Afmælisviðburður: Messa, vísitasía vígslubiskups og safnaðarheimsókn Víðistaðarsóknar

Vígslubiskup í Skálholti, séra Kristján Valur Ingólfsson, vísiterar prestakallið 7.- 8. maí. 

Í því tilefni prédikar hann við messu í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 7. maí kl. 14. 

Það er ekki eina heimsóknin þann dag, því í messunni mun Víðistaðakirkja koma í safnaðarheimsókn. 

Sóknarprestur kirkjunnar, séra Bragi Ingibergsson, þjónar fyrir altari ásamt staðarpresti. 

Kór Víðistaðakirkju, undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur, syngur ásamt Kór Ingjaldshólskirkju og Kirkjukór Ólafsvíkur. 

Ekki missa af þessum afmælisviðburði.

 

Lexía: Slm 126

Pistill: 2Kor 4.14-18

Guðspjall: Jóh 14.1-11

Sálmar: 854,847,913+3-4 lög, 893.

"Söngferð um heiminn..." - Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur

Vortónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur, "Söngferð um heiminn..." verða haldnir í Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 10. maí og hefjast þeir kl. 20.

 

Ný sóknarnefnd Ólafsvíkursóknar 2017

Ný sóknarnefnd í Ólafsvík hefur komið saman og skipt með sér verkum.

Við óskum þeim velfarnaðar í trúnaðarstörfum sínum og þökkum fyrri sóknarnefnd fyrir þeirra góðu störf.

 

Sjá nánar í fréttinni.

Skýrsla sóknarprests 2016

Skýrsla sóknarprests í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli 2016.

Sagt frá starfinu í söfnuðunum og birtar tölur um aðsókn. 

Meira í greininni.

Skýrsla sóknarprests 2014

Skýrsla sóknarprests í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli 2014.

 

Skýrsla sóknarprests 2015

Skýrsla sóknarprests í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli 2015.

 

Starfið hefur að mestu leyti verið með hefðbundnu formi.  Reynt var að hafa helgihald fjölbreytt.  Starfið í Brimilsvallakirkju var með hefðbundnu formi. 

 

Guðsþjónustur í sóknunum og prestakallinu:

 

Héraðsfundarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.  

Sunnudaginn 30. apríl kl. 11 verður messa í Ólafsvíkurkirkju.
Eftir messu verður haldinn héraðsfundur prófastsdæmisins og eru allir velkomnir í guðsþjónustuna.
Séra Elínborg Sturludóttir prédikar.

 

2. sunnudagur eftir páska (misericordias domini)

Lexía: Slm 23

Pistill: 1Pét 5.1-4

Guðspjall: Jóh 21.15-19

Sálmar: 848, 538, 170; 835, 888, 586, 730. +875

 

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS