Framhaldsaðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar

Framhaldsaðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar og kirkjugarða  verður sunnudaginn 17. nóvember um kl. 15:30  í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju, eftir guðsþjónustu.

Allt safnaðarfólk velkomið.

Dagskrá er meðal annars kosningar og önnur mál.

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 17. nóvember klukkan 14.

Næst síðasti sunnudagur kirkjuársins

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: Jes 66.10-13
Pistill: Opb 15.2-4
Guðspjall: Matt 11.25-30
Sálmar: 214 (1.-2. v.), 29 (1. v.), 63; 712, 847.

Kirkjuskóli á miðvikudögum

Stund fyrir yngri börn verður í Ólafsvíkurkirkju á miðvikudögum í nóvember kl. 16:25-17.

Áður var um sunnudagaskóla að ræða, en nú er hann kallaður kirkjuskóli. 

Umsjónarmenn Guðrún Kristinsdóttir og sóknarprestur.
Eldri börn og fullorðnir endilega velkomnir líka.

Kristniboðsdagur í Ingjaldshólskirkju - skólakór

Guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 14. Skólakór Snæfellsbæjar sér um kórsöng.

 

Kristniboðsdagurinn – annar sunnudagur í nóvember

Textaröð: B

Lexía: Jes 12.2-6

Pistill: Róm 10.8-17

Guðspjall: Matt 28.16-20

Sálmar: Eins og lofsöngslag, Hallelú (víxlsöngur), Jesús er bjargið; Kumbaya my Lord (líka íslensku versin eins og í barnasálmabók), Fús ég Jesú fylgi þér.

Allra heilagra messa í Ólafsvíkurkirkju

Allra heilagra og sálna messa  í Ólafsvíkurkirkju kl. 14 sunnudaginn 3. nóvember.   Altarisganga.

 

Í messunni verður sérstaklega minnst látinna ástvina og kveikt á kertum, í tilefni allra heilagra messu og allra sálnamessu.  Nefnd verða nöfn þeirra sem látist hafa á undanförnum 3 árum og skráðir í kirkjubækur prestakallsins.

Hægt er að nefna fleiri við sóknarprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin.

Kaffi og djús í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Allir velkomnir.

 

Allra heilagra messa. Altarissakramenti.

1. nóvember – fyrsti sunnudagur í nóvember.
Litur: Hvítur eða rauður.

 

Textaröð: B

 

Lexía: 5Mós 33.1-3

Pistill: Opb 7.13-17

Guðspjall: Matt 5.13-16

Sálmar: 43, 1, 201 (1.,2.,57. og 6. v.), 47, 586, 893.

Landsmót hálfnað

Frétt af síðu ÆSKÞ:

 

Nú er líður senn að því að landmót sé hálfnað. Ferðalagið að mótið gekk í stórum dráttum vel þrátt fyrir að smá tafir hafi verið á rútum vegna veðurs og smávægilegrar bilunar.

Þátttakendur hafa verið til sóma og tekið virkan þátt í dagskrá mótsins, en þau hafa meðal annars farið í ratleik um Ólafsvík, Sundlaugar partý, fræðslu, helgistund og kvöldvöku.

Maturinn á mótinu er í höndum kvennfélagsins, þær hafa hrósað þátttakendum fyrir kurteisi og dugnað við frágang.

Við hlökkum til framhaldsins og vonum að mótið verði gleðilegt fyrir alla.

Vegna nýrra persónuverndarlaga er minna um myndir af mótinu en oft áður, en þó mun einhverjar myndir birtast á instagram síðunni okkar undir merkinu #Landsmot og #SkapandiLandsmot

Landsmót ÆSKÞ í Snæfellsbæ og guðsþjónusta

Landsmót æskulýðsfélaga þjóðkirkjunnar verður haldið í Snæfellsbæ helgina 25.-27. október. Mikið verður um að vera á þessu stærsta móti ársins í þjóðkirkjunni. Vel á þriðja hundrað unglingar taka þátt. Mótið verður sett í Klifi á föstudagskvöld af biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttir. Mótinu verður slitið með glæsibrag í guðsþjónustu í Ólafsvíkurkirkju klukkan 11, sunnudaginn 27. október. Vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Björnsson, prédikar. Félagar úr hljómsveitinni Melophobia sjáum um tónlistina. Allir velkomnir í guðsþjónusta.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS