Kærleiksmaraþon 2017

Á miðvikudagskvöld, 27. september, ganga unglingarnir okkar í hús og safna áheitum vegna kærleiksmaraþons til að safna fyrir ferð æskulýðsfélagsins á landsmót Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar á Selfossi. 

Kynningarfundur vegna kjörs til vígslubiskups í Skálholti

Kjörnefndamenn prestakalla kjósa vígslubiskup ásamt meðal annars prestum. Til að geta kynnt sér þá þrjá aðila sem eru í kjöri að þá er haldinn fundur í Borgarnesi á mánudaginn 25. september kl. 20 í Menntaskólanum í Borgarnesi.
 
Fundurinn er opinn öllum, en kjörnefndarmenn sérstaklega hvattir til að mæta.
Um er að ræða póstkosningu sem hefst þann 28. september nk. og lýkur þann 9. október nk.
 

Starfsmaður/starfsmenn í barna- og æskulýðsstarf

Nú er tækifærið að vera virk í starfinu í kirkjunni okkar!

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar starfsmann til að hafa umsjón með barna- og æskulýðsstarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.

Nýir félagar velkomnir

Söngfólk athugið Kóræfingar hjá Ingjaldshólskirkju hefjast að nýju eftir sumarfrí miðvikudaginn 13. september klukkan 20. Nýir félagar eru boðnir velkomnir. Kórstjórn.

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall

Þetta er heimasíða Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.

Titill heimasíðunnar er kirkjan okkar.

Prestur er Óskar Ingi Ingason.

Fastir viðtalstímar á veturnar eru á þriðjudögum (í Ingjaldshólskirkju, s:436-6970), miðviku- og fimmtudögum (í Ólafsvíkurkirkju, s:436-1375) klukkan 11-12 í síma 844-5858.  Aðrir viðtalstímar eru eftir nánari samkomulagi. Neyðarsími er 844-5858.

Predikanir og pistlar sóknarprests á trú.is.

 

Kirkjur og bænhús:

Prestar sem hafa þjónað í prestakallinu:

Prestakallið hét áður Nesþing og síðar Ólafsvíkurprestakall.  1994 skiptist það í tvennt, Ólafsvíkurprestakall og Ingjaldshólsprestakall.  Þau sameinuðust aftur 1. desember 2009 sem Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall.

Guðþjónusta i Ingjaldshólskirkju

Guðþjónusta i Ingjaldshólskirkju kl. 11 sunnudaginn 17. september.

Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.

 

14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Lexía: Slm 103.1-6

Pistill: Gal 2.20

Guðspjall: Jóh 5.1-15

Sálmar: 30, 4, 402; 712, 848.

 

Guðsþjónusta í Olafsvíkurkirkju

Guðþjónusta i Ólafsvíkurkirkju kl. 14 sunnudaginn 17. september.

Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.

 

14. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Lexía: Slm 103.1-6

Pistill: Gal 2.20

Guðspjall: Jóh 5.1-15

Sálmar: 30. 4. 350; 712, 848.

 

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS