Sameiginleg guðsþjónustu safnaðanna í Snæfellsbæ

Sameiginleg guðsþjónustu safnaðanna í Snæfellsbæ verður í Staðastaðarkirkju kl. 14 á uppstigningardag, 9. maí. Kirkjudagur aldraða.

Sóknarprestarnir þjóna fyrir altari og ræðumaður verður Erlingur Garðar Jónsson.

Eldri borgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir. Rúta fer frá N1 á Hellissandi kl 13 og Jaðri og Shell kl. 13:20.

Kaffiveitingar í boði vinafélags eldri borgara verða á Görðum eftir messu.

Komum í hús Drottins til bænar og þakkargjörðar.

Fjölskylduguðsþjónusta og lokahátíð barnastarfsins

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 11.

Lokahátíð sunnudagaskólans, TTT-starfsins, barnakórsins og æskulýðsstarfsins.
Ýmsar uppákomnur, en hvað verður á grillinu?
Allir velkomnir.

Fleiri myndir af föstudegi á TTT móti

Hér má sjá fleiri myndir af fyrsta degi dvalarinnar í Vatnaskógi.

TTT mót í Vatnaskógi

Gaman var á TTT (tíu til tólf ára) mótinu í Vatnaskógi á fyrsta degi, en það höfst föstudaginn 26. apríl.
Farið var út á báti, kvöldvaka, leitað að presti og grillað brauð við varðeld í miðjum skógi. Auk margs annars.
Fleiri myndir birtast á fésbókarheimasíðunni.

Kórarnir sungu inn sumar í hjörtu viðstaddra

Kirkjukórar í Snæfellsbæ héldu tónleika í björgunarstöðinni Von á sumardaginn fyrsta, 25. apríl. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og hér eru myndir af samkórnum.

TTT ferð í Vatnaskóg

Farið verður í ferð í Vatnaskóg með börnum sem hafa verið virk í TTT-starfi í sóknunum í vetur.

Farið verður af stað kl. 15:45 föstudaginn 26. apríl frá skólanum á Hellissandi, komið við á stoppustöðvum á Rifi og lagt af stað frá kirkjunni í Ólafsvík kl 16.

Viðtalstímar falla niður

Fastir viðtalstímar þriðjudaginn 16. apríl heim að fimmtudegi 18. apríl falla niður vegna prestastefnu.
Hægt er að hringja í neyðarsíma sóknarprests ef þörf er á.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS