Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 11. desember klukkan 14.
​Piparkökur og notallegheit á eftir í safnaðarheimilinu.  :-)

Ljós á leiði á aðventu og um jól

Margir vilja setja ljós á leiði ástvina á hátíðum. Sá siður verður sífellt algengari. Til að koma til móts við hann hefur kirkjugarðsnefndir Ingjaldshólskirkjugarðs og Ólafsvíkurkirkjugarða lagt í mikinn kostnað til að gera aðstöðuna sem besta. Ákveðið hefur verið að taka gjald vegna þjónustunnar.  
 
Ingjaldshólskirkjugarður:  Kveikt er á ljósum aðventuna og heim að þrettánda. Gjald vegna þessa er 2.000 krónur sem greiðast á reikning garðsins: 0190-05-0948. Kennitala garðsins er 660169-5209.
 
Ólafsvíkur- og Brimilsvallakirkjugarður: Þeir sem ætla að nota rafmagn úr kirkjugarði til að lýsa upp leiði fyrir jólin, greiði 2.000 krónur inn á reikning kirkjunnar fyrir 15. desember: 0194-26-76.  Kennitala garðsins er 500269-4999.  Bent er á að nauðsynlegt er að nota vatnsheldar seríur.

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall

Þetta er heimasíða Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.
Titill heimasíðunnar er kirkjan okkar.
Prestur er Óskar Ingi Ingason.
Fastir viðtalstímar á veturnar eru á þriðjudögum (í Ingjaldshólskirkju, s:436-6970), miðviku- og fimmtudögum (í Ólafsvíkurkirkju, s:436-1375) klukkan 11-12 í síma 844-5858.  Aðrir viðtalstímar eru eftir nánari samkomulagi. Neyðarsími er 844-5858.
Predikanir og pistlar sóknarprests á trú.is.
 
Kirkjur og bænhús:

Prestar sem hafa þjónað í prestakallinu:

Prestakallið hét áður Nesþing og síðar Ólafsvíkurprestakall.  1994 skiptist það í tvennt, Ólafsvíkurprestakall og Ingjaldshólsprestakall.  Þau sameinuðust aftur 1. desember 2009 sem Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall.

Starfsmaður óskast

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólssóknir vantar launaðann starfsmann/-menn til að hafa umsjón með barnastarfi kirknanna, ásamt sóknarpresti.
Um er að ræða kirkjuskóli (sunnudagaskóli), tíu til tólf ára starf (TTT) og æskulýðsstarf (8.-10. bekk).

Aðventuhátíð í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju

Aðventuhátíð verður í safnaðarheimili Ingjaldshólskirkju sunnudaginn 4. desember kl. 18.
Nemendur tónlistaskólans og kirkjukórinn sjá um tónlistina, jólasaga, leikrit, hugvekja og fleira verður í notalegri stemningu undir stjórn kirkjukórsins.
Ekki missa af!  
Boðið verður upp á kaffi eftir stundina.

Barnaguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Stund fyrir yngri börn verður í Ólafsvíkurkirkju á miðvikudag 30. nóvember kl. 16:30-17:10.
Áður var um sunnudagaskóla að ræða, en nú er hann kallaður kirkjuskóli.  Ef næg þátttaka verður þessum stundum haldið áfram vikulega.
Eldri börn og fullorðnir endilega velkomnir líka.

Barnaguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Stund fyrir yngri börn verður í Ólafsvíkurkirkju á miðvikudag 23. nóvember kl. 16:30-17:10.
Áður var um sunnudagaskóla að ræða, en nú er hann kallaður kirkjuskóli.  Ef næg þátttaka verður þessum stundum haldið áfram vikulega.
Eldri börn og fullorðnir endilega velkomnir líka.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS