Bein útsending frá opinni kirkju

Bein útsending verður frá opinni kirkju í prestakallinu í dymbilviku og páskum.

Lestur píslarsögunnar verður í Ingjaldshólskirkju klukkan 14 á föstudaginn langa.

Páskavaka verður á aðfangadagskvöld páska, laugardaginn 11. apríl klukkan 21 í Ólafsvíkurkirkju.

Athafnirnar verða aðgengilegar á hlekknum https://www.facebook.com/KirkjanOkkar/live/ , þó ekki fyrr en útsending hefst.