Gleðilega páska

Gleðilega páska !

Kristur er upprisinn!

Kristur er sannarlega upprisinn!

 

Gleðidagar kallast dagarnir 40 frá og með páskadegi að uppstigningardegi í austurkirkjunni, en 50 daga í vesturkirkjunni, heim að hvítasunnu.

Páskar eru stærsta hátíð kristinna manna. Sigurhátíð lífsins. Fögnum og verum glöð.

 

Eftir föstudaginn langa bíður hátíð upprisunnar.  Minnimst þess í okkar myrkri að upprisusólin mun rísa. Treystum náð Guðs og fylgjum vilja hans.

Kristur er upprisinn.