Til hamingju með daginn!

Í dag eru 500 ára frá því að siðbót hófst með því að Marteinn Lúter hengdi upp 95 greinar á Hallahurðina í Wittenberg.

Eftir það var ekki hægt að stöðva siðbótina og grunn hennar að það var ritningin sem skipti máli, ekki hefðin og að réttlæting okkar væri af trúni einni, ekki verkunum.

31. október 1517 er sá dagur sem allt breyttist og horfið tilbaka til frumkristni.

Til hamingju með daginn og megum við eignast siðbót í hjarta okkar á hverjum degi!

Þannig breytist heimurinn.

Um innsigli Lúters af Wikipedia: "Innsigli Marteins Lúthers, oft nefnt Lúthersrós, var hannað af Lúther sjálfum. Lúther skýrði merkingu innsiglisins með þeim hætti að innst væri svartur kross sem minnir okkur á að Jesús Kristur vill eiga samastað í hjarta þess sem trúir fyrir trúna eina (sola fide). Krossinn skal vera svartur á litinn því Jesús frelsar þá sem á hann trúa með dauða sínum og leitast við að deyða í þeim allt sem syndugt er. Lúther sagði svartan vera hinn náttúrulega lit krossins. Hjartað skal vera rautt því trúin fyllir hjartað af gleði, trausti og friði. Hjartað er inni í hvítri rós en hvítur táknar hér lit engla og heilags anda. Blái liturinn utan um rósina táknar himininn þar sem Jesús Kristur hefur búið fylgjendum sínum sæti en gyllta gjörðin yst merkir eilífa dýrð Guðs. Eftir tíma Lúthers hefur innsiglið orðið tákn fyrir Lútherstrú.."

Afmælisviðburður: 500 ára afmæli siðbótar

Haldið verður upp á 500 ára afmæli siðbótar og hinnar lútersku kirkju okkar með guðþjónustu í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 29. október kl. 20.

Afmælisviðburður.  

Eftir guðsþjónustu, í kaffinu, verður kynning á möguleikum varðandi að bæta aðgang fyrir alla í Ólafsvíkurkirkju.

Í kjölfarið verður boðið upp á skoðunnarkönnun meðal sóknarbarna um hvaða möguleika eigi að velja.

Sú könnun fer fram hér á heimasíðunni.

Siðbótardagurinn (31. október) – síðasti sunnudagur í október.

Lexía: Jer 31.31-34

Pistill: Róm 3.21-28

Guðspjall: Jóh 8.31-36

Sálmar394, 29 (1. vers), 297; 284 eða 301 , 237 (1.,3.,6.-8. vers).

 

Minningu um Kristinn bætt við minnismerkið á Hóli

Bætt hefur verið við stein í minnismerkið um horfna sjómenn í Ingjaldshólskirkjugarði.

Minnismerkið er um Kristinn Ragnarsson sem fórst 9. febrúar 1946 í Keflavíkurvör.  Hann var 21. árs.

 

Halldór Forni Gunnlaugsson, myndhöggvari á Eyrarbakka sá um að velja steininn, merkja hann og koma fyrir.

 

Laus staða kirkjuvarðar á Ingjaldshóli

Staða kirkjuvarðar í Ingjaldshólskirkju er auglýst laus til umsóknar.

Í starfinu fellst þrif á kirkju og safnaðarheimili, bókanir á sal og eftirlit.  Um er að ræða lítið hlutastarf.

Kærleiksmaraþon: kaffihús, bingó og bílaþvottur.

Kærleiksmaraþon æskulýðsfélagsins stendur yfir þessa viku.
Miðvikudaginn 18. október kl. 20 er boðið upp á opið hús og kaffihús í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju.
Boðið upp á bílaþvott, ef veður leyfir, bingó, andlitsmálningu, veitingar og gott skap. Allt að kostnaðarlausu.
Gengið verður um og gerð góðverk þriðjudag og miðvikudag.
Safnað hefur verið áheitum fyrir maraþonið til að fara á landsmót á Selfossi.
Enn er hægt að styrkja þau með því að leggja á reikning (194-05-401623, kt 430111-0350).

Ekki missa af þessum sannkallaða kærleiksdegi í kirkjunni okkar!  Ekki gleyma að taka þátt og vinna kærleiksverk!

Foreldramorgnar

Foreldramorgnar (áður kallaðir mömmumorgnar) verða nú á miðvikudagsmorgnum kl. 10-12 í Ólafsvíkurkirkju.

Fyrsti fundurinn er 27. september. Umsjónarmaður er ......

Foreldrarmorgnar eru sameiginlegir fyrir báða söfnuðina.

 

Fésbókarhópur fyrir foreldramorgnana.

 

Komum saman og eigum góða stund með börnunum okkar.

Dóra Sólrún og 700 ára afmæli kirkjustaðar á Hóli

Minnst verður að fyrsta kirkjan á Ingjaldshóli, sem vitað er um vígsludag, hefði orðið 700 ára þann 13. október.

Tónlist úr söfnuðinum og Sæmundur Kristjansson verður með sögukynningu. Afmæliskaffi.

Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni, frá Rifi, mun prédika.

 

Um kirkjuna:

Gunnar Hauksson bjó á Ingjaldsshóli og átti jörðina.  Lét hann gera kirkju á staðnum, en áður hafði þar staðið bænhús.  Vígslumáldagi kirkjunnar er frá 13. október 1317, en kirkjan var vígð af Árna Helgasyni, Skálholtsbiskupi, Guði til lofs og dýrðar, sánkti Maríu og öllum heilögum mönnum.  Sumir segja að elsta kirkja hafi verið reist 1262.

 

 

17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Lexía: Jes 1.16-17

Pistill: Gal 5.1-6

Guðspjall: Mrk 2.14-28

Sálmar: Vertu hans kraftaverk, 535; lag; 317 (Bjargið alda), 518.

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS