Hestamannaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju

Haldin verður hestamannaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju sunnudaginn 26. maí klukkan 14.

Hópreið verður til kirkju frá hesthúsunum í Fossárdal kl. 13.

Eftir guðsþjónustu er kaffi og meðlæti á Brimilisvöllum gegn frjálsu framlagi.

Vetrarstarfinu að ljúka

Eftir lokahátíð barnastarfsins er sunnudagaskólinn, TTT og barna- og skólakórinn kominn í frí fram á haust.

Æskulýðsstarfið hefst einnig aftur í haust.

Foreldramorgnar héldu sinn síðasta fund í morgunn og verður í sumarfríi fram á haust.

Hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Hátíðarguðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju á hvítasunnudag kl. 13.
Fermt verður í athöfninni.

Hátíðarguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Hátíðarguðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju á hvítasunnudag kl. 11.
Fermt verður í athöfninni.

Ný sóknarnefnd Ólafsvíkursóknar

Sóknarnefnd Ólafsvíkursóknar hefur skipt með sér verkum.
Skipan hennar er eftirfarandi:

Sóknarnefnd:

Aðalfundur Ingjaldshólssóknar

Aðalfundur Ingjaldshólssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju mánudaginn 27. maí kl. 20.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir velkomnir,
sóknarnefnd.

Foreldramorgnar

Minnum á foreldramorgna í fyrramálið í Ólafsvíkurkirkju kl. 10. Þeir eru alla fimmtudagsmorgna.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS