Ólafsvíkurkirkja 50 ára

Hátíðarguðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju á afmælisdaginn klukkan 14. Þar mun biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédika og sóknarprestur, séra Óskar Ingi Ingason, þjóna fyrir altari ásamt fyrverandi prestum sóknarinnar og prófasti, sem einnig sjá um lestra og bænir.

Jazztríó skipað þeim Jóni Rafnssyni, Kjartani Valdimarssyni og Þór Breiðfjörð, mun sjá um tónlist og söng, ásamt Elenu Makeeva, organista, Veronicu Osterhammer, kórstjóra og einsöngvara, kór Ingjaldshólskirkju og kirkjukór Ólafsvíkur.

Eftir athöfn verður boðið í hátíðardagskrá í félagsheimilinu Klifi þar sem Sturla Böðvarsson mun segja frá byggingu kirkjunnar. Barna- og skólakór Snæfellsbæjar mun syngja og Valentina Kay og Evgeny Makeev sjá um tónalistina.

 

Kirkjudagur

Textaröð: B

Lexía: 1Kon 8.22-30

Pistill: 1Pét 2.4-9

Guðspjall: Jóh 10.22-30

Sálmar: 735, Hallelujah, Guð, sjá þú söfnuð þinn; Sýn mér, ó, Guð, Söngur þjónsins, 831, 56.

Kristniboðsdagur í Ingjaldshólskirkju

Messa í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 12. nóvember kl. 20.

Kristján Þór Sverrisson kristniboði og starfsmaður Kristniboðssambandsins prédikar.

Altarisganga.

Sunnudagaskólinn í Ólafsvíkurkirkju

Sunnudagaskólinn verður klukkan 11 í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 5. nóvember.

Ekki missa af stundinni, en hann verður einnig næstu helgi á sama tíma.

Allra heilagra messa í Ólafsvíkurkirkju

Allra heilagra messa  í Ólafsvíkurkirkju kl. 14 sunnudaginn 5. nóvember.  

Svala Thomsen, djákni, mun prédika.

 

Í messunni verður sérstaklega minnst látinna ástvina og kveikt á kertum, í tilefni allra heilagra messu og allra sálnamessu.  Nefnd verða nöfn þeirra sem látist hafa á undanförnum 3 árum og skráðir í kirkjubækur prestakallsins.

Hægt er að nefna fleiri við sóknarprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin.

Altarisganga

Kaffi og djús í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Allir velkomnir.

 

Allra heilagra messa. Altarissakramenti.

1. nóvember – fyrsti sunnudagur í nóvember.
Litur: Hvítur eða rauður.

 

Textaröð: B

 

Lexía: 5Mós 33.1-3

Pistill: Opb 7.13-17

Guðspjall: Matt 5.13-16

Sálmar: 44, 2, 201 (1.-6.v.); 43, 228, 241, 825.

Til hamingju með daginn!

Í dag eru 500 ára frá því að siðbót hófst með því að Marteinn Lúter hengdi upp 95 greinar á Hallahurðina í Wittenberg.

Eftir það var ekki hægt að stöðva siðbótina og grunn hennar að það var ritningin sem skipti máli, ekki hefðin og að réttlæting okkar væri af trúni einni, ekki verkunum.

31. október 1517 er sá dagur sem allt breyttist og horfið tilbaka til frumkristni.

Til hamingju með daginn og megum við eignast siðbót í hjarta okkar á hverjum degi!

Þannig breytist heimurinn.

Um innsigli Lúters af Wikipedia: "Innsigli Marteins Lúthers, oft nefnt Lúthersrós, var hannað af Lúther sjálfum. Lúther skýrði merkingu innsiglisins með þeim hætti að innst væri svartur kross sem minnir okkur á að Jesús Kristur vill eiga samastað í hjarta þess sem trúir fyrir trúna eina (sola fide). Krossinn skal vera svartur á litinn því Jesús frelsar þá sem á hann trúa með dauða sínum og leitast við að deyða í þeim allt sem syndugt er. Lúther sagði svartan vera hinn náttúrulega lit krossins. Hjartað skal vera rautt því trúin fyllir hjartað af gleði, trausti og friði. Hjartað er inni í hvítri rós en hvítur táknar hér lit engla og heilags anda. Blái liturinn utan um rósina táknar himininn þar sem Jesús Kristur hefur búið fylgjendum sínum sæti en gyllta gjörðin yst merkir eilífa dýrð Guðs. Eftir tíma Lúthers hefur innsiglið orðið tákn fyrir Lútherstrú.."

Afmælisviðburður: 500 ára afmæli siðbótar

Haldið verður upp á 500 ára afmæli siðbótar og hinnar lútersku kirkju okkar með guðþjónustu í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 29. október kl. 20.

Afmælisviðburður.  

Eftir guðsþjónustu, í kaffinu, verður kynning á möguleikum varðandi að bæta aðgang fyrir alla í Ólafsvíkurkirkju.

Í kjölfarið verður boðið upp á skoðunnarkönnun meðal sóknarbarna um hvaða möguleika eigi að velja.

Sú könnun fer fram hér á heimasíðunni.

Siðbótardagurinn (31. október) – síðasti sunnudagur í október.

Lexía: Jer 31.31-34

Pistill: Róm 3.21-28

Guðspjall: Jóh 8.31-36

Sálmar394, 29 (1. vers), 297; 284 eða 301 , 237 (1.,3.,6.-8. vers).

 

Minningu um Kristinn bætt við minnismerkið á Hóli

Bætt hefur verið við stein í minnismerkið um horfna sjómenn í Ingjaldshólskirkjugarði.

Minnismerkið er um Kristinn Ragnarsson sem fórst 9. febrúar 1946 í Keflavíkurvör.  Hann var 21. árs.

 

Halldór Forni Gunnlaugsson, myndhöggvari á Eyrarbakka sá um að velja steininn, merkja hann og koma fyrir.

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS