Til hamingju með daginn!

Í dag eru 500 ára frá því að siðbót hófst með því að Marteinn Lúter hengdi upp 95 greinar á Hallahurðina í Wittenberg.

Eftir það var ekki hægt að stöðva siðbótina og grunn hennar að það var ritningin sem skipti máli, ekki hefðin og að réttlæting okkar væri af trúni einni, ekki verkunum.

31. október 1517 er sá dagur sem allt breyttist og horfið tilbaka til frumkristni.

Til hamingju með daginn og megum við eignast siðbót í hjarta okkar á hverjum degi!

Þannig breytist heimurinn.

Um innsigli Lúters af Wikipedia: "Innsigli Marteins Lúthers, oft nefnt Lúthersrós, var hannað af Lúther sjálfum. Lúther skýrði merkingu innsiglisins með þeim hætti að innst væri svartur kross sem minnir okkur á að Jesús Kristur vill eiga samastað í hjarta þess sem trúir fyrir trúna eina (sola fide). Krossinn skal vera svartur á litinn því Jesús frelsar þá sem á hann trúa með dauða sínum og leitast við að deyða í þeim allt sem syndugt er. Lúther sagði svartan vera hinn náttúrulega lit krossins. Hjartað skal vera rautt því trúin fyllir hjartað af gleði, trausti og friði. Hjartað er inni í hvítri rós en hvítur táknar hér lit engla og heilags anda. Blái liturinn utan um rósina táknar himininn þar sem Jesús Kristur hefur búið fylgjendum sínum sæti en gyllta gjörðin yst merkir eilífa dýrð Guðs. Eftir tíma Lúthers hefur innsiglið orðið tákn fyrir Lútherstrú.."