Kirkjuskóli að hefjast

Stund fyrir yngri börn verður í Ólafsvíkurkirkju á miðvikudag 23. október kl. 16:25-17.

Áður var um sunnudagaskóla að ræða, en nú er hann kallaður kirkjuskóli.  Ef næg þátttaka verður þessum stundum haldið áfram vikulega fram í desember.
Eldri börn og fullorðnir endilega velkomnir líka.

Kvöldguðsþjónusta með Taize

Kvöldguðsþjónusta með Taize verður í Ólafsvíkurkirkju kl. 20 sunnudaginn 20. október.

18. sunnudagur eftir þrenningarhátíð - Dagur heilbrigðisþjónustunnar.

Frá klukkan 20 á sunnudag 20. október verður ókeypis dagskrá í kirkjunni fyrir alla í boði unglinganna okkar í æskulýðsfélaginu.  Þau eru með kærleiksmaraþoni að safna áheitum fyrir þátttöku á landsmót ÆSKÞ  í Snæfellsbæ 25.-27. október.

 

Maraþonið hefst með kvöldguðsþjónustu kl. 20 þar sem stemningin verður létt og ljúf.

 

Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu (um 20:45) og  bingó, andlitsmálningu og gott skap. Allt að kostnaðarlausu.

 

Gengið verður um og gerð góðverk laugardaginn 19. október, líklega frá um 14-15, meðal annars hjálpað til við bílaþvott á planinu hjá ÓK, boðið upp á að þvo bíla á Hellu, Hellissandi og viðskiptavinir aðstoðaðir í Kassanum og Hraðbúðinni.

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: 5Mós 10.12-14

Pistill: 1Jóh 2.7-11

Sálmar: 956, 748, 835; 749, (+884 almenn kirkjubæn), 913.

Kærleiksmaraþon: kaffihús, bingó og bílaþvottur

Frá klukkan 20 á sunnudag 20. okrtóber verður ókeypis dagskrá í kirkjunni fyrir alla í boði unglinganna okkar í æskulýðsfélaginu.  Þau eru með kærleiksmaraþoni að safna áheitum fyrir þátttöku á landsmót ÆSKÞ  í Snæfellsbæ 25.-27. október.

Maraþonið hefst með kvöldguðsþjónustu kl. 20 þar sem stemningin verður létt og ljúf.
 

Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimilinu eftir guðsþjónustu (um 20:45) og bingó, andlitsmálningu og gott skap. Allt að kostnaðarlausu.

 

Gengið verður um og gerð góðverk laugardaginn 19. október, líklega frá um 14-15, meðal annars hjálpað til við bílaþvott á planinu hjá ÓK, boðið upp á að þvo bíla á Hellu, Hellissandi og viðskiptavinir aðstoðaðir í Kassanum og Hraðbúðinni.

Einhverjir gera góðverkin á sunnudeginum og mánudegi hugsanlega. En bílaþvottur er aðeins á laugardegi.

Hægt er að heita á þau enn, með því að koma með í bauk í kirkjunni eða leggja inn á reikning (194-05-401623, kt 430111-0350).

Ekki missa af þessum sannkallaða kærleiksdegi í kirkjunni okkar!  Ekki gleyma að taka þátt og vinna kærleiksverk!

Frétt í Skessuhorni um Ingjaldshólskirkjugarð

Frétt í Skessuhorni um framkvæmdir við Ingjaldshólskirkjugarð:

Endurbætur á gömlum steinvegg við Ingjaldshólskirkju

Þessa dagana er unnið að endurbótum á steinsteyptum vegg sem liggur utan um kirkjugarð Ingjaldshólskirkju á Snæfellsnesi. Er veggurinn kominn til ára sinna og að hluta til fallinn niður, en framkvæmdir við hann hófust fyrst á árunum 1930 til 1936. Að ráðast í svona verkefni var mikið þrekvirki á þessum tíma, safnað var gjafafé og gjafadagsverkum og voru konur í Kvenfélagi Hellissands duglegar að leggja þessu góða málefni lið og gáfu þær flest dagsverkin sem þær létu svo karlana sína vinna.

Á þessum árum var Ingveldur Sigmundsdóttir skólastjóri formaður kvenfélagsins. Gaman er að segja frá því að ef kvenfélagskonur voru spurðar hvaða aðferðum þær beittu til að fá mennina sína til að vinna, svöruðu þær að þær hefðu sína aðferð og hún hrifi! Dæmi hver fyrir sig hver aðferðin var.

Kirkjugarðurinn var svo stækkaður í átt að kirkjunni árið 1971. Voru þá veggir framlengdir úr steinsteypu á austur- og vesturhlið garðsins en timburgrindverk sett á norðurhlið hans ásamt því að steyptar voru stífur við vesturvegginn og steypt í skarð sem komið var þá þegar á austurvegginn. Upplýsingar um vegginn og sögu hans voru fengnar hjá Smára Lúðvíkssyni. Tók hann þær saman úr Visitasíum og fundagerðum Ingjaldshólssóknar, en hann var í sóknarnefnd í 26 ár þar af formaður í 18 og kann fréttaritari honum þakkir fyrir.

 

Ný sóknarnefnd á Hóli

Ný sóknarnefnd í Ingjaldshólssókn hefur komið saman og skipt með sér verkum.

Við óskum þeim velfarnaðar í trúnaðarstörfum sínum og þökkum fyrri sóknarnefnd fyrir þeirra góðu störf.

Nefndin mun funda fast þriðja mánudag í mánuði frá september til maí, auk þess eftir þörfum.

 

Sóknarnefnd:

  • Formaður sóknarnefndar: Hafþór Svanur Svansson 
  • Ritari og safnaðarfulltrúi: Guðbjörg Dagný Þórðardóttir
  • Gjaldkeri: Rebekka Unnarsdóttir
  • Meðstjórnandi og varaformaður: Sigrún Fjóla Sigþórsdóttir 
  • Meðstjórnandi og 3. varaformaður: Margrét Þorláksdóttir

Messa í Ólafsvíkurkirkju

Messa í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 6. október kl. 14. Altarisganga

Kökubasar eftir athöfn á vegum æskulýðsfélagsins. Safnað er í ferð á landsmót Æskulýðsfélaganna hér í Snæfellsbæ 25.-27. október.

 

16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: Slm 130

Pistill: Fil 1.20-26

Guðspjall: Jóh 11.19-27

Sálmar: 865,875,54; 848,714, 886, 56.

Messa í Ingjaldshólskirkju

Messa í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 6. október kl. 11.

Kökubasar eftir athöfn á vegum æskulýðsfélagsins. Safnað er í ferð á landsmót Æskulýðsfélaganna hér í Snæfellsbæ 25.-27. október.

 

16. sunnudagur eftir þrenningarhátíð.

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: Slm 130

Pistill: Fil 1.20-26

Guðspjall: Jóh 11.19-27

Sálmar: 297 (1.-4.v.), 3 (1.v.), 38 (1.,2., 4.v.); 402, 587 (1.-4.v.), 241, 56.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS