Barmmerki Ólafsvíkurkirkju

Nýtt barmmerki Ólafsvíkurkirkju hefur verið gefið út.

Það er til í gylltri og silfurlitaðri útgáfu.

 

Merkið er selt til styrktar aðgengismálum kirkjunnar á 2.500,- stykkið.

Léttguðsþjónusta með gleðibrag

Léttguðsþjónusta með gleðibrag verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 21. október kl. 20.

 

21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Litur: Grænn.

 

Textaröð: A

Lexía: Jes 51.11-16

Pistill: Ef 6.10-17

Guðspjall: Jóh 4.46-53

Sálmar: 913, Hallelujah, Fögnum; Gullvagninn og Goodnight, sweetheart.

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 7. október klukkan 14.

 

19. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Litur: Grænn.

Textaröð: A

Lexía: Esk 18.29-32

Pistill: Ef 4.22-32

Guðspjall: Matt 9.1-8

Sálmar: Ég vil ganga inn um hlið hans, 749, 906; 402, 712.

 

Afmælismessa í Ingjaldshólskirkju

Afmælismessa Ingjaldshólskirkju. Kirkjan er 115 ára og kirkjukórinn 65 ára.  Altarisganga.

Lilja Dögg Gunnarsdóttir syngur einsöng.

Komum saman og leggjum vonir okkar og sorgir í hendur Guðs.

 

18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Litur: Grænn.

Textaröð: A

Lexía: 1Kon 8.22-30

Pistill: 1Pét 2.4-9

Guðspjall: Jóh 10.22-30

SálmarIngjaldshóll, Ave Marie (Kaldalóns) einsöngur,735; Friður á jörðu einsöngur, Megi gæfan þig geyma einsöngur, 587, 518.

 

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður 16. september kl. 14 í Ólafsvíkurkirkju

 

16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Litur: Grænn.

Textaröð: A

Lexía: Job 19.25-27

Pistill: Ef 3.13-21

Guðspjall: Lúk 7.11-17

Sálmar: 504, 4, 194; 864, 56.

 

Starfsmaður/starfsmenn í barna- og æskulýðsstarf

Nú er tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar!

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar launaðan starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Um er að ræða kirkjuskóla, sex til níu ára (STN), tíu til tólf ára starf (TTT) og unglingastarf (æskulýðsfélagið).

Hægt er að taka að sér allt frá einum upp í alla hópana eða að þem sé skipt á milli fleiri aðila. 

TTT er einu sinni í viku í október fram í desember og febrúar fram í apríl, kirkjuskólinn í Ingjaldshólskirkju á sunnudögum kl. 11 í október og fram í nóvember, unglingastarfið annað hvert miðvikudagskvöld í Ólafsvíkurkirkju á sama tímabili, nema að það byrjar í september. 

Ekki þarf að binda sig í kirkjuskólann allar helgar.  

Gott er einnig að fá sjálfboðaliða til að aðstoða frekar við starfið.  

 

Allar upplýsingar eru hjá sóknarpresti í síma 844-5858 og netpósti prestur@kirkjanokkar.is

Foreldramorgnar að hefjast

Foreldramorgnar hefjast að nýju í dag og verða í vetur á miðvikudögum klukkan 10-12.

Velkomin!  :-)

 

Fésbókarhópur um starfið.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS