Ný sóknarnefnd Ólafsvíkursóknar 2017

Ný sóknarnefnd í Ólafsvík hefur komið saman og skipt með sér verkum.

Við óskum þeim velfarnaðar í trúnaðarstörfum sínum og þökkum fyrri sóknarnefnd fyrir þeirra góðu störf.

 

Sjá nánar í fréttinni.

Skýrsla sóknarprests 2016

Skýrsla sóknarprests í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli 2016.

Sagt frá starfinu í söfnuðunum og birtar tölur um aðsókn. 

Meira í greininni.

Skýrsla sóknarprests 2014

Skýrsla sóknarprests í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli 2014.

 

Skýrsla sóknarprests 2015

Skýrsla sóknarprests í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli 2015.

 

Starfið hefur að mestu leyti verið með hefðbundnu formi.  Reynt var að hafa helgihald fjölbreytt.  Starfið í Brimilsvallakirkju var með hefðbundnu formi. 

 

Guðsþjónustur í sóknunum og prestakallinu:

 

Héraðsfundarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.  

Sunnudaginn 30. apríl kl. 11 verður messa í Ólafsvíkurkirkju.
Eftir messu verður haldinn héraðsfundur prófastsdæmisins og eru allir velkomnir í guðsþjónustuna.
Séra Elínborg Sturludóttir prédikar.

 

2. sunnudagur eftir páska (misericordias domini)

Lexía: Slm 23

Pistill: 1Pét 5.1-4

Guðspjall: Jóh 21.15-19

Sálmar: 848, 538, 170; 835, 888, 586, 730. +875

 

 

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar og kirkjugarða Ólafsvíkursókna verður fimmtudaginn 27. apríl kl. 20 í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju.

Dagskrá er meðal annars skýrsla stjórnar, kosningar og önnur mál.

Gleðilega páska!

Gleðilega páska, bræður og systur í Kristi! 

"„Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upp risinn frá dauðum, hann fer á undan ykkur til Galíleu. Þar munuð þið sjá hann. Þetta hef ég sagt ykkur.“ 
Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. "  (Matt. 28)

Gleðidagar eru hafnir.

Guð gefi ykkur góða daga og gleði upprisunnar í hjarta!

Takk fyrir góðar stundir saman í kirkjunum á páskadagsmorgni.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS