Hljóðfæraleikari- Ólafsvíkursókn Snæfellsbæ

Ólafsvíkursókn óskar að ráða hljóðfæraleikara í 21% starf.

Messur eru tvisvar sinnum í mánuði og kóræfingar einu sinni í viku.

Um er að ræða tónlistarflutning við athafnir og undirleik á kóræfingum.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf í janúar 2020.

Allar nánari upplýsingar gefur sóknarprestur sr. Óskar Ingi Ingason s: 844-5858 eða formaður sóknarnefndar Gunnsteinn Sigurðsson s: 861-8582.

Sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju.

Lausar stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju

Stöður kirkjuvarða í Ólafsvíkurkirkju eru auglýstar lausar til umsóknar.

Í starfi fellst m.a. þrif á kirkju og safnaðarheimili, bókanir á sal og eftirlit. Um er að ræða tvær stöður sem eru 20% starf hvor. Skipta aðilar milli sín kirkjuvörslu eftir nánari samkomulagi.

Einn aðili getur einnig tekið bæði störfin að sér.

Allar frekari upplýsingar eru hjá Gunnsteinni Sigurðssyni, sóknarnefndarformanni (s: 861-8582), og Óskari Inga Ingasyni, sóknarpresti (s: 844-5858. Netfang: prestur (hjá) kirkjanokkar.is)

Sóknarnefnd Ólafsvíkursóknar.

Framhaldsaðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar

Framhaldsaðalsafnaðarfundur Ólafsvíkursóknar og kirkjugarða  verður sunnudaginn 17. nóvember um kl. 15:30  í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju, eftir guðsþjónustu.

Allt safnaðarfólk velkomið.

Dagskrá er meðal annars kosningar og önnur mál.

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 17. nóvember klukkan 14.

Næst síðasti sunnudagur kirkjuársins

Litur: Grænn.

Textaröð: B

Lexía: Jes 66.10-13
Pistill: Opb 15.2-4
Guðspjall: Matt 11.25-30
Sálmar: 214 (1.-2. v.), 29 (1. v.), 63; 712, 847.

Kirkjuskóli á miðvikudögum

Stund fyrir yngri börn verður í Ólafsvíkurkirkju á miðvikudögum í nóvember kl. 16:25-17.

Áður var um sunnudagaskóla að ræða, en nú er hann kallaður kirkjuskóli. 

Umsjónarmenn Guðrún Kristinsdóttir og sóknarprestur.
Eldri börn og fullorðnir endilega velkomnir líka.

Kristniboðsdagur í Ingjaldshólskirkju - skólakór

Guðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 10. nóvember kl. 14. Skólakór Snæfellsbæjar sér um kórsöng.

 

Kristniboðsdagurinn – annar sunnudagur í nóvember

Textaröð: B

Lexía: Jes 12.2-6

Pistill: Róm 10.8-17

Guðspjall: Matt 28.16-20

Sálmar: Eins og lofsöngslag, Hallelú (víxlsöngur), Jesús er bjargið; Kumbaya my Lord (líka íslensku versin eins og í barnasálmabók), Fús ég Jesú fylgi þér.

Allra heilagra messa í Ólafsvíkurkirkju

Allra heilagra og sálna messa  í Ólafsvíkurkirkju kl. 14 sunnudaginn 3. nóvember.   Altarisganga.

 

Í messunni verður sérstaklega minnst látinna ástvina og kveikt á kertum, í tilefni allra heilagra messu og allra sálnamessu.  Nefnd verða nöfn þeirra sem látist hafa á undanförnum 3 árum og skráðir í kirkjubækur prestakallsins.

Hægt er að nefna fleiri við sóknarprest svo nöfn þeirra verði einnig lesin.

Kaffi og djús í safnaðarheimilinu eftir athöfn. Allir velkomnir.

 

Allra heilagra messa. Altarissakramenti.

1. nóvember – fyrsti sunnudagur í nóvember.
Litur: Hvítur eða rauður.

 

Textaröð: B

 

Lexía: 5Mós 33.1-3

Pistill: Opb 7.13-17

Guðspjall: Matt 5.13-16

Sálmar: 43, 1, 201 (1.,2.,57. og 6. v.), 47, 586, 893.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS