Léttguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Léttguðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 21. apríl kl. 20.

Allt yfirbragð guðsþjónustunnar er léttari og tónlistin einnig.

Sigurður Höskuldsson spilar og syngur ásamt Erlu Höskuldsdóttur og kirkjukór Ólafsvíkur.

Kaffi og djús á eftir.

Ekki láta þennan atburð framhjá þér fara!

Sunnudagaskólinn

Senn lýkur sunnudagaskólanum með fjöri í Ingjaldshólskirkju í byrjun maí.
Þangað til er um að gera að koma með börnin og leifa þeim að eiga skemmtilega stund í kirkjunni á sunnudagsmorgnum klukkan 11 (í Ólafsvíkurkirkju).

Léttguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Léttguðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 14. apríl kl. 20.

Allt yfirbragð guðsþjónustunnar er léttari og tónlistin með vor- og sumarblæ, auk gospel í bland.

Ekki láta þennan atburð framhjá þér fara!

Viðtalstími fellur niður.

Viðtalstími í Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 3. apríl kl. 13 fellur niður vegna fundarhalda.

Gleðidagar hafnir

Gleðilega páska, kæru bræður og systur!

Guð gefi okkur öllum fagnaðarríka hátíð og náðarríka tíma.

Kristur er upprisinn. Kristur er sannarlega upprisinn

Hátíðarguðsþjónusta á Jaðri.

Hátíðarguðsþjónusta verður á páskadag á Jaðri kl. 14.

Guðsþjónusta á páskadag í Ingjaldshólskirkju

Hátíðarguðsþjónusta verður á páskadagsmorgun í Ingjaldshólskirkju kl. 10.

Kaffi og með því í safnaðarheimilinu eftir athöfn.

Komum saman í helgidómnum á þessum lífsins sigurdegi, mesta hátíðardegi kristinna manna.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS