Kirkjudagur aldraðra í Ingjaldshólskirkju

Sameiginleg guðsþjónustu safnaðanna í Snæfellsbæ verður í Ingjaldshólskirkju kl. 14 á uppstigningardag, 25. maí.
Kirkjudagur aldraða.

Sóknarprestarnir þjóna fyrir altari og ræðumaður verður Pétur Bogason.

Eldri borgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Rúta fer frá Jaðri kl. 13:35.

Vinafélag eldri borgara býður  upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu.

Æfing fyrir kórfélaga í kirkjukórum Snæfellsbæjar verður í Ingjaldshólskirkju kl. 13  sama dag.

Hestamannaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju

Haldin verður hestamannaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju sunnudaginn 14. maí klukkan 14.

Hópreið verður til kirkju frá hesthúsunum í Fossárdal kl. 13.

 

4. sunnudagur eftir páska (cantate)

Litur: Hvítur.

Lexía: 5Mós 1.29-33

Pistill: 1Jóh 4.10-16

Guðspjall: Jóh 15.12-17

Sálmar: 712,535,847; Á Sprengisandi, Ég er kominn heim.

Tónleikar Barnakórs Snæfellsbæjar

VORTÓNLEIKAR

SKÓLAKÓRS SNÆFELLSBÆJAR

verða haldnir

miðvikudaginn 17. maí 201kl. 17:00

í Ólafsvíkurkirkju (50 ára húrra!)

. stórskemmtileg söngskrá . frábærir krakkar . enginn aðgangseyrir .

Meðleikari: Nanna Aðalheiður Þórðardóttir . Stjórnandi: Veronica Osterhammer

ALLIR VELKOMNIR smiley

Aðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar

Aðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar verður haldinn í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju þriðjudaginn 30. maí klukkan 20.

Dagskrá er meðal annars skýrsla stjórnar, kosningar og önnur mál.

Mætum og höfum áhrif á kirkjunnar okkar.

Sóknarnefnd.

Vísitasía vígslubiskups 7.-8. maí

Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup i Skálholti, vísiterar söfnuði Ólafsvíkur- og Ingjaldsprestakalli sunnudaginn 7. maí og mánudaginn 8. maí.
Með í för verður prófastur Vesturlandsprófastsdæmis, séra Þorbjörn Hlynur Árnason, þann 8. maí.
 
 
Dagskrá vísitasíunnar er eftirfarandi: 
 
Sunnudagur 7. maí.
11.30 Ingjaldshólskirkja. Fundur m. sóknarnefnd.
14.00 Sameiginleg messa safnaðanna í Ólafsvíkurkirkju. Vígslubiskup predikar.
16.00 Fundur m. tónlistarstjórn safnaðanna.
 
Mánudagur 8. maí.
11.00 Brimilsvallakirkja.
13.00 Kirkjugarður og líkhús.
14:30 Dvalarheimilið Jaðar.
16.00 Ólafsvíkurkirkja. + Fundur m. sóknarnefnd.
 
Allir eru velkomnir í messuna, en þá er einnig safnaðarheimsókn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.  Kór þeirra ásamt kórum í prestakallinu syngja.
Kirkjukaffi eftir messu.

Afmælisviðburður: Messa, vísitasía vígslubiskups og safnaðarheimsókn Víðistaðarsóknar

Vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Valur Ingólfsson, vísiterar prestakallið 7.- 8. maí. 

Í því tilefni prédikar hann við messu í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 7. maí kl. 14. 

Það er ekki eina heimsóknin þann dag, því í messunni mun Víðistaðakirkja koma í safnaðarheimsókn. 

Sóknarprestur kirkjunnar, séra Bragi Ingibergsson, þjónar fyrir altari ásamt staðarpresti. 

Kór Víðistaðakirkju, undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, syngur ásamt Kór Ingjaldshólskirkju og Kirkjukór Ólafsvíkur. 

Ekki missa af þessum afmælisviðburði.

 

Lexía: Slm 126

Pistill: 2Kor 4.14-18

Guðspjall: Jóh 14.1-11

Sálmar: 854,847,913+3-4 lög, 893.

"Söngferð um heiminn..." - Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur

Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur, "Söngferð um heiminn..." verða haldnir í Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 10. maí og hefjast þeir kl. 20.

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS