Kristniboðsdagur í Ingjaldshólskirkju og skólakór

Fjölskylduguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 11. nóvember kl. 11.

Sambland almennrar guðsþjónustu og sunnudagaskóla/barnaguðsþjónustu.

Skólakór Snæfellsbæjar syngur.

 

Kristniboðsdagurinn – Annar sunnudagur í nóvember

Textaröð: A

Lexía: Jes 12.2-6

Pistill: Róm 10.8-17

Guðspjall: Matt 28.16-20

Sálmar: Shalom chaverin, Hallelú, 942; Ég vil líkjast, Rock my soul.

 

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti og kynferðisofbeldi

Kirkjuklukkum verður hringt fimmtudaginn 8. nóvember til að kalla okkur til að berjast í umhverfi okkar gegn einelti og kynferðisofbeldi.

„Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“ segir í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011, á degi gegn einelti.

Árlegur dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum á heimsvísu hjá 193 aðildarfélögum Sameinuðu Þjóðanna verður haldinn skv. venju 8. nóvember n.k.  

Hér er um íslenskt frumkvæði að ræða.  Er fólk um allan heim hvatt til að sýna samstöðu í baráttunni gegn einelti og kynbundnu ofbeldi með því að hringja alls konar bjöllum kl. 13 að staðartíma hvers lands.

 

Kirkjuklukkum skal hringt í sjö mínútur kl. 13 – 13:07, í eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar.

Einelti er því miður staðreynd víða og afleiðingar þess skelfilegar.  Það sama á við um kynferðisofbeldi.  Markmiðið er að uppræta hvorutveggja og þátttaka í klukknahringingu um heim allan þennan dag er liður í því.  Þjóðkirkjan boðar trú á kærleiksríkan Guð sem elskar öll sín börn og hefur þéttriðið þjónustunet í kringum landið.  Látum hljóm klukknanna hringinn í kringum landið minna okkur á vonina um betra líf og sigur hins góða. 

Kirkjuklukkum verður líka hringt í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli, það er í Ólafsvíkurkirkju klukkan 13 í 7 mínútur.
Ekki verður hringt í hinum kirkjunum, en þar mundu fáir heyra í þeim, en klukkur Ólafsvíkurkirkju hljóma fyrir þær einnig.
Leggjumst öll á eitt og berjumst gegn einelti og kynferðisofbeldi .

Allra heilagra/sálna messa í Ólafsvíkurkirkju

Allra heilagra messa og allra sálna messa í Ólafsvíkurkirkju kl. 14 sunnudaginn 4. nóvember.  

 
Í messunni verður sérstaklega minnst látinna ástvina og kveikt á kertum, í tilefni allra heilagra messu og allra sálnamessu.  Nefnd verða nöfn þeirra sem látist hafa á undanförnum 3 árum og skráðir í kirkjubækur prestakallsins.
Hægt er að nefna fleiri við sóknarprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin eða setja nafn í box í forkirkjuna fyrir athöfn.
Altarisganga

Kaffi í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Allir velkomnir.

 

Allra heilagra messa.

1. nóvember – fyrsti sunnudagur í nóvember.
Litur: Hvítur eða rauður.

 

Textaröð: A

Lexía: Jes 60.19-21

Pistill: Opb 7.9-12

Guðspjall: Matt 5.1-12

Sálmar: 865, 2 (1v), 523; kveðja, 891, 893.

Barmmerki Ólafsvíkurkirkju

Nýtt barmmerki Ólafsvíkurkirkju hefur verið gefið út.

Það er til í gylltri og silfurlitaðri útgáfu.

 

Merkið er selt til styrktar aðgengismálum kirkjunnar á 2.500,- stykkið.

Léttguðsþjónusta með gleðibrag

Léttguðsþjónusta með gleðibrag verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 21. október kl. 20.

 

21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Litur: Grænn.

 

Textaröð: A

Lexía: Jes 51.11-16

Pistill: Ef 6.10-17

Guðspjall: Jóh 4.46-53

Sálmar: 913, Hallelujah, Fögnum; Gullvagninn og Goodnight, sweetheart.

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 7. október klukkan 14.

 

19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Litur: Grænn.

Textaröð: A

Lexía: Esk 18.29-32

Pistill: Ef 4.22-32

Guðspjall: Matt 9.1-8

Sálmar: Ég vil ganga inn um hlið hans, 749, 906; 402, 712.

 

Afmælismessa í Ingjaldshólskirkju

Afmælismessa Ingjaldshólskirkju. Kirkjan er 115 ára og kirkjukórinn 65 ára.  Altarisganga.

Lilja Dögg Gunnarsdóttir syngur einsöng.

Komum saman og leggjum vonir okkar og sorgir í hendur Guðs.

 

18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Litur: Grænn.

Textaröð: A

Lexía: 1Kon 8.22-30

Pistill: 1Pét 2.4-9

Guðspjall: Jóh 10.22-30

SálmarIngjaldshóll, Ave Marie (Kaldalóns) einsöngur,735; Friður á jörðu einsöngur, Megi gæfan þig geyma einsöngur, 587, 518.

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS