Helgihald á jólum

Helgihald í söfnuðunum um jólin:

Á aðfangadagskvöld, 24. desember, kl. 16:30 verður aftansöngur í Ólafsvíkurkirkju og kl. 18 í Ingjaldshólskirkju.

Á jóladag 25. desember, kl. 16 verður jólahelgistund á dvalar- og hjúkrunarheimilnu Jaðri og kl. 21 verður ljósaguðsþjónusta í Brimilsvallakirkju.

Þar að auki verður á jóladag kl. 14 jólaguðsþjónusta í Búðakirkju í Staðastaðarprestakalli.

Á annan í jólum, 26. desember, kl. 14 verður jólaguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju.

Á gamlársdag, 31. desember, kl. 16 verður hátíðarguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju.

Eigum saman góðar stundir á jólum, þökkum og fögnum.