Gleðileg jól!

Megi góður Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og að ljós kærleikans lýsa ykkur !

“Því að ok þeirra, klafann á herðum þeirra, barefli þess sem kúgar þá hefur þú brotið í sundur eins og á degi Midíans.”
“Öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokknar skikkjur skulu brenndar og verða eldsmatur. Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn.”

„Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.“

Helgihald á jólum

Helgihald í söfnuðunum um jólin:

Á aðfangadagskvöld, 24. desember, kl. 16:30 verður aftansöngur í Ólafsvíkurkirkju og kl. 18 í Ingjaldshólskirkju.

Á jóladag 25. desember, kl. 16 verður jólahelgistund á dvalar- og hjúkrunarheimilnu Jaðri og kl. 21 verður ljósaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju.

Þar að auki verður á jóladag kl. 14 jólaguðsþjónusta í Búðakirkju í Staðastaðarprestakalli.

Á annan í jólum, 26. desember, kl. 14 verður jólaguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju.

Á gamlársdag, 31. desember, kl. 16 verður hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.

Eigum saman góðar stundir á jólum, þökkum og fögnum.

Aðventuhátíð í Ingjaldshólskirkju

Aðventuhátíð verður í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 18.

Nemendur tónlistaskólans og kirkjukórinn sjá um tónlistina, jólasögur, hugvekja og fleira verður í notalegri stemningu undir stjórn kirkjukórsins.

Ekki missa af!  

Boðið verður upp á kaffi eftir stundina.

Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 10. desember klukkan 14.

 

 

2. sunnudagur í aðventu

Litur: Fjólublár. Dýrðarsöngur/lofgjörð ekki sungin.

Lexía: Jes 11.1-9

Pistill: Róm 15.4-7, 13

Guðspjall: Lúk 21.25-33

Sálmar: 560, 63, 70, 811, 805

Jólatónleikar

Jólatónleikar Kirkjukórs Ólafsvíkur og Skólakórs Snæfellsbæjar verða í Ólafsvíkurkirkju fimmtudaginn 14. desember klukkan 20.

 

Jólatónleikar

Jólatónleikar Kórs Ingjaldshólskirkju og fullorðinna nemenda tónlistarskóla Snæfellsbæjar verður 5. des. í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju kl. 20.

Kaffi og piparkökur á eftir.

Aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur

Aðventuhátíð Kvenfélags Ólafsvíkur verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 3. desember klukkan 20.

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS