Hestamannaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju

Haldin verður hestamannaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju sunnudaginn 19. maí klukkan 14.

Hópreið verður til kirkju frá hesthúsunum í Fossárdal kl. 13.

 

4. sunnudagur eftir páska (cantate)

Litur: Hvítur.

Lexía: 5Mós 1.29-33

Pistill: 1Jóh 4.10-16

Guðspjall: Jóh 15.12-17

Sálmar: 591, 29 (1.v.), 718; Á sprengisandi, vikivaki.

Almennur bænadagur í Ingjaldshólskirkju

Guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 12. maí klukkan 14.

Almennur bænadagur að vori.

 

3. sunnudagur eftir páska (iubilate)

 

Litur: Hvítur.

 

Textaröð: B

 

Lexía: Slm 126

Pistill: 2Kor 4.14-18

Guðspjall: Jóh 14.1-11

Sálmar: 367, 41, 408; 366, 357.

Aðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar

Aðalsafnaðarfundur Ingjaldshólssóknar og kirkjugarðs  er fyrirhugaður mánudaginn 20. maí kl. 20 í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju.

Dagskrá er meðal annars skýrsla stjórnar og sóknarprests, reikningar 2018, kosningar og önnur mál.

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar og kirkjugarða Ólafsvíkursóknar er fyrirhugaður mánudaginn 13. maí kl. 20 í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju.

Dagskrá er meðal annars skýrsla stjórnar og sóknarprests, reikningar 2018, kosningar og önnur mál.

 

ATHUGIÐ BREYTTAN FUNDARTÍMA.

Héraðsfundur Vesturlandsprófastsdæmis

Héraðsfundur Vesturlandsprófastsdæmis verður á sunnudag í Stykkishólmskirkju. Hann hefst með messu í Stykkishólmskirkju kl. 11.

 

 

 

Fundurinn verður í kirkjunni eftir messu.

 

Séra Arnaldur Máni Finnsson, Staðastað, prédikar. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson, staðarprestur og settur prófastur, annast altarisþjónustu.

 

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.

 

Allt þjóðkirkjufólk í prófastsdæminu er velkomið að sitja fundinn.

Gleðilega sigurhátíð!

Guð gefi ykkur öllum gleðilega páska! Gleðidagar eru hafnir! Kristur er upprisinn!

Skírdagsmessa í Ingjaldshólskirkju

Skírdagsmessa verður á skírdag kl. 13 í Ingjaldshólskirkju.  Altarisganga. Ferming
 

Skírdagur
Textaröð: B
Lexía: Slm 116.12-19
Pistill: 1Kor 11.23-29
Guðspjall: Jóh 13.1-15
Sálmar: 864. 140; 258 (1., 4. og 5. v.), 895, 228 (1., 3.-4., 6. v.),893.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS