Kirkjudagur aldraðra í Snæfellsbæ

Sameiginleg guðsþjónusta safnaðanna í Snæfellsbæ verður í Hellnakirkju í Staðastaðarprestakalli kl. 14 á uppstigningardag, 5. maí.
Kirkjudagur aldraðra.

Sóknarrprestur, Óskar Ingi Ingason, þjónar fyrir altari, prédikun flytur verðandi sóknarprestur Staðastaðarprestakalls, Arnaldur Máni Finnsson.

Almennur safnaðarsöngur.

Eldri borgarar eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Rúta fer frá Jaðri og Shell kl. 13 og N1 á Hellissandi kl. 13:15.

Kaffiveitingar verða eftir guðsþjónustu í boði vinafélags eldri borgara.

Komum í hús Drottins til bænar og þakkargjörðar.

Guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Almenn guðsþjónusta verður í Ingjaldsshólskirkju sunnudaginn 13. maí kl. 14.

Kirkjukaffi á eftir og í kjölfar þess verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar og aðalfundur Ingjalshólskirkjugarðs.

 

6. sunnudagur eftir páska (exaudi)

Litur: Hvítur eða rauður.

Textaröð: A

Lexía: Esk 37.26-28

Pistill: 1Pét 4.7-11

Guðspjall: Jóh 15.26-16.4

Sálmar: 331, 30, 330; 551, 43

 

Hestamannaguðsþjónusta á Brimilsvöllum

Haldin verður hestamannaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju sunnudaginn 6. maí klukkan 14.

Hópreið verður til kirkju frá hesthúsunum í Fossárdal kl. 13.

Messukaffi á Brimilsvöllum á eftir athöfn.

 

 

5. sunnudagur eftir páska (exaudi). Hinn almenni bænadagur

Litur: Hvítur.

Lexía: Jer 29.11-14a

Pistill: 1Tím 2.1-6a

Guðspjall: Jóh 16.23b-30

Sálmar: 591, 30, 505, Á Sprengisandi, 435 ( Fjöllum krynda Fróðarbyggð)

Hamrahlíðarkórinn í messu í Ólafsvíkurkirkju

Sunnudaginn 15. apríl kl. 11 verður messa í Ólafsvíkurkirkju.

Altarisganga. Fermt í athöfninni. 

Hamrahlíðarkórinn syngur ásamt kirkjukór Ólafsvíkur.

 

2. sunnudagur eftir páska (misericordias domini)

Lexía: Esk 34.11-16, 31

Pistill: 1Pét 2.21-25

Guðspjall: Jóh 10.11-16

Sálmar258 (1., 4.-5.v), Gloria Tibi; Vér lyftum hug í hæðir, 259, 587,Yfir voru ættarlandi.

Ferming

Fermingar 2018:
 

Fermingarbörn í Ingjaldshólskirkju 29. mars kl. 13:

 • Anton Erik Antonsson
 • Gabríel Ævar Kowalczyk
 • Kristinn Freyr Sveinbjörnsson 

  

Fermingarbörn í Ólafsvíkurkirkju 15. apríl kl. 11:

 • Aldís Guðlaugsdóttir
 • Inga Sóley Gunnarsdóttir
 • Kristján Páll Bjarnason 

Fermingarbörn í Ólafsvíkurkirkju 20. maí kl. 11

 • Björg Eva Elíasdóttir
 • Kristófer Máni Atlason
 • Laufey Lind Sigurðardóttir
 • Michael Árni Ísfjörð Arnórsson
 • Sædís Rún Heiðarsdóttir
 • Úlfar Ingi Þrastarson 

 

Fermingarbörn í Ingjaldshólskirkju 20. maí kl. 13:

 • Alyssa Susan Eggertsdóttir
 • Hreinn Ingi Halldórsson
 • Kristján Egilsson

Batamessa í Ingjaldshólskirkju

Sunnudaginn 8. apríl kl. 20 verður bataguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju.

Altarisganga

Batamessur eru messur þar sem er unnið út frá 12 sporunum eins og í vinum í bata. Áhersla á virkni og upplifun. Sjón er sögu ríkari.
Léttar veitingar á eftir. Allir velkomnir.

Um batamessur segir á vef Vina í bata:

Í batamessu sameina prestur og Vinir í bata krafta sína í viðkomandi kirkju og bjóða öðrum Vinum í bata til sín í messu, sem við köllum batamessu. Batamessurnar eru leið til að styðja við batann, vettvangur fyrir Vini í bata til að koma saman, hvort sem þeir eru búnir að fara sporin eða eru að fara sporin, ekki síður en að átta sig á þvi að það er fólk víðar heldur en í þeirra kirkju/stað að kljást við sama verkefni. Batamessur eru þarfur og mikilvægur liður í starfi Vina í bata og markmið þeirra er að styðja/ styrkja 12 spora iðkandann í því að viðhalda batanum. Allir geta komið og átt notalega og uppbyggilega stund í batamessu. Eftir messuna er boðið upp á létta hressingu, þar sem Vinir í bata geta sest niður og spjallað saman.

 

1. sunnudagur eftir páska (quasi modo geniti)

Lexía: Jes 43.8-13

Pistill: 1Jóh 5.4-12

Guðspjall: Jóh 20.19-31

Sálmar551, 703; 712, 587, 507.

Gleðilega upprisuhátíð!

Guð gefi ykkur öllum gleðilega páska, bræður og systur í Kristi! 

Gleðidagar eru hafnir.

Guð gefi ykkur góða daga og gleði upprisunnar í hjarta!

Takk fyrir góðar stundir saman í kirkjunum á páskadagsmorgni.

Í tilefni dagsins fylgir ein páskagleðisaga af prestinum, sem flutt var í dag í kirkjunum:

 

Presturinn var að leita í fataskápnum að bindi, en fann ekki það rétta, en innst í skápnum fann ég lítinn kassa. Í honum voru 3 egg og 40 fimmhundraðkarlar.

Hann spurði konu sína, um kassann og innihald hans. Hún fór undan í flæmingi, en viðurkenndi svo með skömmustunarsvip að hún hafði falið hann síðustu 18 ár. Hneykslaður og vonsvikin spurði hann hví.

Hún svaraði að hún vildi ekki særa hann. "Hvernig gat ég særst af innihaldi kassans?", spurði hann þá. Hún sagðist hafa í hvert sinn sem ég flutti lélega predikun hafi hún sett egg í kassann.

Jæja, 3 lélegar ræður á 18 árum er nú ekki svo slæmt. Svo hann var sáttur. En til hvers voru 500 karlarnir?

"Jú", sagði hún, "í hvert sinn sem ég komst í 10 egg, þá seldi ég þau nágrönnunum fyrir 500 krónur!" Úps!

 

 

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS