Yfirlýsing frá kirkjunum vegna samkomubanns

Vegna Samkomubanns fyrir 20 og fleiri út af Coronavírusinum eru eftirtaldar breytingar í starfi kirknanna í Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalli.

 

Almennar guðsþjónustur falla niður á meðan samkomubann er í gildi.

Boðið verður upp á opna kirkju, lestra og bænir á föstudaginn langa og aðfangadag páska. Að sjálfsögðu verður hlýtt öllum tilmælum sóttvarnalæknis vegna þeirra og annara athafna.

Félagsstarf

Kirkjuskóli og æskulýðsstarf fellur niður á meðan samkomubannið er. Ekki verða almennar kóræfingar á sama tíma.

Skírn og hjónavígsla geta farið fram, en samband þarf að hafa við sóknarprest. Mælst er til með að viðstaddir skírn séu aðeins foreldrar, skírnarbarn, heimilsfólk og guðforeldrar ef skírnin fer fram í kirkju. Skírn getur líka farið fram í heimahúsi. Mælst er til með að viðstaddir hjónavígslu séu aðeins brúðhjón, svaramenn og þeir allra nánustu ef hjónavígsla fer fram í kirkju. Hún getur líka farið fram í heimahúsi.

Jarðarför fer fram í kirkju. Kirkjugestir þurfa að verða færri en 20. 2 metrar þurfa að vera á milli kirkjugesti í öllum athöfnum og því þarf að takmarka fjöldann jafnvel enn frekar. Í báðum kirkjum geta menn einnig setið niðri og fylgst með athöfn á mynd. Jarðarfarir geta farið fram í kyrrþey. Hægt verður að taka upp athafnir í Ólafsvík og fá afrit af athöfn. Kistan er ekki snert.

Fermingar

Boðið verður upp á fermingar áfram í báðum kirkjum á hvítasunnu, en verður endurskoðað þegar nær dregur ef líkur er á áframhaldandi samkomubanni. Einnig verða fermingar í Ingjaldshólskirkju 13. september og í Ólafsvíkurkirkju 6. september.

Kirkjan lokar ekki.

Hún býður upp á þjónustu. Munið að við erum kirkjan, fólkið sem tilheyrir henni. Það erum við sem höldum henni uppi og hverju öðru með fyrirbænum. Við skulum styrkja og efla bænagjörðir okkar á þessum reynslutímum.

Hægt er að koma fyrirbænarefnum til sóknarprests í síma 844-5858 og í netfang prestur@kirkjanokkar.is.

Einnig er hægt að fá viðtalstíma, bæði í síma og í kirkjunni.

Förum varlega og umvefjum hvert annað í bænum og kærleika.

 

Sóknarnefndir Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssókna og Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur.

Hljóðfæraleikari- Ólafsvíkursókn Snæfellsbæ

Ólafsvíkursókn óskar að ráða hljóðfæraleikara í 21% starf.

Messur eru tvisvar sinnum í mánuði og kóræfingar einu sinni í viku.

Um er að ræða tónlistarflutning við athafnir og undirleik á kóræfingum.

Í kirkjunni er orgel, píanó, hljómborð og gítar.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Allar nánari upplýsingar gefur sóknarprestur sr. Óskar Ingi Ingason s: 844-5858 eða formaður sóknarnefndar Gunnsteinn Sigurðsson s: 861-8582.

Sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju.

Lausar stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju

Stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju eru auglýstar lausar til umsóknar.

Í starfi fellst m.a. þrif á kirkju og safnaðarheimili, bókanir á sal og eftirlit. Um er að ræða tvær stöður sem eru 20% starf hvor. Skipta aðilar milli sín kirkjuvörslu eftir nánari samkomulagi.

Einn aðili getur einnig tekið bæði störfin að sér, jafnvel tekið að sér aðeins þrif og mokstur.

Allar frekari upplýsingar eru hjá Gunnsteinni Sigurðssyni, sóknarnefndarformanni (s: 861-8582), og Óskari Inga Ingasyni, sóknarpresti (s: 844-5858. Netfang: prestur (hjá) kirkjanokkar.is)

Sóknarnefnd Ólafsvíkursóknar.

Tónlistar- og kvöldguðsþjónusta

Tónlistar og kvöldguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 15. mars klukkan 20.

Siggi Hösk, Olga og kirkjukórinn sjá um tónlistina.

Upplifum friðinn og tóna hjartans í kirkjunni okkar.

 

3. sunnudagur í föstu (Oculi)

Textaröð: A

Lexía: Sak 12.10
Pistill: Ef 5.1-9
Guðspjall: Lúk 11.14-28
Sálmar

Æskulýðsguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju - skólakór

Æskulýðsguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju klukkan 14 sunnudaginn 8. mars. Skólakór.

 

Fermingarbörn verða með kynningu, lestur og bænir.
Djús og kaffi eftir athöfn.

2. sunnudagur í föstu –  (Reminiscere)

Textaröð: A

Lexía: 1Mós 32.24-30

Pistill: Jak 5.13-16

Guðspjall: Matt 15.21-28

Sálmar: .130, 252, 124, 712, 912.

Æskulýðsguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Æskulýðsguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju klukkan 20 sunnudaginn 8 mars.

Fermingarbörn verða með lestur og bænir. 

Djús og kaffi eftir athöfn.

 

2. sunnudagur í föstu –  (Reminiscere)

Textaröð: A

Lexía: 1Mós 32.24-30

Pistill: Jak 5.13-16

Guðspjall: Matt 15.21-28

Sálmar: 505, Hallelú, 367; 942, 893.

Kirkjuskólinn loksins að hefjast á ný

Stund fyrir yngri börn verður í Ingjaldshólskirkju á miðvikudögum í mars frá kl. 16:25-17.

Fyrsti kirkjuskólinn verður 4. mars.  Ekki missa af!  :-)

 

Áður var um sunnudagaskóla að ræða, en nú er hann kallaður kirkjuskóli. 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS