Æskulýðsfélagsfundur

Fundur í æskulýðsfélaginu í Ólafsvíkurkirkju frá kl. 20-22 miðvikudaginn 7. nóvember 2012.

Í þínum sporum og Ný dögun

Að beiðni biskups Íslands er vakin athygli á átak gegn einelti. Það er á heimasíðunni www.gegneinelti.is .

Söfnun fermingarbarnanna

Mánudaginn 5. nóvember og þriðjudaginn 6. nóvember munu fermingarbörn næsta vors ganga í hús á Hellissandi, Rifi og í Ólafsvík frá 17:30-21. Safnað verður til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í þremur löndum Afríku: Malaví, Úganda og Eþíópíu.

Allra heilagra messa í Ólafsvíkurkirkju

Á sunnudag, 4. nóvember, verður messa með altarisgöngu í Ólafsvíkurkirkju kl. 14.

Í messunni verður minnst látinna ástvina og kveikt á kertum, í tilefni allra heilagra messu og allra sálnamessu.
Kaffi og djús í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Allir velkomnir.

Myndir frá Laugum

Hverju viltu helst bæta við síðuna?

Fermingarbarnamót á Laugum

Farið verður á fermingarbarnamót safnaða á Snæfellsnesi, Dölum og Reykhólum á Laugum í Sælingsdal miðvikudaginn 24 október. Lagt verður af stað með rútu frá skólanum á Hellissandi klukkan 10 og á sama tíma er mæting í Ólafsvíkurkirkju. Lagt verður af stað þaðan klukkan 10:30. Komið verður við í Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal og komið að Laugum klukkan 14.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS