Barna- og æskulýðsstarfið hefst í vikunni

TTT-starfið hefst núna á miðvikudaginn, 26. september strax eftir skóla kl 14:15 í Ólafsvíkurkirkju.
Æskulýðsstarfið hefst sama dag, kl. 20 í Ólafsvíkurkirkju.

Hvenær á guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju á aðfangadag að vera?

Foreldramorgnar hefjast á ný.

Foreldramorgnar (áður kallaðir mömmumorgnar) verða á fimmtudagsmorgnum kl. 10-12 í Ólafsvíkurkirkju.

Fyrsti fundurinn er 27. september 2012.

Umsjónarmaður er Ásta Birna Björnsdóttir. Foreldrarmorgnar eru sameiginlegir fyrir báða söfnuðina.

Fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Sunnudaginn 23. september kl. 14 verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.
Fjölskylduguðsþjónusta er í senn hefðbundin guðsþjónusta og sunnudagaskóli.

Kaffi er í boði á eftir.

Komum saman og njótum stundarinnar með fjölskyldunni.

Síðasti opni fundurinn í vinum í bata

Síðasti opni fundurinn (kynningarfundur) um vini í bata í Ingjaldshólskirkju verður á miðvikudag, 19. september, kl. 20, en svo verður hópunum lokað..

Mannrækt – viltu bæta lífsgæðin?
Tólf spor – andlegt ferðalag í Ingjaldshólskirkju veturinn 2012-13.

Fermingarfræðslan hefst á þriðjudag

Fyrsti fermingarfræðslutími verður í safnaðarheimili Ólafsvíkurskirkju þriðjudaginn 18. september, eftir skóla. Fermingarkver er hægt að nálgast hjá sóknarpresti. Teknir verða fyrir inngangskafli og kafli um biblíuna.

Vel heppnað námskeið

Námskeið um kyrrðarbæn var haldið í Ingjaldshólskirkju í dag, laugardaginn 8. september. Samdómaálit viðstaddra var að vel til tókst. Kærar þakkir til allra sem hjálpuðu til með námskeiðið.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS