Aðgengi fyrir alla í Ólafsvíkurkirkju

Ekki er auðveldur aðgangur fyrir alla inn í Ólafsvíkurkirkju né safnaðarheimili.

Lengi hafa verið rætt um lausnir og leiðir.

Eftir guðsþjónstu 29. október voru kynntar tillögur og þær ræddar.

Tillögurnar sem voru kynntar voru annars vegar rampar sem yrðu langir og áberandi:

Meira ef ýtt er á hlekkinn.

Hvenær á áramótaguðsþjónustan í Ólafsvík að vera?

Ljós á leiði

 

Margir vilja setja ljós á leiði ástvina á hátíðum. Sá siður verður sífellt algengari. Til að koma til móts við hann hefur kirkjugarðsnefndir Ingjaldshólskirkjugarðs og Ólafsvíkurkirkjugarða lagt í mikinn kostnað til að gera aðstöðuna sem besta. Ákveðið hefur verið að taka gjald vegna þjónustunnar.  

Þeir sem ætli að nota rafmagn úr kirkjugarðinum til að lýsa upp leiði fyrir jólin, greiði 2.000,- inn á reikning garðsins fyrir 15. desember. Kveikt er á ljósum aðventuna og að þrettánda.
 
Ingjaldshólskirkjugarður:  Gjald er 2.000 krónur sem greiðast á reikning garðsins: 0190-05-0948. Kennitala garðsins er 660169-5209.
 
Ólafsvíkur- og Brimilsvallakirkjugarður:  Gjald er 2.000 krónur sem greiðast á reikning garðsinsr: 0194-26-966.  Kennitala garðsins er  420289-1979.  

Bent er á að nauðsynlegt er að nota vatnsheldar seríur.

Gleðileg jól!

Megi góður Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og að ljós kærleikans lýsa ykkur !

“Því að ok þeirra, klafann á herðum þeirra, barefli þess sem kúgar þá hefur þú brotið í sundur eins og á degi Midíans.”
“Öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjur skulu brenndar og verða eldsmatur. Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn.”

„Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.“

Helgihald á jólum

Helgihald í söfnuðunum um jólin:

Á aðfangadagskvöld, 24. desember, kl. 16:30 verður aftansöngur í Ólafsvíkurkirkju og kl. 18 í Ingjaldshólskirkju.

Á jóladag 25. desember, kl. 16 verður jólahelgistund á dvalar- og hjúkrunarheimilnu Jaðri og kl. 21 verður ljósaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju.

Þar að auki verður á jóladag kl. 14 jólaguðsþjónusta í Búðakirkju í Staðastaðarprestakalli.

Á annan í jólum, 26. desember, kl. 14 verður jólaguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju.

Á gamlársdag, 31. desember, kl. 16 verður hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.

Eigum saman góðar stundir á jólum, þökkum og fögnum.

Aðventuhátíð í Ingjaldshólskirkju

Aðventuhátíð verður í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 18.

Nemendur tónlistaskólans og kirkjukórinn sjá um tónlistina, jólasögur, hugvekja og fleira verður í notalegri stemningu undir stjórn kirkjukórsins.

Ekki missa af!  

Boðið verður upp á kaffi eftir stundina.

Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 10. desember klukkan 14.

 

 

2. sunnudagur í aðventu

Litur: Fjólublár. Dýrðarsöngur/lofgjörð ekki sungin.

Lexía: Jes 11.1-9

Pistill: Róm 15.4-7, 13

Guðspjall: Lúk 21.25-33

Sálmar: 560, 63, 70, 811, 805

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS