Biblíudagsmessa í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 4. febrúar klukkan 11.  Biblíudagur.

 

2. sunnudagur í níuviknaföstu (sexagesimae) – Biblíudagurinn

 

Litur: Grænn.

Textaröð: A

Lexía: Jes 55.6-13

Pistill: 2Kor 12.2-9

Guðspjall: Lúk 8.4-15

Sálmar:  533 (1-3 v), 6, 302 (1-3 og 7-9 v); 812, 848.

 

 

Þakkar- og gleðiguðsþjónusta á bænardegi

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 21. janúar kl. 14. 

 

Síðasti sunnudagur eftir þrettánda – Ummyndun

Litur: Hvítur.

Textaröð: A

Lexía: 5Mós 18.15, 18-19

Pistill: 2Pét 1.16-21

Guðspjall: Matt 17.1-9

Sálmar: 864, 840, 848; 703, 913.

 

Nýr kirkjuvörður í Ingjaldshólssókn

María Ósk Sigurðardóttir hefur verið ráðin nýr kirkjuvörður Ingjaldshólskirkju.

Hún tekur við af Helgu Guðrúnu Sigurðardóttur.
Um leið og við þökkum Helgu Guðrúnu kærlega fyrir hennar góða starf sem kirkjuvörður óskum við Maríu Ósk velkomna til starfa.

Símanúmer kirkjuvarðar er 694 1812.

Aðgengi í Ólafsvíkurkirkju. Upplýsingar eru um leiðir í ummælum

Finna aðrar leiðir.
10% (2 atkvæði)
Skila auðu
0% (0 atkvæði)
Leið 1: Rampur frá stæði hreyfihamlaðra og meðfram palli að kirkjunni. Full brattur.
0% (0 atkvæði)
Leið 2: Rampar með palli að kirkjunni. Halli um 5%, sem er löglegur.
33% (7 atkvæði)
Leið 3: Lyfta upp á pallinn.
57% (12 atkvæði)
Samtals 21 atkvæði

Aðgengi fyrir alla í Ólafsvíkurkirkju

Ekki er auðveldur aðgangur fyrir alla inn í Ólafsvíkurkirkju né safnaðarheimili.

Lengi hafa verið rætt um lausnir og leiðir.

Eftir guðsþjónstu 29. október voru kynntar tillögur og þær ræddar.

Tillögurnar sem voru kynntar voru annars vegar rampar sem yrðu langir og áberandi:

Meira ef ýtt er á hlekkinn.

Hvenær á áramótaguðsþjónustan í Ólafsvík að vera?

Ljós á leiði

 

Margir vilja setja ljós á leiði ástvina á hátíðum. Sá siður verður sífellt algengari. Til að koma til móts við hann hefur kirkjugarðsnefndir Ingjaldshólskirkjugarðs og Ólafsvíkurkirkjugarða lagt í mikinn kostnað til að gera aðstöðuna sem besta. Ákveðið hefur verið að taka gjald vegna þjónustunnar.  

Þeir sem ætli að nota rafmagn úr kirkjugarðinum til að lýsa upp leiði fyrir jólin, greiði 2.000,- inn á reikning garðsins fyrir 15. desember. Kveikt er á ljósum aðventuna og að þrettánda.
 
Ingjaldshólskirkjugarður:  Gjald er 2.000 krónur sem greiðast á reikning garðsins: 0190-05-0948. Kennitala garðsins er 660169-5209.
 
Ólafsvíkur- og Brimilsvallakirkjugarður:  Gjald er 2.000 krónur sem greiðast á reikning garðsinsr: 0194-26-966.  Kennitala garðsins er  420289-1979.  

Bent er á að nauðsynlegt er að nota vatnsheldar seríur.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS