Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 10. febrúar klukkan 14. 

Bænadagur að vetri, helgaður sjómönnum að fornu fari.

 

6. (síðasti) sunnudagur eftir þrettánda – Ummyndun

Litur: Hvítur.

Textaröð: B

Lexía: IIMós 3.1-8a, 10, 13 og 15
Pistill: 2Kor 3.13-18
Guðspjall: Mrk 9.2-9
Sálmar: 550, 840 (1., 7. v.), 119 (1.,2.,5.,6. v.); 725, 366.

Kirkjukór Ingjaldshólssóknar

Kirkjukór Ingjaldshólssóknar er  blandaður  kór. 

Kórinn tekur þátt í öllu helgihaldinu í Ingjaldshólskirkju, heldur einnig stundum tónleika. 

Kóræfingar eru víkulega á miðvikudögum í Safnaðarheimili Ingjalshólskirku kl. 20.

Bænadagur að vetri í Ingjaldshólskirkju

Messa verður í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 3. febrúar kl. 14. 

Bænadagur að vetri  (helgaður sjómönnum sérstaklega sá dagur). Altarisganga.

 

6. (síðasti) sunnudagur eftir þrettánda – Ummyndun.  Bænadagur að vetri.

Litur: Hvítur.
Textaröð: B
Lexía:  Job 42.1-5
Pistill: Post 16.25–31
Guðspjall: Matt 14.22-33
Sálmar: 497(1,2 v.), 25, 571; 556, 228(1,3,4,6 v.) 586, 292.

Jesú bænin – bæn hjartans

Jesú bænin – bæn hjartans.  Námskeið verður í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju mánudagskvöldið 28. janúar kl. 20.  Allir velkomnir, skráning óþörf.

Jesú bænin er bæn Austurkirkjunnar og hefur verið stunduð í margar aldir.  Undanfarin ár hefur hróður hennar aukist mjög og er hún stunduð í öllum kirkjudeildum.  Hennar algengasta form er “Drottinn, Jesús Kristur, Sonur Guðs, miskunnaðu mér.”  Hún er notuð stundum í formlegum bænastundum en oft utan þeirra.  Námskeiðið er byggt á fræðslu og bókum Kallistos Ware, metropolitan af Diokleia í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Englandi.  Hann hefur skrifað margar bækur um Jesú bænina og Austurkirkjuna.  Á námskeiðinu er fræðst um sögu bænarinnar.   Leitast verður við að svara spurningum um bæn og hjarta og hvernig við getum beðið af hjarta.  Einnig kennd praktísk notkun bænarinnar. Umsjón með námskeiðinu hefur Óskar Ingi Ingason.

Fyrsta guðsþjónusta ársins í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 20. janúar kl. 14. 

Fallegir sálmar, falleg kirkja.

Reynum að gera okkar innra fallegra á nýju ári.

 

 

2. sunnudagur eftir þrettánda

Litur: Grænn.

Lexía: 1Sam 3.1-10

Pistill: Róm 1.16-17

Guðspjall: Lúk 19.1-10

Sálmar: 712, 2, 113, 913, 523

Foreldramorgnar á nýju ári

Foreldramorgnar hefjast að nýju í vikunni og verða í vetur á miðvikudögum klukkan 10-12 í kirkjukjallaranum í Ólafsvíkurkirkju.

 

Velkomin.  :-)

Gleðilegt nýtt ár

Kærar þakkir fyrir samfélagið á árinu 2018 og Guð gefi ykkur blessunarríkt ár og gefandi árið 2019.

 

Megi nýtt ár vera ár þakklætis og hamingju.

Guð veri með ykkur.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS