Fermingarbarnamót á Laugum

Farið verður á fermingarbarnamót safnaða á Snæfellsnesi, Dölum og Reykhólum á Laugum í Sælingsdal miðvikudaginn 24 október. Lagt verður af stað með rútu frá skólanum á Hellissandi klukkan 10 og á sama tíma er mæting í Ólafsvíkurkirkju. Lagt verður af stað þaðan klukkan 10:30. Komið verður við í Grundarfirði, Stykkishólmi og Búðardal og komið að Laugum klukkan 14.

Batamessa í Ingjaldshólskirkju

Í fyrsta sinn í Snæfellsbæ er boðið upp á batamessu í Ingjaldshólskirkju kl. 20 sunnudaginn 21. október.

Batamessur eru messur þar sem er unnið út frá 12 sporunum eins og í vinum í bata. Áhersla á virkni og upplifun. Sjón er sögu ríkari.
Léttar veitingar á eftir. Allir velkomnir.

Um batamessur segir á vef Vina í bata:

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Almenn guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju á sunnudag, 21. október. Kaffi og djús eftir athöfn. Allir velkomnir.

Bleikur dagur

Vandamál hafa verið með síðuna undanfarna daga og vonandi eru þau úr sögunni.

Síðan er bleik í dag í tilefni af fjáröflunarátaki krabbameinsfelagsins.

Gott er að styðja góð málefni.

Guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Á sunnudaginn verður guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju kl. 14. Djús og kaffi á eftir. Fyrr um daginn, klukkan 11 verður sunnudagaskóli í sömu kirkju. Njótum dagsins með fjölskyldunni í kirkjunni okkar.

Fleiri myndir af helgigöngu og messu 30. september

Hér eru nýjar myndir af helgigöngunni á sunnudag og úr messunni á Ingjaldshóli.

Myndirnar tók Skúli Alexandersson, en hann átti drjúgan þátt í að þessum helgigöngum var komið hér á, auk þess að hann sagði frá sögunni og aðstæðum á Írskubrunni á sunnudag.

Popp- og gospelguðsþjónusta á sunnudag

Léttguðsþjónusta er á sunnudagskvöld, 7. október, klukkan 20 í Ólafsvíkurkirkju.

Kirkjukór Ólafsvíkur syngur gospel- og popplög. Kórfélagar sjá um einsöng, kórsöng og undirleik.

Fjölmennum og eigum indæla stund í helgidómnum.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS