Gleðilega upprisuhátíð!

Guð gefi ykkur öllum gleðilega páska, bræður og systur í Kristi! 

Gleðidagar eru hafnir.

Guð gefi ykkur góða daga og gleði upprisunnar í hjarta!

Takk fyrir góðar stundir saman í kirkjunum á páskadagsmorgni.

Í tilefni dagsins fylgir ein páskagleðisaga af prestinum, sem flutt var í dag í kirkjunum:

 

Presturinn var að leita í fataskápnum að bindi, en fann ekki það rétta, en innst í skápnum fann ég lítinn kassa. Í honum voru 3 egg og 40 fimmhundraðkarlar.

Hann spurði konu sína, um kassann og innihald hans. Hún fór undan í flæmingi, en viðurkenndi svo með skömmustunarsvip að hún hafði falið hann síðustu 18 ár. Hneykslaður og vonsvikin spurði hann hví.

Hún svaraði að hún vildi ekki særa hann. "Hvernig gat ég særst af innihaldi kassans?", spurði hann þá. Hún sagðist hafa í hvert sinn sem ég flutti lélega predikun hafi hún sett egg í kassann.

Jæja, 3 lélegar ræður á 18 árum er nú ekki svo slæmt. Svo hann var sáttur. En til hvers voru 500 karlarnir?

"Jú", sagði hún, "í hvert sinn sem ég komst í 10 egg, þá seldi ég þau nágrönnunum fyrir 500 krónur!" Úps!