Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 10. desember klukkan 14.

 

 

2. sunnudagur í aðventu

Litur: Fjólublár. Dýrðarsöngur/lofgjörð ekki sungin.

Lexía: Jes 11.1-9

Pistill: Róm 15.4-7, 13

Guðspjall: Lúk 21.25-33

Sálmar: 560, 63, 70, 811, 805

Jólatónleikar

Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur og Skólakórs Snæfellsbæjar verða í Ólafsvíkurkirkju fimmtudaginn 14. desember klukkan 20.

 

Jólatónleikar

Jólatónleikar Kórs Ingjaldshólskirkju og fullorðinna nemenda tónlistarskóla Snæfellsbæjar verður 5. des. í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju kl. 20.

Kaffi og piparkökur á eftir.

Aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur

Aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 3. desember klukkan 20.

 

Ólafsvíkurkirkja 50 ára

Hátíðarguðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju á afmælisdaginn klukkan 14. Þar mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédika og sóknarprestur, séra Óskar Ingi Ingason, þjóna fyrir altari ásamt fyrverandi prestum sóknarinnar og prófasti, sem einnig sjá um lestra og bænir.

Jazztríó skipað þeim Jóni Rafnssyni, Kjartani Valdimarssyni og Þór Breiðfjörð, mun sjá um tónlist og söng, ásamt Elenu Makeeva, organista, Veronicu Osterhammer, kórstjóra og einsöngvara, kór Ingjaldshólskirkju og kirkjukór Ólafsvíkur.

Eftir athöfn verður boðið í hátíðardagskrá í félagsheimilinu Klifi þar sem Sturla Böðvarsson mun segja frá byggingu kirkjunnar. Barna- og skólakór Snæfellsbæjar mun syngja og Valentina Kay og Evgeny Makeev sjá um tónalistina.

 

Kirkjudagur

Textaröð: B

Lexía: 1Kon 8.22-30

Pistill: 1Pét 2.4-9

Guðspjall: Jóh 10.22-30

Sálmar: 735, Hallelujah, Guð, sjá þú söfnuð þinn; Sýn mér, ó, Guð, Söngur þjónsins, 831, 56.

Kristniboðsdagur í Ingjaldshólskirkju

Messa í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 12. nóvember kl. 20.

Kristján Þór Sverrisson kristniboði og starfsmaður Kristniboðssambandsins prédikar.

Altarisganga.

Sunnudagaskólinn í Ólafsvíkurkirkju

Sunnudagaskólinn verður klukkan 11 í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 5. nóvember.

Ekki missa af stundinni, en hann verður einnig næstu helgi á sama tíma.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS