Snæfellsbær

Tendrun ljósa á jólatrjám

Snæfellsbær - Fim, 21/11/2019 - 10:22

Jólaljósin verða tendruð við hátíðlega athöfn fyrsta sunnudag í aðventu á Hellissandi og í Ólafsvík.

Á Hellissandi verða ljósin tendruð kl. 16:30.
Í Ólafsvík verða ljósin tendruð kl. 17:30.

Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin auk þess sem Trausti Leó Gunnarsson og Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir syngja nokkur vel valin jólalög.

Bjarki Már Mortensen og Elisabeth Halldóra Roloff tendra ljósin.

Notaleg stund með allri fjölskyldunni í Snæfellsbæ.

Ljósmynd: af

The post Tendrun ljósa á jólatrjám appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Grunnskóli Snæfellsbæjar - mánud., 18/11/2019 - 08:36
Nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar í 1. – 4. bekk héldu Dag íslenskrar tungu hátíðlegan að venju. Föstudaginn 15. nóvember var samkoma á sal á Hellissandi, nemendur sungu íslensk lög og tilkynnt var um úrslit í smásagnasamkeppni bekkjanna en nemendur 4. bekkjar sáu um að kynna dagskrána. Eftirfarandi nemendur unnu til verðlauna fyrir sögur sínar: Aron Eyjólfur Emanúelsson í 1. bekk, Viktor Adam Jacunski í 2.bekk, Jenný Lind Samúelsdóttirí 3. bekk og Kristján Mar Yilong Traustason í 4. bekk og hlutu þau öll bækur eftir íslenska höfunda í verðlaun. Allir þátttakendur í sögusamkeppninni fengu viðurkenningarskjöl. Þessi hátíð er árlegur viðburður og mikilvægur hlutur í skólastarfinu.
Flokkar: Snæfellsbær

Fjármagn veitt til verkefnisins Betri Snæfellsbæjar

Snæfellsbær - fös, 15/11/2019 - 11:19

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni að veita töluverðum fjármunum til framkvæmda á tillögum sem bárust frá íbúum í gegnum verkefnið Betri Snæfellsbær.

Litið var á þessa fyrstu hugmyndasöfnun sem eins konar þróunarverkefni til að kanna áhuga og þátttöku meðal íbúa og stóð þeim til boða að senda inn tillögur frá 19. september til 19. október. Skemmst er að segja frá því að þátttaka meðal íbúa reyndist góð og bárust 45 tillögur sem tæknideildin hefur nú til meðferðar.

Vegna góðrar þátttöku íbúa og eftir frumskoðun á hugmyndum lagði tæknideildin til að í fjárhagsáætlun næsta árs yrði gert ráð fyrir töluverðum framkvæmdakostnaði vegna Betri Snæfellsbæjar. Bæjarstjórn samþykkti það samhljóða og lýsti yfir ánægju með verkefnið.

Þær hugmyndir og tillögur sem verða framkvæmdar árið 2020 og settar á fjárhagsáætlun verða kynntar sérstaklega þegar vinnu er að fullu lokið.

The post Fjármagn veitt til verkefnisins Betri Snæfellsbæjar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness 26. nóvember

Snæfellsbær - fös, 15/11/2019 - 09:54

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness verður haldinn 26. nóvember 2019 kl. 15:00 á Láka Hafnarkaffi í Grundarfirði.

Eru allir sem tengjast ferðamálum af einhverju tagi hér á Snæfellsnesi hvattir til að mæta, sýna samstöðu og koma skoðunum sínum á framfæri. 

Dagskrá fundar:

 1. Kosning nýrrar stjórnar og önnur aðalfundarstörf
 2. Kosning fulltrúa samtakanna í fulltrúaráð Svæðisgarðsins Snæfellsnes
 3. Næsti samhristingur, hvetjum fólk til að koma skoðunum sínum á framfæri
 4. Mannamót, sameiginlegur undirbúningur eða ekki. Hvetjum fólk til að taka þátt í umræðunni og koma skoðunum sínum á framfæri
 5. Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins, og Þorkell Símonarson, fulltrúi samtakanna í stjórn og fulltrúaráði Svæðisgarðsins, kynna hlutverk og framtíðarsýn Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki.
 6. Önnur mál

Ljósmynd: Diego Delso, Búðahraun.

The post Aðalfundur Ferðamálasamtaka Snæfellsness 26. nóvember appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Endurskin og réttur gangandi í umferðinn

Grunnskóli Snæfellsbæjar - fös, 15/11/2019 - 09:24
Nú í skammdeginu er mikilvægt að gangandi vegfarendur séu vel sýnilegir í umferðinni og séu með endurskinsmerki á utanyfirfatnaði og töskum. Endurskinsmerki er örugg og ódýr forvörn en þau þurfa að vera rétt staðsett. Best er að hafa þau eins neðarlega og hægt er eins. Hangandi merki er best að hafa beggja vegna á hliðum neðst á yfirhöfn. Farsælast er að velja utanyfirfatnað, skó og töskur sem hafa endurskinsmerki á sér fyrir börnin. Þá er minnsta hættan á að þau gleymist eða týnist.Ef ekið er með lágu ljósin sér ökumaður gangandi vegfarenda sem er dökkklæddur, ekki fyrr en í 25 metra fjarlægð. Ef viðkomandi er með endurskinsmerki sést hann aftur á móti fimm sinnum fyrr eða í 125 metra fjarlægð – sjá https://www.youtube.com/watch?v=Eq10J7KU_ksRétt er að ítreka að gangandi vegfarendur skulu nota gangbrautir séu þær fyrir hendi og ber ökumanni ætíð skylda til að stöðva fyrir gangandi vegfaranda við gangbraut.Ökumaður skal sýna gangandi vegfarendum sérstaka tillitssemi og víkja fyrir þeim.
Flokkar: Snæfellsbær

Árshátíð unglingastigs

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Miðv.d., 13/11/2019 - 12:20
Flokkar: Snæfellsbær

Blóðsykursmæling í boði Lionsklúbba og heilsugæslustöðvarinnar

Snæfellsbær - Miðv.d., 13/11/2019 - 09:09

Í tilefni af alþjóðlegum degi sykursjúkra 14. nóvember munu Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ í samstarfi við Heilsugæslustöðina bjóða íbúum Snæfellsbæjar upp á mælingu á blóðsykri auk þess sem hægt verður að mæla blóðþrýsting.

Mæling fer fram í Átthagastofu Snæfellsbæjar á morgun, fimmtudag 14. nóvember, frá kl. 13 – 16.

Eru íbúar hvattir til að mæta og stendur mæling öllum til boða.

The post Blóðsykursmæling í boði Lionsklúbba og heilsugæslustöðvarinnar appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Bæjarstjórnarfundur 12. nóvember 2019

Snæfellsbær - mánud., 11/11/2019 - 10:29

Vakin er athygli á því að 325. fundur bæjarstjórnar Snæfellsbæjar verður haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 16:00.

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir og eru íbúar hvattir til að kynna sér bæjarmálin. Dagskrá fundar má sjá hér að neðan. Fundarboð má nálgast hér.

Dagskrá fundar:

 1. Fundargerð 309. fundar bæjarráðs Snæfellsbæjar, dags. 24. október 2019.
 2. Fundargerð velferðarnefndar, dags. 22. október 2019.
 3. Fundargerð 187. fundar menningarnefndar, dags. 30. október 2019.
 4. Fundargerð 131. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar, dags. 7. nóvember 2019.
 5. Fundargerð 87. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar, dags. 1. október 2019.
 6. Fundargerð ungmennaráðs, dags. 10. september 2019.
 7. Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, dags. 18. október 2019.
 8. Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. október 2019.
 9. Bréf frá Júníönu Björgu Óttarstóttur, dags. 16. október 2019, varðandi úrsögn úr félagsþjónustunefnd Snæfellinga.
 10. Bréf frá Írisi Ósk Jóhannsdóttur, dags. 29. október 2019, varðandi ósk um niðurgreiðslu á tónlistarnámi í Tónlistarskóla Akraness á þessu skólaári.
 11. Bréf frá framkvæmdastjóra HSH, dags. 24. október 2019, varðandi ósk um styrk vegna stefnumótunarverkefna HSH.
 12. Bréf frá velferðarnefnd, dags. 22. október 2019, varðandi aðgengismál í félagsheimilum Snæfellsbæjar.
 13. Bréf frá Hildigunni Haraldsdóttur, dags. 6. nóvember 2019, varðandi vatnsveitu á Hellnum.
 14. Bréf frá formanni heilbrigðisnefndar Vesturlands, dags. 31. október 2019, varðandi viðbótarframlag til HeV.
 15. Bréf frá formanni Skógræktarfélags Ólafsvíkur, dags. 4. nóvember 2019, varðandi 50 ára afmæli félagsins á árinu 2020.
 16. Bréf frá Rebekku Unnarsdóttur, ódags., með greinargerð um geymslu safnmuna Pakkhússins.
 17. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. október 2019, varðandi jafnréttisáætlanir sveitarfélaga.
 18. Bréf frá Mannvirkjastofnun, dags. 22. október 2019, varðandi úttekt á slökkviliði Snæfellsbæjar 2019.
 19. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 25. október 2019, varðandi umsagnarbeiðni við golfvöll við Rif.
 20. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
 21. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, ódags., varðandi breytilega vexti LS.
 22. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi starf garðyrkjumanns í Snæfellsbæ – lagt fram á fundinum.
 23. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi framkvæmdir á efri hæð sundlaugar Snæfellsbæjar – lagt fram á fundinum.
 24. Bréf frá tæknifræðingi, dags. 11. nóvember 2019, varðandi úrvinnslu á verkefninu Betri Snæfellsbær – lagt fram á fundinum.
 25. Tillaga að gjaldskrám Snæfellsbæjar fyrir árið 2020.
 26. Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2020 – fyrri umræða.
 27. Minnispunktar bæjarstjóra.

Snæfellsbæ, 8. nóvember 2019

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri

The post Bæjarstjórnarfundur 12. nóvember 2019 appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða í Snæfellsbæ undirrituð

Snæfellsbær - Miðv.d., 06/11/2019 - 10:50

Óseldar íbúðir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) í Ólafsvík, Hellisandi og Rifi munu á næstunni færast til leigufélagsins Bríetar, en það leigir út húsnæði á hagstæðu verði á landsbyggðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í viljayfirlýsingu sem þeir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar undirrituðu í morgun. Ráðherra hélt opinn fund um húsnæðismál á veitingastaðnum Sker í Ólafsvík. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga nýjum íbúðum í sveitarfélaginu, en mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Snæfellsbæ um lengri tíma, meðal annars vegna uppgangs í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.

Samkvæmt samkomulaginu verður fyrst ráðist í endurbætur á íbúðunum sem leigufélagið Bríet hyggst leigja út og voru áður í eigu Íbúðalánasjóðs. Þá mun Íbúðalánasjóður vinna með sveitarfélaginu vegna fyrirhugaðrar byggingar á íbúðakjarna fyrir fatlaða í Ólafsvík. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu íbúðakjarnans og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til einnar milljónar króna styrk til þróunar verkefnisins. Þá mun sjóðurinn bjóða fram sérfræðiþekkingu starfsmanna sinna til sveitarfélagins sem er hluti af sérstöku tilraunaverkefni sem snýst um að örva húsnæðisuppbyggingu utan höfuðborgarsvæðisins.

„Ég hef sagt það áður og segi það enn að íbúðaskortur má ekki standa atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni fyrir þrifum. Þessi aðgerð er liður í að styðja við íbúa og atvinnulíf utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er löngu tímabær uppbygging sem er ánægjulegt að geta ýtt úr vör og munu fleiri sambærilegar aðgerðir líta dagsins ljós á næstunni,“ sagði Ásmundur Einar við undirritun samningsins.

Sjá frétt á vef Skessuhorns.

The post Viljayfirlýsing um fjölgun íbúða í Snæfellsbæ undirrituð appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum

Snæfellsbær - Miðv.d., 06/11/2019 - 10:19

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsa eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Vesturlands.

Að þessu sinni verða veittir styrkir til atvinnuþróunar- og nýsköpunar, menningarmála og stofn- og rekstarstyrkja til menningarmála. Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2019.

Á vef SSV er rafræn umsóknargátt. Þar má einnig finna nánari upplýsingar, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.

Vefsíða SSV

The post Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir umsóknum appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Veist þú um jólaviðburð í Snæfellsbæ?

Snæfellsbær - Þri, 05/11/2019 - 10:24

Snæfellsbær óskar eftir ábendingum um aðventu- og jólaviðburði í sveitarfélaginu.

Ábending verður að innihalda nafn viðburðar, dagsetningu, tímasetningu og staðsetningu.

Ábendingar sendist á Rebekku Unnarsdóttir – rebekka@snb.is

The post Veist þú um jólaviðburð í Snæfellsbæ? appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Opinber heimsókn forseta Íslands til Snæfellsbæjar gekk vel

Snæfellsbær - Þri, 05/11/2019 - 10:03

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid, kom í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar þann 30. október sl.

Dagskrá heimsóknarinnar var þétt og farið víða í bæjarfélaginu. Heimsóknin hófst snemma að morgni og lauk síðla kvölds, að lokinni fjölskylduhátíð í félagsheimilinu Klifi þar sem bæjarbúar komu til móts við forsetahjónin og áttu ánægjulega stund.

Heimsókn forsetahjónananna hófst í grunnskólanum í Ólafsvík þar sem þeim voru kynnt gildi skólans og átthagafræðinám nemenda áður en forsetahjónin gengu í stofur og heilsuðu upp á nemendur. Þaðan lá leiðin í leikskólann Krílakot í Ólafsvík þar sem tekið var á móti gestum og starf skólans kynnt.

Þaðan lá leið í fiskvinnsluna Valafell í Ólafsvík þar sem starfsemi fyrirtækisins var kynnt og kaffiveitingar voru á boðstólnum. Veðrið lék við hvern sinn fingur í Snæfellsbæ á meðan heimsóknin stóð yfir og brugðu forsetahjónin á það ráð að ganga á næsta áfangastað í mildu veðrinu.

Á dvalarheimilinu Jaðri var tekið á móti forsetahjónum með virktum og virðingu þar sem sögur voru sagðar og bros á hverju andliti.

Í grunnskólanum á Hellissandi var snæddur hádegisverður, fínasti þorskur, með nemendum og starfsliði auk þess sem skólakórinn steig á svið og skemmti viðstöddum. Líkt og í grunnskólanum í Ólafsvík gengu forsetahjón í stofur og heilsuðu upp á nemendur og starfsfólk. Að því loknu fóru forsetahjón á fund bæjarstjóra og fulltrúa bæjarstjórnar þar sem stiklað var á stóru í starfsemi sveitarfélagsins og lífinu í bænum.

Eftir hádegi lá leiðin í fiskvinnsluna KG á Rifi þar sem starfsemi fyrirtækisins var kynnt og gengið um vinnslusal áður en ekið var í gestastofu Þjóðgarðsins á Malarrifi þar sem málstofa um áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi fór fram. Um kvöldið var svo haldin fjölskylduhátíð í félagsheimilinu Klifi þar sem íbúar og nærsveitungar nutu samsætis forsetahjónanna.

Það er óhætt að segja að heimsóknin hafi heppnast afar vel og var mikil ánægja meðal föruneytis forseta með viðtökur og gestrisni bæjarbúa. Þau fyrirtæki og stofnanir sem gáfu sér tíma til að taka á móti hópnum eru sendar bestu þakkir fyrir.

                                                                                                  1 1

The post Opinber heimsókn forseta Íslands til Snæfellsbæjar gekk vel appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Opinn fundur félags- og barnamálaráðherra í Ólafsvík

Snæfellsbær - mánud., 04/11/2019 - 15:41

Þriðjudaginn 5. nóvember mun Ásmundur Einar Daðason , félags- og barnamálaráðherra, halda opinn fund í Ólafsvík og fjalla um húsnæðismál á landsbyggðinni.

Kynntar verða þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undanförnu til þess að bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði og þá ekki síst á landsbyggðinni þar sem mikil stöðnun hefur verið á byggingu húsnæðis fyrir utan suðvesturhornið síðustu ár og jafnvel áratugi.

Þá verður fjallað sérstaklega um aðgerðir í tengslum við landsbyggðarverkefni Íbúðalánasjóðs sem félags- og barnamálaráðherra stofnaði til.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og fer fram á Sker Restaurant. Boðið verður upp á súpu fyrir gesti fundarins eftir framsögu ráðherra.

Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar hvattir til að mæta.

Ljósmynd: Ásmundur Einar Daðason við undirritun breytinga á reglugerð um lánaflokka Íbúðalánasjóðs í ágúst sl. Mynd fengin af vef Stjórnarráðsins.

The post Opinn fundur félags- og barnamálaráðherra í Ólafsvík appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

50 ára afmæli SSV

Snæfellsbær - mánud., 04/11/2019 - 08:56

Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi fagna 50 ára afmæli og í tilefni þess verður blásið til afmælisfagnaðar í Hjálmakletti í Borgarnesi föstudaginn 15. nóvember kl. 13:00.

Skráning stendur yfir inn á heimasíðu SSV til 12. nóvember. 

Framtíð Vesturlands – dagskrá

Kl. 13:00 Ávarp – Eggert Kjartansson formaður SSV

Kl. 13:15 Sviðsmyndagreining um þróun atvinnulífs á Vesturlandi – Sævar Kristinsson KPMG kynnir nýja skýrslu

KL. 14:00 Sýn ungra Vestlendinga á framtíð landshlutans

 • Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður
 • Auður Kjartansdóttir lögfræðingur
 • Bjarki Þór Grönfeldt doktorsnemi
 • Ása Karen Bjarnadóttir háskólanemi

Kl. 15:15 Kaffi

Kl. 15:45 Pallborðsumræður undir stjórn Gísla Einarssonar

 • Ásmundur Daðason félagsmálaráðherra
 • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir atvinnu- og nýsköpunarráðherra.
 • Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi.
 • Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði

Léttar veitingar, gleði og gaman. Allir velkomnir. Veislustjóri verður Gísli Einarsson.

The post 50 ára afmæli SSV appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Sóknaráætlun Vesturlands 2020 – 2024 birt á samráðsgátt stjórnvalda

Snæfellsbær - Fim, 31/10/2019 - 15:01

Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald.

Umsagnarfrestur er til og með 14. nóvember nk.

Sóknaráætlun Vesturlands 2020 – 2024 er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og áherslur til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Sóknaráætlun Vesturlands byggir á fimm grunnþáttum; velferð, umhverfi, samgöngur, menning og atvinna. Þá voru allir þessir grunnþættir tengdir við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í áætluninni eru sett fram skýr mælanleg markmið og áherslur sem verða leiðarljós við val á áhersluverkefnum sem og við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Tenglar:

Samráðgátt stjórnvalda

The post Sóknaráætlun Vesturlands 2020 – 2024 birt á samráðsgátt stjórnvalda appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Forsetahjónin í heimsókn

Grunnskóli Snæfellsbæjar - Fim, 31/10/2019 - 14:27
Í opinberri heimsókn sinni í Snæfellsbæ í gær heimsótti forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reed Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík og á Hellissandi. Þau fengu kynningu á skólastarfinu og Skólakórinn söng fyrir þau. Síðan gengu þau milli kennslustofa og heilsuðu upp á nemendur. Einnig snæddu þau hádegismat með nemendum og starfsfólki 1. – 4. bekkjar á Hellissandi.
Flokkar: Snæfellsbær

Fjölskylduhátíð í félagsheimilinu Klifi með forsetahjónum

Snæfellsbær - Þri, 29/10/2019 - 15:16

Snæfellsbær býður til fjölskylduhátíðar í félagsheimilinu Klifi miðvikudaginn 30. október kl. 20:00 í tilefni þess að forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid koma í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar.

Boðið verður upp á veitingar og tónlistaratriði.

Dagskrá:

Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, býður forsetahjón velkomin.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp.

Tónlistaratriði í boði heimamanna:

 • Stefanía Klara Jóhannsdóttir 
  • „Memory“ eftir Andrew Lloyd Webber úr leikritinu Cats. Stefanía leikur á trompet. Undirleikur: Evgeny Makeev.
 • Veronica Osterhammer
  • „Krosshólaborg“ eftir Valentinu Kay. Texti eftir Egil Þórðarsson. Undirleikur: Evgeny Makeev og Elena Makeeva.
 • Evgeny Makeev
  • „I will wait for you“ eftir Michel Legrand úr franska leikritinu Regnhlífar í Cherbourg.
 • Valentina Kay
  • „Þitt fyrsta bros“ eftir Gunnar Þórðarsson. Valentina Kay og Evgeny Makeev.

Að loknum tónlistatriðum verður boðið upp á veitingar. Umsjón: Kvenfélag Hellissands. 

Íbúar og nærsveitungar eru hvattir til að koma til fundar við forsetahjónin og eiga ánægjulega kvöldstund.

Ennfremur eru íbúar hvattir til að flagga íslenska fánanum í tilefni dagsins.

The post Fjölskylduhátíð í félagsheimilinu Klifi með forsetahjónum appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Forseti Íslands og forsetafrú koma í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar á miðvikudaginn

Snæfellsbær - mánud., 28/10/2019 - 12:36

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar miðvikudaginn 30. október.

Í Snæfellsbæ munu forsetahjónin meðal annars heimsækja starfsstöðvar Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafsvík og á Hellissandi; einnig verður heilsað upp á leikskólabörn í Krílakoti og eldri kynslóðina á Dvalarheimilinu Jaðri. Forsetahjónin munu heimsækja atvinnufyrirtæki á staðnum, þar á meðal Fiskverkunina Valafell og KG fiskverkun, auk þess sem þau sækja málstofu sem Snæfellsbær efnir til um áskoranir og tækifæri í ferðaþjónustunni á Snæfellsnesi. Að kvöldi býður bærinn til fjölskylduhátíðar í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík og hefst hún klukkan 20:00.

Á fimmtudaginn liggur leið þeirra svo í sambærilega heimsókn til Grundarfjarðar.

Fréttatilkynning frá skrifstofu forseta Íslands

The post Forseti Íslands og forsetafrú koma í opinbera heimsókn til Snæfellsbæjar á miðvikudaginn appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram um helgina

Snæfellsbær - fös, 25/10/2019 - 16:14

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram í tólfta sinn helgina 25. – 27. október í Frystiklefanum. Þetta er í fjórða skipti sem hátíðin er haldin hér í Snæfellsbæ eftir að hafa slitið barnskónum í Grundarfirði og gott dæmi um farsælt menningarsamstarf milli bæjarfélaganna á Snæfellsnesi.

Á hátíðinni í ár verða sýndar ríflega 70 alþjóðlegar stuttmyndir, hvort tveggja rjómi nýrra íslenskra stuttmynda og það besta sem gerist erlendis í stuttmyndagerð. Á dagskrá er fjöldi verðlaunamynda og mynda sem hlotið hafa mikið lof á virtum erlendum kvikmyndahátíðum.

Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er kvikmyndatökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson. Hann tók meðal annars upp myndirnar Hross í oss og Kona fer í stríð og sjónvarpsþættina Ófærð. Hann verður með meistaraspjall á laugardaginn sem stýrt verður af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu þar sem ljósi verður varpað á störf fólksins sem er á bak við tjöldin.

Aðrir viðburðir verða á sínum stað, t.d. fiskiréttakeppni, vinnustofur, fyrirlestrar, tónleikar og fleira. 

Frítt er á alla viðburði hátíðarinnar og fer hátíðin að öllu leyti fram í Frystiklefanum. Opnunarhóf hátíðarinnar verður í kvöld kl. 20:00.

Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.

Mynd: Valdís Óskarsdóttir í meistaraspjalli. Fengin af vefsíðu The Northern Wave Film Festival

The post Kvikmyndahátíðin Northern Wave fer fram um helgina appeared first on Snæfellsbær.

Flokkar: Snæfellsbær

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Snæfellsbær