Jólatónleikar kirkjukórsins

Jólatónleikar kirkjukórs Ólafsvíkur verða fimmtudagskvöldið 6. desember kl. hálf níu í Ólafsvíkurkirkju.

Það kostar 1.500,- krónur á tónleikana. Frítt fyrir börn. Kaffi og piparkökur á eftir.

Æskulýðsfélagsfundur

Fundur í æskulýðsfélaginu í Ólafsvíkurkirkju frá kl. 20-22 miðvikudaginn 5. desember 2012.

Aðventukvöld í Ólafsvíkurkirkju

Aðventukvöldið verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 2. desember klukkan 20.
Nemendur tónlistarskólans verða með atriði og kirkjukór Ólafsvíkur syngur.
Boðið verður upp á helgileik, hugvekju og jólasögu.
Kvenfélag Ólafsvíkur býður í kaffi á eftir athöfn.

Aðventustund í Ingjaldshólskirkju

Aðventustund verður í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 2. desember klukkan 17.
Nemendur tónlistarskólans verða með atriði og kirkjukórinn syngur.
Eftir athöfn verður tendrað á ljósum í kirkjugarðinum.

19 nóvember 1892 og 1967

Í dag eru 45 ár síðan Ólafsvíkurkirkja var vígð.

En það eru liðin 120 ár í dag frá því að fyrsta kirkjan í Ólafsvík var tekin í notkun.

Ólafsvíkurkirkja 45 ára

Haldið verður upp á 45 ára afmæli Ólafsvíkurkirkju með guðsþjónustu þann 18. nóvember kl. 14.
Barnakórinn syngur og boðið verður upp á kaffi og köku í safnaðarheimilnu eftir athöfn.

Fjölskylduguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju þann 18. nóvember kl. 11.
Í senn er guðsþjónustan almenn guðsþjónusta og um leið sunnudagaskóli.
Allir velkomnir á öllum aldri.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS