Dóra Sólrún og 700 ára afmæli kirkjustaðar á Hóli

Minnst verður að fyrsta kirkjan á Ingjaldshóli, sem vitað er um vígsludag, hefði orðið 700 ára þann 13. október.

Tónlist úr söfnuðinum og Sæmundur Kristjansson verður með sögukynningu. Afmæliskaffi.

Dóra Sólrún Kristinsdóttir, djákni, frá Rifi, mun prédika.

 

Um kirkjuna:

Gunnar Hauksson bjó á Ingjaldsshóli og átti jörðina.  Lét hann gera kirkju á staðnum, en áður hafði þar staðið bænhús.  Vígslumáldagi kirkjunnar er frá 13. október 1317, en kirkjan var vígð af Árna Helgasyni, Skálholtsbiskupi, Guði til lofs og dýrðar, sánkti Maríu og öllum heilögum mönnum.  Sumir segja að elsta kirkja hafi verið reist 1262.

 

 

17. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Lexía: Jes 1.16-17

Pistill: Gal 5.1-6

Guðspjall: Mrk 2.14-28

Sálmar: Vertu hans kraftaverk, 535; lag; 317 (Bjargið alda), 518.

 

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 1. október kl. 14.

Kökubasar eftir athöfn á vegum æskulýðsfélagsins. Safnað er í ferð á landsmót Æskulýðsfélaganna á Selfoss 20.-22. október.

 

16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: Slm 130

Pistill: Fil 1.20-26

Guðspjall: Jóh 11.19-27

Sálmar: 864, 840 (1. og 7. vers), 913; 906, 895.

Kærleiksmaraþon 2017

Á miðvikudagskvöld, 27. september, ganga unglingarnir okkar í hús og safna áheitum vegna kærleiksmaraþons til að safna fyrir ferð æskulýðsfélagsins á landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar á Selfossi. 
Kærleiksmaraþon verður haldið í október. 

Kynningarfundur vegna kjörs til vígslubiskups í Skálholti

Kjörnefndamenn prestakalla kjósa vígslubiskup ásamt meðal annars prestum. Til að geta kynnt sér þá þrjá aðila sem eru í kjöri að þá er haldinn fundur í Borgarnesi á mánudaginn 25. september kl. 20 í Menntaskólanum í Borgarnesi.
 
Fundurinn er opinn öllum, en kjörnefndarmenn sérstaklega hvattir til að mæta.
Um er að ræða póstkosningu sem hefst þann 28. september nk. og lýkur þann 9. október nk.
 

Guðþjónusta i Ingjaldshólskirkju

Guðþjónusta i Ingjaldshólskirkju kl. 11 sunnudaginn 17. september.

Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.

 

14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Lexía: Slm 103.1-6

Pistill: Gal 2.20

Guðspjall: Jóh 5.1-15

Sálmar: 30, 4, 402; 712, 848.

 

Guðsþjónusta í Olafsvíkurkirkju

Guðþjónusta i Ólafsvíkurkirkju kl. 14 sunnudaginn 17. september.

Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.

 

14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Lexía: Slm 103.1-6

Pistill: Gal 2.20

Guðspjall: Jóh 5.1-15

Sálmar: 30. 4. 350; 712, 848.

 

Starfsmaður/starfsmenn í barna- og æskulýðsstarf

Nú er tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar!

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS