Sunnudagur til sælu!

Dagurinn í dag hófst í Ingjaldshólskirkju klukkan 11 með sunnudagaskóla. Mjög vel var mætt af bæði börnum og foreldrum. Tókst stundin vel og gott að hafa stóran hóp umsjónarmanna sem allir stóðu sig vel.

Sunnudagaskóli alla sunnudaga

Munum eftir sunnudagaskólanum sem verður alla sunnudaga fyrir jól í Ingjaldshólskirkju kl. 11.

Ekki gleyma þeim fjársjóð sem börnin hafa aðgang að í sunnudagaskólanum og mömmur og pabbar með.

Helgiganga með keltneskum brag og messa

Sunnudaginn 30. sept. verður efnt til helgigöngu frá Gufuskálum kl. 12 sem lýkur með messu í Ingjaldshólskirkju kl. 14. Helgistundir með keltnesku trúarívafi verða haldnar á Gufuskálum, við Írskrabrunn og við steinhleðslur í flæðarmálinu.
Þetta er í annað sinn sem slík helgiganga er farin, en helgigangan fyrir tveimur árum vakti athygli og ánægju.

Þingmálafundir

Þingmálafundir fyrir Vesturlandsprófastsdæmi verða haldnir mánudaginn 24. september í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju og í félagsheimilinu Brún, Bæjarsveit þriðjudaginn 25. september og hefjast báðir klukkan 20:30.

Barna- og æskulýðsstarfið hefst í vikunni

TTT-starfið hefst núna á miðvikudaginn, 26. september strax eftir skóla kl 14:15 í Ólafsvíkurkirkju.
Æskulýðsstarfið hefst sama dag, kl. 20 í Ólafsvíkurkirkju.

Hvenær á guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju á aðfangadag að vera?

Foreldramorgnar hefjast á ný.

Foreldramorgnar (áður kallaðir mömmumorgnar) verða á fimmtudagsmorgnum kl. 10-12 í Ólafsvíkurkirkju.

Fyrsti fundurinn er 27. september 2012.

Umsjónarmaður er Ásta Birna Björnsdóttir. Foreldrarmorgnar eru sameiginlegir fyrir báða söfnuðina.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS