Hvaða viðbót hefur þú mest áhuga á að sækja í starfinu?

Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall

Þetta er heimasíða Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakalls.
Titill heimasíðunnar er kirkjan okkar.
Prestur er Óskar Ingi Ingason.
Fastir viðtalstímar á veturnar eru á þriðjudögum (í Ingjaldshólskirkju, s:436-6970), miðviku- og fimmtudögum (í Ólafsvíkurkirkju, s:436-1375) klukkan 11-12 í síma 844-5858.  Aðrir viðtalstímar eru eftir nánari samkomulagi. Neyðarsími er 844-5858.
Predikanir og pistlar sóknarprests á trú.is.
 
Kirkjur og bænhús:

Prestar sem hafa þjónað í prestakallinu:

Prestakallið hét áður Nesþing og síðar Ólafsvíkurprestakall.  1994 skiptist það í tvennt, Ólafsvíkurprestakall og Ingjaldshólsprestakall.  Þau sameinuðust aftur 1. desember 2009 sem Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall.

Guðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Guðsþjónusta verður í Ólafsvíkurkirkju 19. mars kl. 14.

Helga Björk Jónsdóttir prédikar. 
Jón Örn Arnarson leikur á gítarinn.
Afmælisviðburður.

3. sunnudagur í föstu (oculi)

Lexía: 2Mós 20.1-3, 7-8, 12-17
Pistill: Opb 2.8-11
Guðspjall: Jóh 8.42-51
Sálmar:  Leiddu mína litlu hendi, Í bljúgri bæn, Drottinn er minn hirðir; Ég fann þig og Stjörnur og sól.

 

Æskulýðsguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju

Sunnudaginn 12. mars kl. 20 verður æskulýðsguðsþjónusta í Ingjaldshólskirkju
Fermingarbörn vetrarins verða með frumsamdar bænir og kynningu á guðsþjónustunni.  Auk þess sjá þau um lestra dagsins.
Nemendur tónlistarskólans verða með atriði.
Sálmar: 712, Hallelú, 762; 535, 942.

Æskulýðsguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Sunnudaginn 5. mars kl. 14 verður æskulýðsguðsþjónusta í Ólafsvíkurkirkju

Fermingarbörn vetrarins verða með frumsamdar bænir og kynningu á guðsþjónustunni.  Auk þess sjá þau um lestra dagsins.

Nemendur tónlistarskólans verða með atriði.

SálmarDaginn í dag, Hallelú, Elska Jesú., ?, Ég er ekki fótgönguliði.

Æskulýðsfundir að hefjast að nýju

Æskulýðsfundur verður í safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju kl. 19:30 þann 15. febrúar og verður hálfsmánaðarlega.

Konudagsmessa í Ólafsvík

Konudagsmessa verður í Ólafsvíkurkirkju sunnudaginn 19. febrúar kl. 14. Altarisganga.
Fyrsti viðburður afmælisnefndar vegna 50 ára afmælis kirkjunnar.
Konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur sjá um lestra og bænir.
 
2. sunnudagur í níuviknaföstu (sexagesimae) – Biblíudagurinn
Litur: Grænn.
Textaröð: A
Lexía: Jes 55.6-13
Pistill: 2Kor 12.2-9
Guðspjall: Lúk 8.4-15
Sálmar: 533, Biblía, 302(1.-4. og 7. vers); 297 (1.-4. vers), 587, 586, 56.

Síður

Subscribe to Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall RSS