla hefjast samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst.Hafið það sem best í sumar.
Flokkar: Snæfellsbær

Laus staða við GSnb

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 12/06/2019 - 22:27
Flokkar: Snæfellsbær

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Snæfellsbær