Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar og kirkjugarða Ólafsvíkursókna verður fimmtudaginn 27. apríl kl. 20 í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju.

Dagskrá er meðal annars skýrsla stjórnar, kosningar og önnur mál.

Gleðilega páska!

Gleðilega páska, bræður og systur í Kristi! 

"„Þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upp risinn frá dauðum, hann fer á undan ykkur til Galíleu. Þar munuð þið sjá hann. Þetta hef ég sagt ykkur.“ 
Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. "  (Matt. 28)

Gleðidagar eru hafnir.

Guð gefi ykkur góða daga og gleði upprisunnar í hjarta!

Takk fyrir góðar stundir saman í kirkjunum á páskadagsmorgni.

Lestur Passíusálmanna

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar verða lesnir i heild sinni í Ólafsvíkurkirkju á föstudeginum langa kl. 13-18.  

Félög á svæðinu sjá um lesturinn.

Lesturinn er hluti af afmælishaldi kirkjunnar í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar.

Tónlist leikin á milli lestra og stefnt á að veitingar verði til sölu í kirkjukjallaranum.

Það er í lagi að stoppa stutt, ef þannig stendur á og jafnvel koma aftur.

Helgihald í dymbilviku og um páska

Skírdagur, 13. apríl:
Guðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju kl. 13.
Fermt verður í guðsþjónustunni.

Föstudagurinn langi, 14. apríl:
Afmælisviðburður: Lestur Passíusálma í Ólafsvíkurkirkju frá kl. 13-17:30
Félög í Snæfellsbæ sjá um lesturinn.  
Kaffisala í safnaðarheimilinu á meðan lestur fer fram?

Páskadagur, 16. apríl:
Hátíðarguðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 8 árdegis.
Hátíðarmorgunverður eftir athöfn.
Hátíðarguðsþjónusta verður í Ingjaldshólskirkju kl. 10.
Hátíðarmorgunverður eftir athöfn.
Hátíðarguðsþjónusta verður á Jaðri kl. 14.

Takið daginn frá!

Vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Valur Ingólfsson, vísiterar prestakallið í byrjun maí.  Í því tilefni prédikar hann við messu í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 7. maí kl. 14

Það er ekki eina heimsóknin þann dag, því þann dag mun Víðistaðakirkja koma í safnaðarheimsókn.  Sóknarprestur kirkjunnar, séra Bragi Ingibergsson, þjónar fyrir altari ásamt staðarpresti.  Kór Víðistaðakirkju, undi stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, syngur ásamt Kór Ingjaldshólskirkju og Kirkjukór Ólafsvíkur.

Ekki missa af þessum afmælisviðburði og takið daginn frá!

 

Tónlistar-, bæna- og kyrrðarguðsþjónusta

Tónlistar-, bæna- og kyrrðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju kl. 20.

5. sunnudagur í föstu (iudica)

Lexía: 1Mós 22.1-13

Pistill: Heb 13.12-13

Guðspjall: Mrk 10.35-45

Sálmar: 912, 942, 297; 926, Drottin gerðu hljótt í hjarta mínu.

 

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju 19. mars kl. 14.

Helga Björk Jónsdóttir prédikar. 

Jón Örn Arnarson leikur á gítarinn.

Afmælisviðburður.

3. sunnudagur í föstu (oculi)

Lexía: 2Mós 20.1-3, 7-8, 12-17

Pistill: Opb 2.8-11

Guðspjall: Jóh 8.42-51

Sálmar:  Leiddu mína litlu hendi, Í bljúgri bæn, Drottinn er minn hirðir; Ég fann þig og Stjörnur og sól.

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS