Héraðsfundur Vesturlandsprófastsdæmis

Héraðsfundur Vesturlandsprófastsdæmis verður á sunnudag í Stykkishólmskirkju. Hann hefst með messu í Stykkishólmskirkju kl. 11.

 

 

 

Fundurinn verður í kirkjunni eftir messu.

 

Séra Arnaldur Máni Finnsson, Staðastað, prédikar. Séra Gunnar Eiríkur Hauksson, staðarprestur og settur prófastur, annast altarisþjónustu.

 

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.

 

Allt þjóðkirkjufólk í prófastsdæminu er velkomið að sitja fundinn.

Dagsetning: 
Sunnudagur, 28 apríl, 2019 - 11:00