Kirkjur í nágrenninu

Messa á Sjómannadag

Stykkishólmskirkja - Þri, 28/05/2019 - 09:31

Messa verður á Sjómannadag í Stykkishólmskirkju kl. 11 sunnudaginn 2. júní.

Fermingar á Hvítasunnu

Stykkishólmskirkja - Þri, 28/05/2019 - 09:30

Fermt verður í Stykkishólmskirkju á Hvítasunnu 9. júní

Júní í Reykhólaprestakalli

Reykhólakirkja - Þri, 28/05/2019 - 08:55

Þann 2. júní verður fermdur Jón Halldór Lovísuson í hátíðarmessu kl.14.00 í kirkjunni á Stað.

Sunnudaginn 2.júní verður helgistund í Barmahlíð kl.15.00 og eru allir velkomnir.

Þann 16.júní verður Ketill Ingi Guðmundsson fermdur í einkaathöfn á Grund.

Sunnudaginn 16.júní verður helgistund á Barmahlíð kl.15.15 og eru allir velkomnir.

Laugardaginn 29.júní er sumarmessa í Skálmarnesmúla kl.14 og eins og vanalega koma allir með eitthvað á sameiginlegt kaffiborð.

Sálgæslu er sinnt eftir samkomulagi og hægt er að hafa samband í síma 6995779 hvenær sem er og panta tíma.

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir leysir sr.Sigríði Óladóttur af í Hólmavíkurprestakalli í júní vegna sumarleyfa.

 

Guðsþjónusta í Gömlu kirkjunni

Stykkishólmskirkja - Fim, 16/05/2019 - 09:32

Guðsþjónusta verður í gömlu kirkjunni í Stykkishólmi sunnudaginn 19. maí kl. 17.00.

Sigurður Ólafsson jarðsunginn

Stykkishólmskirkja - fös, 10/05/2019 - 09:33

Í dag, föstudaginn 10. maí, var Sigurður Ólafsson jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju. Hann var fæddur 22. október 1934 en lést 3. maí síðastliðinn.

Maí

Reykhólakirkja - Þri, 07/05/2019 - 11:49

Heil og sæl,

Prestastefna var dagana 29.apríl-2.maí.

Helgina 3.-5. maí var boðið upp á opna tíma í sálgæslu og átti að vera helgistund á Barmahlíð en því miður féll hún niður sökum veikinda heimilismanna.

Vikuna 11.maí -19.maí er sr.Hildur Björk Hörpudóttir í námsferð erlendis og sr.Sigríður Óladóttir leysir af. Síminn hennar er 8623517.

Vorkveðjur!

Samvera með 60 ára og eldri

Stykkishólmskirkja - mánud., 06/05/2019 - 09:34

Á morgun, þriðjudaginn 7. maí kl. 11.30, verður samvera í Stykkishólmskirkju fyrir 60 ára og eldri. Helgistund og súpa á eftir í samstarfi við félag eldri borgara, Aftanskin.

Páskar og fermingar

Reykhólakirkja - Miðv.d., 17/04/2019 - 13:06

Á skírdag er Hátíðarmessa með altarisgöngu kl.20.00 í Garpsdalskirkju.

Á annan í páskum er Hátíðarmessa í Staðarhólskirkju kl.13.00.

Á annan í páskum er helgistund á Barmahlíð kl.15.30.

Þann 25.apríl (sumardaginn fyrsta) er fermingarmessa í Gufudalskirkju kl.14.00.

Þann 27.apríl er fermingarmessa í Staðarkirkju kl.14.00.

Á sunnudaginn 28.apríl er lokahátíð sunnudagaskólans kl.11.00 í Tjarnarlundi. Leikfélagið Brúðuheimar mætir. (ATH.breytta dagsetningu)

Páskakveðjur!

Helgihald í Dalaprestakalli um dymbilviku og páska 2019

Dalaprestakall - fös, 12/04/2019 - 17:05

Laugardagur fyrir pálmasunnudag;

Hvammskirkja – Fermingarmessa kl. 11:00

 

Pálmasunnudagur;

Snóksdalskirkja – Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00

 

Skírdagur;

Hjarðarholtskirkja – Fermingarmessa kl. 11:00

 

Páskadagur ;

Kvennabrekkukirkja – Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00

 

Sóknarprestur

Vikan..

Reykhólakirkja - Fim, 04/04/2019 - 16:56

Heil og sæl,

Minnum á kóræfingar sem eru öll þriðjudagskvöld og allir innilega velkomnir.

Á laugardag eru opnir tímar í sálgæslu.

Á sunnudag er sunnudagaskóli í Tjarnarlundi og ætla Spilavinir að koma og kenna okkur á ný spil, léttur hádegismatur í boði eftir stundina.

Á sunnudag er einnig helgistund á Barmahlíð kl.14.45 og eru allir velkomnir.

Með gleði í hjarta!

Á döfinni

Reykhólakirkja - Þri, 19/03/2019 - 10:53

Heil og sæl!

Föstudaginn 22.mars og laugardaginn 23.mars eru opnir tímar í sálgæslu.

Sunnudaginn 24. mars kl.11.00 verður bangsa og náttfata- sunnudagaskóli í Tjarnarlundi þar sem við ætlum að vinna með hvíld, ró og gleði, borða popp, drekka svala og kíkja á smá stuttmyndir.

Sunnudaginn 24.mars verður helgistund á Barmahlíð kl.14.45 og eru allir velkomnir.

Sunnudaginn 24.mars frá kl.16.00-18.00 verður áheitasöfnun fyrir vorferð æskulýðsfélagsins en þau ætla að halda dansmaraþon í sólarhring í Tjarnarlundi í apríl.

Góðar stundir.

Ný vika, ný tækifæri til að taka þátt í gefandi kirkjustarfi!

Reykhólakirkja - Miðv.d., 06/03/2019 - 10:27
Opnir tímar í sálgæslu föstudaginn 8.mars og laugardaginn 9.mars. Dala og Reykhólaprestakall heldur sameiginlegan sunnudagaskóla með tilhlökkun í Tjarnalundi í mars. Það verður föndrað, leikið, sungið og skemmt sér saman og í boði verður léttur hádegisverður eftir stundirnar. Sunnudaginn 10. mars kl.11.00 verður föndur-sunnudagaskóli þar sem við ætlum að vinna með umhverfisvernd og réttlæti. Helgistund verður á Barmahlíð kl.14.45 sunnudaginn 10.mars og eru allir velkomnir. Æskulýðsfélagið hittist kl.16.00 á sunnudaginn í prestbústaðnum á Barmahlíð og heldur út í söfnunarferð fyrir áheitum vegna dansnóttar og vorferðar í maí. Hlökkum til að sjá ykkur!

Febrúar

Reykhólakirkja - mánud., 04/02/2019 - 12:32
Sr.Hildur Björk verður í sumarleyfi frá 6 feb.-20.feb. Sr.Sigríður Óladóttir, sóknarprestur á Hólmavík, leysir af á meðan. Þann 22.feb er sameinaður sóknarnefndafundur Hólmavíkur og Reykhólaprestakalls. 22.feb frá kl.20.00-22.00 er æskulýðsfélagshittingur í sundlauginni með leikjum, tónlist og svo grilluðum pulsum og djús. Laugardaginn 23.feb. er fermingarfræðsla frá kl.10.00-12.00 í prestbústaðnum í Barmahlíð. Sunnudaginn 24.feb er helgistund í Barmahlíð kl.14.45 og allir velkomnir. Sunnudagaskólinn heldur svo aftur af stað eftir janúar og verður þematengdur í mars og apríl í Tjarnarlundi. Góðar vetrarstundir!

Náms og starfsferð

Reykhólakirkja - fös, 18/01/2019 - 13:46

Sr.Hildur Björk Hörpudóttir verður í náms og starfsferð frá 20.jan-26.jan. Sr.Anna Eiríksdóttir leysir af og er með síma 8974724.

Önnur vikan í janúar

Reykhólakirkja - Miðv.d., 09/01/2019 - 12:45

Aðal safnaðarfundur í Staðarhólssókn fimmtudaginn 10.jan kl.17.

Opnir tímar í sálgæslu föstudaginn 11.jan og laugardaginn 12.jan

Sunnudagaskóli í Reykhólakirkju kl.11.00 sunnudaginn 13.jan.

Fermingarfræðsla kl.12.15-14.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 13.jan.

Helgistund á Barmahlíð kl.14.45. sunnudaginn 13.jan.

Hátíðarguðsþjónustur um jól og áramót 2018

Dalaprestakall - Þri, 18/12/2018 - 20:43

24. desember – Aðfangadagur jóla

Kl. 14:00 – Helgistund á Fellsenda

Kl. 18:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju

 

26. desember – Annar dagur jóla


kl. 14:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Stóra- Vatnshornskirkju

kl.20:00 -   Kertamessa í Hvammskirkju

 

28. desember – milli jóla og nýárs

kl.14:00 –  Helgistund á Silfurtúni

Kl. 20:00 – Kertamessa í Kvennabrekkukirkju

 

30. desember – Síðasti sunnudagur ársins 2018

kl. 14:00 –  Hátíðarguðsþjónusta í Snóksdalskirkju

Organisti í athöfnum er Halldór Þorgils Þórðarson og kirkjukór Dalaprestakalls leiðir söng.

Með ósk um gleðileg jól .

Sóknarprestur

 

Aðventa 2018

Dalaprestakall - fös, 30/11/2018 - 10:39

Aðventukvöld – Hjarðarholtskirkju

Á fyrsta sunnudag í aðventu, 2. desember, kveikjum við á fyrsta ljósinu á aðventukransinum á aðventukvöldi í Hjarðarholtskirkju kl. 20:00. – Kirkjukór Dalaprestakalls ásamt Kristey og Emblu syngja jólasálma undir stjórn Halldórs Þ Þórðarsonar. Einnig syngja þær Soffía Meldal, Helga Rún Hilmarsdóttir  og stúlkur úr Auðarskóla nokkur jólalög. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og bera ljósið um kirkjuna þegar sungið er Heims um ból. – Jóhanna Leopoldsdóttir flytur hugvekju. – Sérstakur gestur er Helga Möller, söngkona, sem kemur okkur í hátíðarskap.

 

Aðventukvöld í Staðarfellskirkju

Fimmtudaginn 6. desember, kl. 20:00, er aðventukvöld  í Staðarfellskirkju – Þorrakórinn ásamt kirkjukór Dalaprestakalls syngur jólasálma.  Fermingarbörn lesa ritningarlestra og  bera ljósið um kirkjuna. Eftir afhöfnina er kirkjugestum boðið upp á veitingar. -Allir velkomnir.

Eigum hátíðlega samveru á aðventunni.

Sóknarprestur.

Vikan 29.okt-5.nóv

Reykhólakirkja - mánud., 29/10/2018 - 17:02

Kóræfing kl.20.30 á þriðjudaginn 30.okt í Reykhólakirkju.

Æskulýðsfélagið hittist kl.20.00 í Reykhólakirkju á fimmtudagskvöldið og heimsækir Barmahlíð í spilakvöld.

Opnir tímar í sálgæslu á fimmtudag, föstudag og laugardag.

AA fundur og sálgæsluhópur um fíkn og meðvirkni er kl.20.00 á föstudagskvöldið 2.nóv í Reykhólakirkju.

Sunnudagaskóli er kl.11.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 4.nóv og er bangsablessun! (Allir að mæta með uppáhalds bangsann sinn eða dúkku)

Helgistund á Barmahlíð er kl.14.45 á sunnudeginum, allir velkomnir.

Góðar og ljúfar hauststundir!

Safnaðarstarfið vikuna 15.okt-21.okt.

Reykhólakirkja - mánud., 15/10/2018 - 11:07

Kóræfing kl.20.30 í Reykhólakirkju þriðjudaginn 16.okt.

Æskulýðsfélagið Kirkjulubbar heldur gistinótt sem byrjar kl.19.oo fimmtudaginn 18.okt. Allir að muna að koma með hlý náttföt, sæng, dýnu og kodda :)

Opnir tímar í sálgæslu á föstudaginn 19.okt.

Ljósamessa kl.18.00 í Reykhólakirkju föstudaginn 19.okt. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið.

AA fundur og sálgæsluhópur um meðvirkni og fíkn kl.20.00 í Reykhólakirkju föstudaginn 19.okt.

Opnir tímar í sálgæslu laugardaginn 20.okt.

Bíósunnudagaskóli kl.11.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 21.okt. Popp og svali í boði sóknarprests og allir koma með teppi og púða :)

Fermingarfræðsla kl.12.00 í Reykhólakirkju sunnudaginn 21.okt.

Helgistund í Barmahlíð kl.14.45 sunnudaginn 21.okt.

Góða stundir!

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall aggregator - Kirkjur í nágrenninu