Framhaldsaðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar

Framhaldsaðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar og kirkjugarðs  er fyrirhugaður mánudaginn 7. október kl. 20 í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju.

Dagskrá er meðal annars kosningar og önnur mál.

Áheitasöfnun vegna kærleiksmaraþons

Á miðvikudagskvöld, 24. september,  ganga unglingarnir okkar í hús og safna áheitum vegna kærleiksmaraþons til að safna fyrir þátttöku æskulýðsfélagsins á landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar hér í Snæfellsbæ. 
Kærleiksmaraþon verður haldið í október.  Fyrirmynd þess er fengin frá Vopnafirði og maraþonið þar er lýst svona:

"Kærleiksmaraþonið er einfalt í framkvæmd þar sem allir taka þátt og hefur jafnframt mikla boðun og liggur nálægt þeim áherslum sem við viljum hafa í unglingastarfinu. Maraþonið felst í því  að fólk heiti á unglinga að láta gott af sér leiða fyrir náungann og samfélagið. Krakkarnir safna áheitum, svo hefur verið í einn dag opið hús í safnaðarheimilinu þar sem boðið er upp á vöfflur, djús og kaffi, bílaþvott ofl. allt – ókeypis. Vegna þess að allir þekkja alla hér á Vopnafirði hafa þau lika gengið í öll hús og boðið fram aðstoð sína við létt heimilisstörf, en þetta má svosem útfæra á margvíslegan hátt ."  

Fyrirkomulag maraþonsins verður auglýst síðar.

Hægt er einnig að koma á staðinn þegar maraþonið fer fram og heita á unglingana eða styrkja þau með því að leggja á reikning (194-05-401623, kt 430111-0350).

Tökum vel á móti unglingunum okkar.

Helgihald

Guðsþjónustur og helgistundir í prestakallinu veturinn 2019-20:

Birt með miklum fyrirvara um breytingar.

 

Sjá tengill.

 

Guðsþjónusta i Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta i Ólafsvíkurkirkju kl. 14 sunnudaginn 15. september.

 

Þrettándi sunnudagur eftir þrenningarhátíð er dagur díakoníunnar.

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: Jes 58.6-12
Pistill: 1Kor 13.1-7
Guðspjall: Matt 5.43-48
Sálmar: 22,4, 367; 350, 555.

Óskað eftir starfsmönnum í barna- og æskulýðsstarf

Nú er loks tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar!

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar launaðan starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Æskulýðsstarfið að hefjast

Æskulýðsfundir verða annað hvert miðvikudagskvöld í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju klukkan 19:30-21:30.

Fyrsti fundurinn er miðvikudaginn 11. september.

 

Aðalefni fundarins er kynning á starfi vetrarins og landsmót 2019 í Snæfellsbæ.

Nýr kirkjuvörður á Ingjaldshóli.

Kolbrún Ósk Pálsdóttir  tók við starfi kirkjuvarðar á Ingjaldshóli í byrjun mánaðarins.

Hún tekur á móti pöntunum vegna leigu á safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju.

Um leið og við þökkum Maríu Ósk Sigurðardóttir kærlega fyrir störf sín sem kirkjuvörður sóknarinnar,  óskum við Kolbrúnu Ósk velkomna til starfa.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS